þri. 13.2.2007
McCain óttast að stríðið í Írak verði óvinsælt... fréttaskýrendur óttast að McCain hafi tapað öllu raunveruleikaskyni
John McCain tapaði prófkjöri repúblíkanaflokksins árið 2000, þrátt fyrir að vera augljóslega skynsamari og ábyrgari en helsti mótframbjóðandinn, George Bush yngri. En skynsemi og yfirvegun máttu sín lítils gegn ófrægingarmaskínu Karl Rove og "the wingnut vote" sem Bush virðist hafa reytt sig á. En McCain er maður sem lærir af fyrri mistökum, og því virðist forsetaframboð hans 2008 eiga að snúast um 1) hræsni og svik við fyrri yfirlýsingar, 2) að sleikja upp vitfirringa á borð við Jerry Falwell, sem McCain hefur áður fordæmt, og mikilvægasti parturinn: 3) fullkominn flótta frá raunverulaikanum...
Og þó flipflop McCain séu skemmtileg (maðurinn hefur skift um skoðun á mikilvægum málum, eins og réttindum samkynhneigðra, tvisvar í einu sjónvarpsviðtali!), og þó nýfundin ást hans á trúarofstækismönnum sé svívirðileg er það raunveruleikaflótti McCain sem er eiginlega merkilegastur.
Í gær lýsti McCain því nefnilega yfir að hann óttaðist að Bandaríska þjóðin kynni að snúa bakinu við stríðinu í Írak!
"By the way, a lot of us are also very concerned about the possibility of a, quote, 'Tet Offensive.' You know, some large-scale tact that could then switch American public opinion the way that the Tet Offensive did," the Arizona senator said.
Nú hlýtur maður að spyrja, hvernig gæti almenningsálitið "snúist" þegar kemur að stríðinu? AP reynir að útskýra þennan sögulega referens McCain þannig:
Tet, a massive invasion in 1968 of South Vietnam by Communist North Vietnamese, inflicted enormous losses on U.S. and South Vietnamese troops and is regarded as a point where public sentiment turned sharply against the war.
Og það er þá von að maður spyrji: Getur almenningsálitið snúist "gegn" stríðinu í Írak? Það væri aðeins hægt ef almenningsálitið væri fyrst fylgjandi stríðini, ekki satt? Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er nefnilega andsnúinn stríðinu, og þvi hvernig ríkisstjórnin hefur kosið að há það. 63% Bandaríkjamanna vilja að ALLIR hermenn verði kallaðir aftur Í ÁR! Við erum ekki að tala um nauman meirihluta sem hafi efasemdir um stríðið og vilji að það verði fækkað í hernum í Írak - nei, yfirgnæfandi meirihluti alemennings vill að Bandaríkjaher geri akkúrat það sem Bandaríkin þurftu að gera í Vietnam: Viðurkenna ósigur og fara heim! 62% telja að það hafi verið mistök að ráðast í Írak til að byrja með!
Nú má vel vera að McCain hafi eitthvað annan skilning en við hin á því hver þessi "almenningur" sé, og hvert álit hans sé á stríðinu í Írak. Og kannski finnst honum að almenningsálitið ekki "sharply against the war"...
Og ef svo er getur vel verið að McCain sé klókari og í betri tengslum við raunveruleikann en virðist við fyrstu sýn, því þrátt fyrir allt hafa Bandaríkjamenn "bara" misst um 3000 manns í þessu fáránlega stríði sínu. Og ástandið gæti hæglega orðið verra. Meðan Bush virðist neita að horfast í augu við hversu slæmt ástandið er nú þegar orðið er McCain hugsanlega byrjaður að hafa áhyggjur af því að það sé um það bil að verða enn verra, því þó yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé andsnúinn stríðinu getur andstaðan orðið enn háværari.
Kannski er McCain ekki alveg eins vitfirrtur og sumir fréttaskýrendur og liberal bloggarar í Bandaríkjunum halda? En ef McCain er virkilega farinn að óttast að ástandið geti orðið enn verra ætti hann að reyna að sýna smá ábyrgðarkennd og koma hreint fram við kjósendur, frekar en að vera að eltast við stuðning veruleikafirrtustu kjósenda repúblíkanaflokksins, sem halda að það sé enn hægt að merja út einhverskonar "sigur" í Írak.
M
Meginflokkur: Írak | Aukaflokkar: Forsetakosningar, ímyndunarveiki, Senílir pólítíkusar | Facebook
Athugasemdir
Hann hljómar eins og hann sé ný sloppinn úr 4ra ára einangrun! Hann hefur greinilega ekki séð blöðin. Svo er hann með svona vindhanaviðhorf, sem er tákn um tækifærismennsku og óútreiknanleika. Það eru hættulegir menn.
Því má bæta við að til viðbótar þessum 3000, sem fallið hafa í þessu eina stríði, eru 500 ungir menn í blóma lífsins, sem hafa tekið egið líf eftir að heim var komið. Þá skal ég ekki segja um öll þau andlegu grænmeti og sundruðu fjölskyldur sem út úr þessu hafa komið, sem mér finnst óhuggulegri fylgifiskur stríðs heldur en mannfallið sjálft.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.2.2007 kl. 19:08
Já það er merkilegt hvernig almenningsvinsældir eru kjarni málsins. Hvort sem þær mælanlegu vinsældir eru eins og þær eru eða eins og maður vildi að þær væru. Það er auðvitað alltaf hægt að tala eins og maður sé í þeim heimi sem maður VILDI að maður væri í.
Held það þurfi nokkrar rútur upp á hæðina og beint í geðdeildina með þetta lið.
Ólafur Þórðarson, 15.2.2007 kl. 07:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.