Í morgun skrifaði ég færslu um vitnisburð Robert Gates og Peter Pace fyrir bandaríkjaþingi, þar sem þeir félagar héldu því fram að það væri fráleitt að halda því fram að þingmenn gætu einhvernveginn grafið undan sigurmöguleikum Bandaríkjamanna í Írak með því að ræða stríðið. Þetta þótti Hvíta Húsinu hið versta mál, því Bush og leiðtogar repúblíkana hafa ákveðið að eina lausnin á Íraksstríðinu sé einhverskonar Dolchstosslegende - stríðið sé að tapast vegna þess hversu vondir demokratarnir séu, að styðja ekki forsetann í blindni.
Talking Points Memo ber saman hvernig Hvíta Húsið og Varnarmálaráðuneytið túlka ummæli Pace og Gates. Fyrst er fréttatilkynning Hvíta hússins:
Svo mynd af heimasíðu Varnarmálaráðuneytisins:
Það vekur athygli að Varnarmálaráðuneytið leggur áherslu á að lýðræðinu standi engin hætta af lýðræðislegri umræðu - og að aðalatriðið sé að herinn fái nauðsynlegar fjárveitingar, meðan Hvíta Húsið leggur áherslu á "congressional support", sem er mun loðnara. Demokratar hafa margoft lýst því yfir að þeir ætli ekki að skrúfa á fjárveitingar til hersins, heldur vilji þeir fá að ræða stríðsreksturinn. Forsetinn hefur hins vegar þvertekið fyrir allar slíkar umræður, undir því yfirskyni að umræður eða efasemdir um að hann viti hvað hann sé að gera séu til þess fallnar að "embolden the enemy".
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bush, Írak | Breytt 10.2.2007 kl. 05:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.