Þetta eru svosem ekki fréttir fyrir neinn sem hefur horft á FOX "news", en það eru samt fréttir að eigandi stærstu kapalfréttastöðvar Bandaríkjanna skuli viðurkenna opinberlega að stefna stöðvarinnar hafi ekki verið að flytja fréttir, heldur að styðja stefnu forsetans. Murduch er staddur í Davos í Sviss, og var að tala um fjölmiðla og internetið við blaðamenn. Murdoch hélt því meðal annars fram að stóru fjölmiðlafyrirtækin hefðu litla stjórn á internetinu, og að blogg væru að breyta, ef ekki gerbreyta bæði fjölmiðlalandslaginu og því hvernig fólk nálgast fréttir af líðandi stundu.
Svo spurðu blaðamennirnir Murdoch hvort hann og Fox hefðu reynt að hafa áhrif á skoðanir almennings varðandi stríðið í Írak. Svarið var já!
Asked if his News Corp. managed to shape the agenda on the war in Iraq, Murdoch said: "No, I don't think so. We tried." Asked by Rose for further comment, he said: "We basically supported the Bush policy in the Middle East...but we have been very critical of his execution."
Murdoch viðurkennir þetta eins og ekkert sé. Það sem hann virðist ekki fatta er að fréttamiðlar hafa það hlutverk að segja fréttir - ekki styðja stefnu einhverra ákveðinna stjórnmálaflokka. Og það væri ekki heldur stórmál ef Fox styddi forsetann ef einkunnarorð sjónvarpsstöðvarinnar væru ekki "Fair and balanced".
Ég er ekki búinn að sjá að neinn "alvöru" fjölmiðill flytji fréttir af þessari yfirlýsingu. Enn sem komið er er sýni google leitir engar niðurstöður fyrir þessa frétt, og ég hef bara séð hana á tveimur bloggsíðum og svo á Hollywood reporter. Kannski vegna þess að það eru ekki fréttir að segja frá því sem er augljóst? C&L segjast þó hafa farið á stúfana til að fá staðfestingu á að rétt sé haft eftir Murdoch.
M
Meginflokkur: Fox News | Aukaflokkar: Bush, Írak, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nauðsynlegt að fólk viti að áróðurinn er meðvitaður og ómálefnalegur. Umfjöllun er ritskoðuð og í þeim tilfellum, sem þeir þykjast vera liberal og bóða öðrum sjónarhornum í sjónvarp, þá grípa þeir framm í með uppnefningum og dónaskap og klippa svo á viðtölin áður en menn koma viðhorfum sínum að.
Það er auðskiljanlegt að þetta "Freudian slip" Murdochs sé ekki tíundað í fjölmiðlum. Þá gæti fólk farið að horfa á fréttir með gagnrýnum viðhorfum og jafnvel leyfa sér sjálfstætt mat og hugsun. Hver vill slíkt?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.2.2007 kl. 16:57
Fréttir er fréttir eru fréttir eru fréttir. Eða hvað?
Júlíus Valsson, 6.2.2007 kl. 00:34
Miðað við Fox "news" fynnst manni ríkissjónvarpsstöðvarnar í Rússlandi, Kína, Norður-Kóreu o.s.f. vera bara nokkuð heiðarlegar. Hér hefur maður að vísu þann kost að skipta um rás...en það er skelfilegt til þess að hugsa að þetta sé vinsælasta "fréttarásin" í Bandaríkjunum...og að tugir milljóna manna treysti á þeirra "fair and balanced" fréttafluttning. Það væri reyndar rannsóknarefni fyrir félagsfræðinga að gera samanburð á IQ dyggra áhorfenda Fox og þeirra sem kjósa aðrar fréttaveitur.
Murdoch minnir mig svo alltaf á Elliot Carver...vonda kallinn í James Bond ræmunni Tomorrow Never Dies.
Róbert Björnsson, 6.2.2007 kl. 07:52
Fréttastofa sem er ekki að gæta hagsmuna, er hún til?
Steinarr Kr. , 6.2.2007 kl. 09:02
Nei! Auðvitað gæta allar fréttastofur einhverra hagsmuna, beint eða óbeint, og það getur enginn þóst vera fullkomlega hlutlaus! Glæpur Fox er auðvitað hversu skelfilega ósvífnir þeir eru í áróðrinum, og að þeir skuli nota "Fair and balanced" sem slagorð - og gangast upp í því að ásaka alla aðra um að vera fulla af "Libera bias". Nýjata auglýsingaherferð þeirra gengur einmitt út á að þeir séu "eina fréttastofan sem ekki sé full af vinstrislagsíðu". Róbert - ég hef séð kannanir á því hversu vel upplýstir áhorfendur Fox eru, en engar um greindarfar þeirra. Niðurstaðan er auðvitað sú að dyggir áhorfendur fox séu verr að sér en aðrir. Það þarf svosem ekki að horfa lengi á Fox til að skilja af hverju. Hlutfall ritstjórnarefnis og blaðurs er mun hærra en á öðrum sjónvarpsstöðvum, og þær fáu fréttir sem þeir flytja eru oft mjög sérkennilegar. Verst að þetta er langsamlega vinsælasta kapalfréttastöðin.
FreedomFries, 7.2.2007 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.