sun. 4.2.2007
Wikipedia drepur "google.com"
Titill viðtalsins er að Wikipedía ætli að drepa "the google", og Wales, stofnandi Wikipedíu segist þessa dagana helga þessu þarfa verkefni alla krafta sína. Þó google sé ágætt er full ástæða til að þeir fái verðuga samkeppni - og auðvitað er Wiki lausnin!
M
Já, og btw. ég hef gert töluvert af því að vísa í Wikipedíu í færslum í þessu bloggi, og hef fengið athugasemdir frá lesendum sem hafa áhyggjur af því að það sé ekki hægt að "treysta öllu" sem maður lesi á Wikipedíu. Það er bara eitt við því að segja - sem fyrsta stopp til að nálgast sæmilega balanseraðar upplýsingar um nokkurveginn hvað sem er er Wikipedía langsamlega besti valkosturinn. Það kemur auðvitað fyrir að færslur innihaldi einhverjar villur, eða séu stundum með einhverri slagsíðu, en þar sem Wikipedía er bæði open source og user generated - og þar að auki lesin af milljónum manna - eru slíkar villur yfirleitt leiðréttar. Á wikipedíu ríkir nefnilega upplýst lýðræði, þar sem kosningaréttur fer eftir því hversu vel menn eru að sér um viðkomandi málefni. Hið fullkomna Platonska lýðræði semsagt? Sókrates hefði verið hrifinn af því hvernig Wikipedía er rekin! (Og sko, hér, sönnun úr Wikipedíu, hvaðan annarstaðan!)
En þess utan, það felst jafn mikið innsæi í að benda á að "maður eigi ekki að treysta öllu sem maður les á Wikipedíu" og að segja "það ætti ekki að treysta öllu sem maður les í blöðunum". Maður á ekki að lesa neitt með því ógagnrýna hugarfari að það innihaldi "sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann"...
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Athugaðu þetta:
http://www.theage.com.au/articles/2005/12/14/1134500913345.html#
Guðjón Torfi Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 11:58
Takk fyrir ábendinguna! Ég hafði heyrt af þessari grein sem bar saman Wikipedia og Britannicu, en tókst ekki að finna hana, þrátt fyrir að hafa leitað - en þú getur ímyndað þér hversu auðvelt það er að finna þessa grein með google: leitarorðin "wikipedia" "Britannica" "encyclopedia" "accuracy"... ekki beinlínis mjög takmarkandi leitarorð! Ég gafst upp eftir nokkrar tilraunir!
Bestu kveðjur! Magnús
FreedomFries, 10.2.2007 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.