Grein New York Times um stóriðjustefnu Íslendinga

Auðnin og framleiðninNew York Times í dag birtir grein um álbræðsluparadísina Ísland! Með greininni fylgja myndir af íslenskri náttúru með álverum - og ég verð að segja að snævi þaktir berangurslegir firðir með enn berangurslegri stóriðjuverum eru helvíti gott myndefni! Svona snæviþakið Mad Max andrúmsloft... Ef ég væri bandarískur túristi gæti ég alveg verið til í að heimsækja þennan undarlega stað þar sem orkufrekur og mengandi þungaiðnaður þrífst í faðmi kuldalegrar náttúru!

Greinin er líka frekar jákvæð, sem bendir til þess að við séum ekki búin að drepa alla góðvild með hvalveiðunum...

The basic issue of how to balance development and nature is the same here as in environmental fights everywhere. But the details are always slightly askew in Iceland, which sits temperamentally as well as geographically on its own, floating between Europe and America.

One of the most unspoiled places in the developed world, Iceland is slightly larger than Indiana, with a population of about 300,000 people (Indiana’s is 6.3 million). Two-thirds live in the capital, Reykjavik; the rest are spread across 39,800 square miles of volcanic rock, treeless tundra and scrubby plains. Seventy percent of the land is uninhabitable.

Icelanders tend to view their unpredictable environment — carved from volcanoes and ice and full of stunning waterfalls, geysers, fjords and glaciers — with respect and awe. The air is so pure that the Kyoto Protocol gave Iceland the right to increase its greenhouse emissions by 10 percent from 1990 levels.  ...

Ég var ánægður með að sjá að blaðamenn NYT skuli hafa tekið eftir sérstöðu okkar við Kyoto bókunina:

They are also allowed to pollute: another Kyoto exception gave power-intensive industries that use renewable energy in Iceland the right to emit an extra 1.6 million metric tons of carbon dioxide a year until 2012.

Í heildina sýnist mér að við komum út sem þjóð sem hefur áhyggjur af umhverfinu. Meira að segja byggðastefnan fær frekar jákvæða umfjöllun...

Ég verð að segja að þegar ég sá fyrirsögnina á fréttinni brá mér - því ég hef verið að kvíða fyrir því að NYT eða einhverjir aðrir fari að fjalla um Ísland og eyðileggi þá dagdraumamynd sem Bandaríkjamenn hafa af Íslandi sem einhverskonar alheilagri náttúrúparadís. Sérstaklega virðast bandaríkjamenn sem hafa áhuga á náttúruvernd vera haldnir ranghugmyndum um Ísland: Í þeirra huga er Ísland einhverskonar alheimsfyrirmynd um ábyrga nýtingu náttúruauðæfa og módel fyrir samlífi manns og náttúru. Þetta fólk hefur séð fréttir af vetnisstrætisvögnum í Reykjavík og heldur að á Íslandi höfum við einhvernveginn leyst olíuvandamálið og að Íslendingar séu þjóða fremstir í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttengunda...

M

ps. Ég hef engan áhuga á að fara að ræða umhverfisáhrif álbræðslu eða raforkuframleiðslu. Það sem ég hef áhuga á, í þessu sambandi, er ímynd Íslands, og hvaða áhrif stóriðjustefnan hefur á möguleika okkar að halda áfram að selja útlendingum þá hugmynd að við séum náttúruperla í norðurhöfum, eða hvað það nú var.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gestur Guðmundsson

Með fullri virðingu við ps. hlutanum, þá verð ég að leiðrétta eitt.

Það er enginn álbræðsla á Íslandi. Það eru hins vegar 3 álver þar sem súrál er rafgreind (álið klofið frá súrefni með rafmagni). Álbræðslur hins vegar kaupa tilbúið ál annað hvort beint frá álverum eða af opna álmarkaðinum í Rotterdam, bræða það upp, blanda efnum eftir þörfum viðskiptavina, og steypa síðan í mót eftir þörfum viðskiptavina.

Það er eitt fyrirtæki sem kemst nálægt því að vera álbræðsla. Það er fyrirtækið Alur sem tekur við úrgangi við steypun barra frá ALCAN (gæti líka verið við hin álverin), bræðir það og steypir í mót, sem er síðan selt aftur til ALCAN og notað sem íblöndunarefni í ofna steypuskálans.

Orðinn svolítið þreyttur á öllu þessu tali um álbræðslur sem eru ekki til á Íslandi.

Jón Gestur Guðmundsson, 5.2.2007 kl. 13:03

2 Smámynd: FreedomFries

Ég hélt að það að bræða ál, þó það væri ekki til þess að framleiða dollur eða eitthvað annað, gerði fyrirtæki að "álbræðslu". Ætli þetta sýni samt ekki betur en flest annað fáfræði okkar Íslendinga um þennan iðnað sem við höfum ákveðið að veðja á?

FreedomFries, 5.2.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband