lau. 3.2.2007
Kaflaskipti?
Ný könnun Gallup á trúarskoðunum Bandaríkjamanna bendir til að trúarofstækisaldan sem gengið hefur yfir landið seinustu ár sé í rénum. Hlutfall þeirra sem telja að "skipulögð trúarbröðg" eigi að leika stærra hlutverk í bandarísku þjóðlífi hefur síðan 2001 fækkað úr 30% í 27% aðspurðra, sem út af fyrir sig er ekki mjög dramatískt - en hlutur þeirra sem telur að skipulögð trúarbrögð eigi að hafa minni áhrif hefur fjölgað úr 22% í 32% aðspurðra. Þá er mikilvægt að hlutur þeirra sem ekki sjá neitt athugavert við ástandið eins og það er hefur fækkað.
Þetta eru góðar fréttir því bókstafstrú og allskonar trúarlegt rugl hefur ekki bara haft mjög skaðleg áhrif á stjórnmálaumræðu seinustu ára, heldur hafa evangelistar og fulltrúar þeirra í stjórn landsins kerfisbundið grafið undan vísindum. Kosningastretegía Karl Rove fóst t.d. mikið til í að æsa þann hóp kjósenda sem hafði heitar skoðanir á trúmálum til að mæta á kjörstað. Sú strategía kann að hafa haft þær ófyrirséðu afleiðingar að æ stærri hluti kjósenda tók að hafa áhyggjur af því að trúarofstæki réði lagasetningu en ekki skynsemi.
Ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki skamvinn sveifla. Bandaríkin eiga betra skilið en að vera stjórnað af stjórnmálamönnum sem fá "100% rating" frá Family Research Council.
M
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Áhugavert! Annars sá ég einhversstaðar að sá hópur sem ekki sig tilheyra neinum trúarbrögðum, fari hraðast vaxandi af öllum "trúflokkum" hér vestra. Þar voru að mig minnir settir undir sama hatt atheists, agnostics og aðrir viðlíka. Að sjálfsögðu finn ég hvergi frumheimildina en þetta var samkvæmt einhverri skoðanakonnun á síðastliðnu ári. Því miður hafa nokkrir ofstækismenn "infiltrerað" þær ríkisstofnanir sem þeir síst skyldu, s.s. lyfjastofnunina (FDA), og þannig komið í veg fyrir að neyðargetnaðarvörnin fái grænt ljós. Þeim mun vonandi senn fundið annað starf.
Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 4.2.2007 kl. 06:22
Sæll! Við erum þá sammála um FDA! Áhrif trúarofstækismanna á FDA eru með þeim málum sem ég er einna æstastur yfir! En þessir menn eru allir pólítískt skipaðir og það er hægt að reka þá þegar sæmilega skynsamt fólk verður komið til valda aftur. Ég held að ég muni líka eftir að hafa heyrt talað um þessa könnun. Ég held ég hafi heyrt þetta á NPR frekar en að hafa lesið það, en er ekki alveg viss.
Jú, heyrðu, það er annað sem fer meira í taugarnar á mér en "trúarleg" áhrif á FDA: Activist lyfsalar!
Bestu kveðjur! Magnús
FreedomFries, 4.2.2007 kl. 07:10
Jú, víst erum við sammála um FDA. Það er með ólíkindum frændpotið á þeim bænum og virðist sem núverandi ráðamenn séu bæði hallir undir ofstækismenn í trúmálum sem og iðnaðinn og hefur FDA rýrnað nokkuð í áliti eftir síendurtekna handvömm varðandi öryggismál.
Einvher tók saman ræður og yfirlýsingar Andrew von Eschenbach sem fór um tíma bæði fyrir FDA og National Cancer Institute (NCI) og það var óneitanlega sérkennilegt að sjá hversu mikið hann féttaði tilvitnunum í biblíuna inn í málflutning sinn.
Annars er það ekki bara FDA sem hefur fengið sinn skammt af eldheitum trúmönnum. Annað stórveldi, Walmart, hefur það einnig og skemmst er að minnast er lyfsali Walmart einhvers staðar í Wisconsin, neitaði að afgreiða konu sem bað um neyðargetnaðarvörnina (oft kölluð plan B). Meira segir af skoðunum Walmart á því á þessari síðu.Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 4.2.2007 kl. 07:44
Góðar fréttir, enda hefur Púkinn næsta lítið álit á trúarbrögðum mannkynsins. Hins vegar er það enn talið jafngilda pólitísku sjálfsmorði fyrir frambjóðanda í Bandaríkjunum að segjast vera trúlaus.
Púkinn, 10.2.2007 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.