lau. 27.1.2007
Hervæðing forsetaembættisins
Í New York Times í morgun var forvitnileg grein eftir sagnfræðiprófessorinn Garry Wills um embætti Bandaríkjaforseta, og vaxandi notkun hugtaksins "commander in chief" þegar talað er um forsetann. Wills leggur ekki út af þessu neina heimsendaspádóma, og það er svosem ekkert nýtt að forsetinn skuli vilja að kjósendur sjái sig sem "stríðsforseta". Að vísu virðist forsetinn vera orðinn hræddur við það orð, samanber færslu mína hér.
Á seinustu árum hafa ótal greinar verið skrifaðar í bandarísk dagblöð eða bloggfærslur ritaðar á veraldarvefjunum um að forsetinn væri hættulegur stríðsæsingamaður og að hann og Dick Cheney væru að breyta Bandaríkjunum í einhverskonar fasískt lögregluríki... það fer svo eftir því hvaða hóp á hægrivængnum greinarhöfundur hatar mest hvort stjórna eigi þessu lögregluríki af evangelistunum eða stórfyrirtækjunum, oft olíufyrirtækjunum, The Military Industrial Complex eða bara CIA. Þó sumar þessara greina séu vel skrifaðar, og veki mann stundum til umhugsunar eru þær yfirleitt frekar yfirdrifnar. Vissulega eru óþægilega mörg teikn á lofti um að ráðandi öfl innan ríkisstjórnarinnar beri litla sem enga virðingu fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum almennings, og stundum grunar mann að Bush stjórnin sæki innblástur sinn fyrst og fremst til Kafka. En ég hef engar áhyggjur af lýðræði í Bandaríkjunum. Það er of mikið af skynsömu og vel innrættu fólki í Bandaríkjunum, og lýðræðishefðin stendur á það gömlum grunni að Bandaríkjunum verður ekki breytt í fasískt lögregluríki. Í það minnsta ekki þegjandi og hljóðalaust.
En grein Wills er laus við mest af þeirri æsingu sem oft einkennir greinar af þessari tegund, og er líka skemmtilegar skrifuð.
WE hear constantly now about our commander in chief. The word has become a synonym for president. It is said that we elect a commander in chief. It is asked whether this or that candidate is worthy to be our commander in chief.
But the president is not our commander in chief. He certainly is not mine. I am not in the Army.
...The president is not the commander in chief of civilians. He is not even commander in chief of National Guard troops unless and until they are federalized. The Constitution is clear on this: The president shall be commander in chief of the Army and Navy of the United States, and of the militia of the several states, when called into the actual service of the United States....
Með því að tengja forsetaembættið við hermennsku er nefnilega hægt að halda því fram að frambjóðendur sem ekki þykja nógu vígreifir og eru ekki með nógu stórkarlalegt göngulag geti ekki gengt embættinu. Menn eins og Al Gore eru einfaldlega of miklir bókaormar til að geta verið forsetar! Og Hillary Clinton? Hún er kona! Þegar maður hugsar um forsetann á maður að hugsa um æðsta yfirmann bandaríkjahers, ógurlegustu hernaðarmaskínu allra tima. Og yfirmaður heraflans er ekki í háum hælum og pilsi! Hann stendur á lendingarpalli flugvélamóðurskips, er í stígvélum og ólívugrænum samfesting.
Wills tengir þessa hugmynd um að forsetinn sé fyrst og fremst yfirmaður hersins, og að völd hans og umboði komi einhvernveginn frá þessu embætti "commander in chief", við nánast sjúklegan áhuga Bush á leynilegum ríkisprógrömmum:
There has never been an executive branch more fetishistic about secrecy than the Bush-Cheney one. The secrecy has been used to throw a veil over detentions, renditions, suspension of the Geneva Conventions and of habeas corpus, torture and warrantless wiretaps. We hear again the refrain so common in the other wars If you knew what we know, you would see how justified all our actions are.
But we can never know what they know. We do not have sufficient clearance.
When Adm. William Crowe, the former chairman of the Joint Chiefs of Staff, criticized the gulf war under the first President Bush, Secretary of State James Baker said that the admiral was not qualified to speak on the matter since he no longer had the clearance to read classified reports. If he is not qualified, then no ordinary citizen is. We must simply trust our lords and obey the commander in chief.
The glorification of the president as a war leader is registered in numerous and substantial executive aggrandizements; but it is symbolized in other ways that, while small in themselves, dispose the citizenry to accept those aggrandizements. We are reminded, for instance, of the expanded commander in chief status every time a modern president gets off the White House helicopter and returns the salute of marines.
That is an innovation that was begun by Ronald Reagan. Dwight Eisenhower, a real general, knew that the salute is for the uniform, and as president he was not wearing one. An exchange of salutes was out of order. (George Bush came as close as he could to wearing a uniform while president when he landed on the telegenic aircraft carrier in an Air Force flight jacket).
We used to take pride in civilian leadership of the military under the Constitution, a principle that George Washington embraced when he avoided military symbols at Mount Vernon. We are not led or were not in the past by caudillos.
Greinin öll er hér.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bush, Karlmennska, Orðaleikir | Breytt s.d. kl. 19:26 | Facebook
Athugasemdir
Burtséð frá þessu Feudian slip herforingjastjórnarinnar í US og þó tengdu, væri gaman að sjá hvað ritað er og rætt um samþykkt SÞ gegn helfararefasemdarmönnum, sem raunar vilja kalla sig Holocaust revisionists.
Mig grunar að þetta bann við gagnrýnni umræðu og skoðanaskiptum um þennan einangraða tíma í sögunni, sé ekki samkvæmt stjórnarskrám þessara 100 þjóða, sem þetta samþykktu.
Hér er um blatant skoðanakúgun að ræða og mannréttindabrot hvað varðar tjáningar og skoðanafrelsi. Samasemmerki er sett milli þessara efasemda og almennrar gagnrýni á útþenslu og ófriðarstefnu Ísraelsmanna. Og er eins og Zionistar vilji tryggja að fólk verði fangelsað fyrir að gagnrýna yfirgang þeirra. Margir gyðinglegir fræðimenn vara við þessu. Má segja að yfirskyn þessara helfararminninga, sé að réttlæta þjóðarmorð á Palestínumönnum og innrás í Íran.
Gefið er í skyn að þeir einu, sem þjáðust og voru ofsóttir í WWII hafi verið gyðingar, þótt staðreyndin sé sú að fjöldi þjóða og þjóðarbrota, auk pólitískra og trúarlegra hópa urðu fyrir barði nasista og morðæðis þeirra.
Þetta "hidden agenda" er afskaplega gagnsætt orðið og sjálfsréttlætingin, lygin og hræsnin orðin yfirþyrmandi.
Hefur þetta ekki kveikt deilur þarna úti?
Jón Steinar Ragnarsson, 28.1.2007 kl. 03:48
Svo tvö lítil dæmi um málefnalega fréttamennsku hjá fox og cnn í tengslum við áðurnefnda ráðstefnu í Íran:
http://www.youtube.com/watch?v=nF0J_Q8bdtw
http://www.youtube.com/watch?v=-v2f-WC4cjo
Jón Steinar Ragnarsson, 28.1.2007 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.