Í tilefni Martin Luther King dagsins, sem var á mánudaginn, finnst mér viðeigandi að halda mér við fréttir um samskifti kynþáttanna í Bandaríkjunum. Í gær birtust fréttir á annarri hverri bloggsíðu um Frank D. Hargrove, sem er þingmaður Repúblíkana í fylkisþingi Virginíu. Í ræðu sem Hargrove flutti til að lýsa andstöðu sinni við að Virginíufylki bæði svarta Bandaríkjamenn afsökunar á þrælahaldinu, lýsti hann því yfir að þessi þrælaþráhyggja væri mjög skaðleg. Það væri alls ekki gott fyrir samfélagið að vera alltaf að rifja upp þrælahald, og að það væri löngu kominn tími til að afkomendur þrælanna kæmust yfir þessa fortíð sína...
black citizens should get over it
Við þetta æstust negrarnir og allskonar vinstrimenn:
In an unusual and tense exchange on the floor of the House of Delegates, Democratic Dels. A. Donald McEachin of Henrico County and Dwight Clinton Jones of Richmond defended a proposed resolution that seeks a state apology for slavery.
"When somebody tells me that I should just get over slavery, I can only express my emotion by suggesting that I am appalled," said Jones, chairman of the Legislative Black Caucus.
In a floor speech, Jones -- a Baptist pastor -- said he would apologize where others wouldn't.
"I want to apologize. I want to apologize to the mothers and fathers of my ancestors who were transported to this nation against their will in order that this nation might be built upon their backs.
"I want to apologize to the mothers and fathers of the civil-rights generation who were hosed and bitten by dogs, and their children were killed in churches as they burned," he said.
Það fer engum fréttum af því hvort Hargrove hafi kosið að móðga svertingja eitthvað meira, en honum fannst hann hafa skilið út aðra minnihlutahópa sem ættu líka skilið að fá að heyra það:
In yesterday's Daily Progress, Hargrove was quoted as wondering how far such apologies should go, saying, "Are we going to force the Jews to apologize for killing Christ? Nobody living today had anything to do with it.
Svo skemmtilega vildi nefnilega til að einn af helstu gagnrýnendum Hargove var einn af þessum Jesúmorðingjum, David L. Englin, og honum var ekki skemmt. Englin og Hargrove sitja víst líka hlið við hlið í þingsalnum. En Hargrove fannst engin ástæða til að draga neitt af þessum athugasemdum til baka, eða biðja neinn afsökunar, enda væru gagnrýendurnir allir óþarflega hörundsárir...
Englin, one of three Jewish delegates, recalled to the House how he was picked on when he was a child because of the misperception that Jews killed Jesus. ... "I want you all to understand . . . what it means when people of the respect and stature of a member of this body perpetuate the notion that Jews killed Christ."
En Hargrove til varnar verður að taka fram að hann "meinti ekkert" með þessu, enda 79 ára og gamlir karlar hafa víst leyfi til að segja alla andstyggilega og vitlausa hluti sem þeim dettur í hug.
House Majority Leader H. Morgan Griffith, R-Salem, said, "I can see how people would be offended. But knowing Frank, I know he didn't mean anything."
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Senílir pólítíkusar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Facebook
Athugasemdir
Ekki hafa Tyrkir beðist afsökunar á Tyrkjaráninu. Eftir því hafa Íslendingar heldur ekki sóst eftir.
Vissulega væri fólki hollara að dvelja ekki óhóflega yfir fortíðinni og horfa bjartsýnt fram á veginn. En mál og hugsanafrelsi ber vissulega að virða. Það á allavega að heita almennt viðurkennt viðhorf.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 21:39
Skárra væri það! Það væri eðlilegra að Íslendingar bæðu Tyrki afsökunar á "Tyrkja"-ráninu, enda höfðu Tyrkir ekkert með það mál að gera, heldur einhverjir allt aðrir útlendingar sem bjuggu meira að segja í annarri heimsálfu! Það er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess að Íslendingar hefðu átt að kunna muninn á sjóræningjum frá Norður Afríku og íbúum Litlu Asíu...
FreedomFries, 17.1.2007 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.