Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Bandaríkjamenn snúa bakinu við hugmyndafræði Repúblíkana

Bush hefur grafið undan repúblíkanaflokknumLA Times í morgun birti frétt um nýja könnun Pew sem sýnir að síðan Bush tók við völdum hefur Bandarískur almenningur misst tiltrú, ekki bara á forsetanum, heldur líka repúblíkanaflokknum. Í upphafi valdatíðar Bush höfðu 56% jákvæða mynd af flokknum, en nú hafa aðeins 41% jákvæða mynd af flokknum.

Þessar tölur er í samræmi við skoðanakannanir sem sýna að forsetinn njóti ekki stuðnings nema rétt þriðjungs kjósenda, og samrýmast líka niðurstöðum seinustu kosninga. Könnunin sýnir að síðan 2002 hefur þeim kjósendum sem líta á sig sem Repúblíkana eða hliðholla repúblíkönum fækkað stöðugt - þeir voru 43% 2002, en eru nú einvörðungu 35%. Á sama tíma hefur kjósendum sem líta á sig sem Demokrata fjölgað, úr 43% í 50%.

Það má búast við því að stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar herðist í afstöðu sinni, sérstaklega í því andrúmslofti "partisanship" sem forsetinn hefur skapað undanfarin ár. Það er hins vegar merkilegt að repúblíkanar hafi ekki bætt við sig, eða í það minnsta haldið sínu betur, í ljósi allrar þeirrar orku sem flokkurinn hefur sett í að "rally the base".

Það sem er þó merkilegt við könnunina er að það er ekki bara Írak eða afspyrnuléleg stjórn Bush sem hefur reytt fylgið af Repúblíkönum, því samkvæmt könnuninni hafa Bandaríkjamenn verið að snúa bakinu við grundvallarstefum hugmyndafræði flokksins - nokkuð sem gæti skýrt fylgistap flokksins: þessi 35% sem enn líta á sig sem repúblíkana eru hugsanlega "the base", hörðustu fylgismenn flokksins, sama fólk og hangir ennþá í stuðningi við forsetann.

What's more, the survey found, public attitudes are drifting toward Democrats' values: Support for government aid to the disadvantaged has grown since the mid-1990s, skepticism about the use of military force has increased and support for traditional family values has decreased.

The findings suggest that the challenges for the GOP reach beyond the unpopularity of the war in Iraq and Bush.

Samkvæmt Pew, sem hefur framkvæmt rannsóknir sem þessa um margra ára skeið, hafa pólítískar skoðanir Bandaríkjamanna verið að færast "til vinstri" síðan á tíunda áratugnum:

Although Republicans rode to political power calling for smaller government, support for government action to help the disadvantaged has risen since the GOP took control of Congress in 1994. At that point, a Pew survey found that 57% said the government had a responsibility to take care of people who could not take care of themselves; now, 69% said they believed that.

Bandaríkjamenn, eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir, skilja að samfélagið þarf að taka þátt í því að tryggja velferð þegnanna. Þetta er í góðu samræmi við stuðning almennings við hærri lágmarkslaunum og stuðning við heilbrigðistrygginagar. Repúblíkanar hafa reynt að bregðast við þessu með fögrum orðum, en hafa enn sem komið er gert allt sem í þeirra valdi stendur til að drepa tilraunir til að hækka lágmarkslaun eða bæta hag hinna verst settu.

Það er þó enn athyglisverðara að "prinsippmál" nýíhaldsmanna innan repúblíkanaflokksins (því innan flokksins er líka sæmilega vitrænt fólk), að stórkarlaleg og aggressív utanríkisstefna sé leiðin til "friðar" hefur tapað fylgi:

On the other hand, support for Bush's signature issue — a strong, proactive military posture — has waned since 2002, when 62% said that the best way to ensure peace was through military strength. In the recent poll, 49% said they believed that.

Og merkilegst er að almenningur er að snúast gegn "the moral issues", eins og hómófóbíu "the moral majority". Þeim fækkar einnig sem segjast trúa á "family values":

On social issues, the survey found that support for some key conservative positions was on the decline. For instance, those who said they supported "old fashioned values about family and marriage" dipped from 84% in 1994 to 76% in the recent survey. Support for allowing school boards to have the right to fire homosexual teachers has dropped from 39% in 1994 to 28%.

Þetta samrýmist öðrum fréttum sem allar virðast benda í sömu átt: "fjölskyldugildi", eins og hómófóbískir kvenhatarar meðal "kristinna" afturhaldsmanna í Repúblíkanaflokknum, eru á undanhaldi. Venjulegt fólk er ekki í hnút yfir því að konur fari í fóstureyðingu eða að það séu tveir karlmenn að stunda kynlíf einhverstaðar á bak við luktar dyr. Almenningur gerir sér grein fyrir því að það eru alvöru vandamál sem þarf að leysa. Stjórnartíð repúblíkana og Bush hefur fært þeim sönnun fyrir því að þeim sé ekki treystandi til að leysa þessi vandamál. 

This is the beginning of a Democratic opportunity," said Illinois Rep. Rahm Emanuel, chairman of the House Democratic Caucus. "The question is whether we blow it or not."

Því miður hafa demokratar ekki haft bein í nefinu til þess að nýta sér sóknarfæri seinustu sex ára. Það er þó tvennt sem mun hjálpa þeim í kosningunum 2008: Þeir tefla fram mun sterkari forsetaframbjóðendum en repúblíkanar, og repúblíkanar virðast telja að leiðin til sigurs sé að keyra enn harðar til hægri og treysta á "the base". "The base" virðist hins vegar vera að þorna upp.

M


Bush, Nixon og stjórnsýsluhefðir Hvíta Hússins

Nixon og pabbi BushBush hefur haldið því fram að það sé einhver "hefð" fyrir því að starfsmenn Hvíta Hússins þurfi ekki að mæta fyrir þingnefndir. Til þess að finna þessa "hefð" þarf hins vegar að leita allt aftur til Nixon, og Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi þess utan 1974 að forsetinn hefði ekki slíkt vald!

Bush hefur hafnað þremur beiðnum um að starfsmenn sínir mæti fyrir þingið, sem hefur ekki gerst Nixon var forseti! (samkvæmt skýrslu þingsins frá 2004). Til dæmis mættu 31 af starfsmönnum Clinton í yfirheyrslur. Ef "hefðin" sem Tony Snow og Bush vísa til er valdatíð Nixon verður að segjast að þeir eru komnir út á hálan ís!

Nixon reyndi sömu rök og Bush - "executive privilige", en hæstiréttur landsins hafnaði þeirri röksemdafærslu: US vs Nixon 1974:

The President's need for complete candor and objectivity from advisers calls for great deference from the court. However, when the privilege depends solely on the broad, undifferentiated claim of public interest in the confidentiality of such conversations, a confrontation with other values arises. Absent a claim of need to protect military, diplomatic, or sensitive national security secrets, we find it difficult to accept the argument that even the very important interest in confidentiality of Presidential communications is significantly diminished by production of such material for in camera inspection with all the protection that a district court will be obliged to provide.

Þetta sýnist mér liggja nokkuð ljóst fyrir? 

M


Tilraunir Bush til að komast undan eftirliti þingsins án fordæmis

Snow og BushÞað merkilegasta sem kom út úr blaðamannafundi forsetans í gær var að Hvíta Húsið muni gera allt sem í þess valdi stendur til að koma í veg fyrir að Karl Rove, Harriet Meiers eða aðrir háttsettir starfsmenn forsetans þurfi að svara spurningum þingmanna undir eið. Tilboð forsetans (sem hann sagði hvað eftir annað að væri "a good proposal") gengur út á að starfsmenn Hvíta Hússins "svari spurningum" þingmanna, bak við luktar dyr - án þess að sverja eið, og það merkilegasta: það má ekki skrifa upp svör þeirra!

Demokratar hafa auðvitað hafnað þessu skrípatilboði, því aðdragandi þess að ríkissaksóknararnir voru reknir er einfaldlega of grunsamlegur til þess að það sé hægt að "svara spurningum" á einhverskonar óformlegum spjallfundum. Þess utan er akkúrat ekkert sem tryggir að starfsmenn Bush segi sannleikann - þeir þurfa ekki að sverja eið að því að segja satt, og það má ekki skrifa upp það sem þeir segja, og fundirnir eiga að vera lokaðir - þannig að það er engin leið til þess að herma upp á þá útskýringarnar seinna.

Bush og Tony Snow, blaðafulltrúi forsetans, hafa varið þessa afstöðu með því að vísa til stjórnarskránnar (þeir halda því fram að þrískipting ríkisvaldsins komi í veg fyrir að þingið megi hafa eftirlit með embættisfærslu forsetans...), og halda því fram að það sé hefð fyrir því að forsetinn geti meinað starfsmönnum sínum að bera vitni. Snow sagði í seinustu viku:

Well, as you know, Ed, it has been traditional in all White Houses not to have staffers testify on Capitol Hill

En það er kannski rétt að rifja upp hver afstaða Repúblíkana og Tony Snow til valds þingsins til þess að kalla starfsmenn forsetans í yfirheyrslur var í valdatíð Clinton. Árið var 1998, og Newt Gingrich leiddi ofsóknir repúblíkana gegn Clinton sem hafði haldið framhjá konunni sinni. Clinton mótmælti því að starfsmenn sínir þyrftu að mæta í yfirheyrslur um þetta mál. Þá skrifaði Tony Snow blaðagrein (Salon endurprentar greinina) þar sem hann hélt því fram að með því að hafna beiðni þingsins væri Clinton að grafa undan bandarískri stjórnskipan, hvorki meira né minna:

Evidently, Mr. Clinton wants to shield virtually any communications that take place within the White House compound on the theory that all such talk contributes in some way, shape or form to the continuing success and harmony of an administration. Taken to its logical extreme, that position would make it impossible for citizens to hold a chief executive accountable for anything. He would have a constitutional right to cover up.

Chances are that the courts will hurl such a claim out, but it will take time.

One gets the impression that Team Clinton values its survival more than most people want justice and thus will delay without qualm. But as the clock ticks, the public’s faith in Mr. Clinton will ebb away for a simple reason: Most of us want no part of a president who is cynical enough to use the majesty of his office to evade the one thing he is sworn to uphold — the rule of law.

Clinton lét að lokum undan. En eftir stendur að Tony Snow er núna helsti talsmaður hátternis sem honum fannst fyrir neðan allar hellur meðan Clinton var við völd. Auðvitað á forsetinn að leyfa starfsmönnum sínum að bera vitni. Og ef Tony Snow fannst grunur um framhjáhald forsetans vera nógu alvarlegt mál til þess að kalla starfsmenn Hvíta hússins í yfirheyrslur frammi fyrir myndavélum hlýtur núverandi skandall að vera nógu alvarlegur? Ekki nema hlutverk þingsins sé að hafa strangara eftirlit með kynlífi forsetans en því að forsetinn brjóti ekki lög eða grafi undan réttarríkinu?

M


Viðbrögð demokrata við tilboði Bush: nei takk

Á blaðamannafundi rétt áðan lýsti Bush því yfir, fimm eða sex sinnum að hann hefði lagt fram "pretty good offer", en samkvæmt því myndi hann náðarsamlegast leyfa starfsmönnum sínum að tala við þingmenn, en bara fyrir luktum dyrum, það yrði bannað að skrifa neitt niður, og starfsmennirnir myndu ekki undir neinum kringumstæðum sverja eið að því að segja sannleikann... Þetta fannst Bush að ætti að sannfæra kjósendur um að hann, og ríkisstjórn hans, hefðu ekkert að fela.

Patrick Leahy, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar hafnaði þessu furðutilboði:

“I don’t accept his offer. It is not constructive and it is not helpful to be telling the Senate how to do our investigation, or to prejudge its outcome.

"Instead of freely and fully providing relevant documents to the investigating committees, they have only selectively sent documents, after erasing large portions that they do not want to see the light of day. Testimony should be on the record, and under oath. That’s the formula for true accountability.“I hope the President will agree to be forthcoming. The straighter the path to the truth, the sooner we will finally know the facts.”

Þingið mun greiða atvæði um að gefa út stefnur á hendur starfsmönnum Hvíta Hússins á morgun, og öldungadeildin á fimmtudaginn.

M


Bush ætlar að segja eitthvað um Gonzales í sjónvarpinu klukkan 5:45, staðartíma...

gonzoÍ morgun klukkan korter yfir sjö (hver hringir í fólk klukkan korter yfir sjö um morgun? Enginn sem hefur neinar góðar fréttir, í það minnsta...) hringdi Bush í Alberto Gonzales til að segja Gonzales þær frábæru fréttir að hann nyti enn stuðnings Hvíta Hússins. Þetta hefur stjórnmálaskýrendum þótt mjög grunsamlegt, því það ku víst þykja vísbending um að stjórnmálaferill manna sé búinn þegar Bush fer að hringja í þá til að lýsa yfir "stuðningi".

En semsagt, um leið og við vitum hvað það er sem Bush ætlar að segja ætla ég að uppfæra þessa færslu! Sem verður tilraun mín til "Liveblogging"

  • Gonzales mun bera vitni, segir Bush, "No indication that anybody did anything improper"... Gonzales verður áfram dómsmálaráðherra...
  • Svo segir hann að tilboð Fielding, að starfsmenn hvíta hússins mæti í lokuð viðtöl - en ekki undir eið, sé það besta sem Hvíta Húsið vill bjóða upp á... Engin "show trials"
  • "Read all the emails..." En demokratarnir hafa bara áhuga á "partisanship"
  • "our proposal is a good one" - þetta er maðurinn búinn að segja núna sennilega fjórum sinnum, svo nú vitum við það: þetta var "gott" tilboð.
  • Svo segist hann munu berjast gegn öllum tilraunum til að fá þá til að bera vitni undir eið! Af hverju? Vegna þess að þeir hafa eitthvað að fela? Nei: það myndi vera partisanship..., því sannleikurinn hefur liberal bias? What?
  • Blaðamenn spyrja hvað með að það sé grunsamlegt að saksóknarar sem voru að rannsaka spillingu repúblíkana hafi veri reknir... Bush segist styðja Gonzales, og hananú!
  • Og svo endar hann enn einu sinni á þessu "good proposal" og gengur út! innan við tíu mínútur...

Og það var allt og sumt. Ekkert merkilegt, annað en að fosetinn ætli ekki að gefast upp, og að þetta sé allt demokrötunum að kenna... því hann hafi núna sett fram svo ótrúlega gott proposal! Ég skal svo blogga eitthvað af viti um þetta í kvöld. Kannski segir Bill Maher eitthvað áhugavert - hann verður í viðtali á CNN klukkan sjö...

Update - orðrétt, varðandi "partisanship" demokrata sem vilja fá skýr svör um hvað réði ferðinni í ákvörðunum dómsmálaráðuneytisins:

We will not go along with a partisan fishing expedition aimed at honorable public servants. The initial response by Democrats unfortunately shows some appear more interested in scoring political points than in learning the facts. It will be regrettable if they choose to head down the partisan road of issuing subpoenas and demanding show trials. And I have agreed to make key White House officials and documents available. I proposed a reasonable way to avoid an impasse, and I hope they don’t choose confrontation. I will oppose any attempts to subpoena White House officials

Nei, því það myndu repúblíkanar aldrei gera, "show trials" og krefjast þess að menn beri vitni undir eið... Ekki nema það sé grunur um framhjáhald. Þetta er augljóslega ekki eins mikilvægt mál! 

M


Meira af haldlausu "Clinton gerði það líka" afsökun Repúblíkana

Clinton og Bush. Annar þeirra bar ekki virðingu fyrir hjónabandinu og hafði slæman smekk á konum, hinn ber ekki virðingu fyrir stjórnarskránni, þrískiptingu ríkisvaldsins, bandarísku þjóðinni eða lífi og limum bandarískra hermanna... hvort ætli sé verra?Helsta vörn repúblíkana og Fox "news" fyrir því að Bush hafi mátt reka saksóknara sem honum líkaði einhverra hluta ekki við hefur verið að forsetinn hafi fullan lagalegan rétt til þess að reka þá akkúrat eins og honum sýndist. Og máli sínu til sönnunar hafa þeir bent á að Clinton hafi rekið alla ríkissaksóknarana þegar hann tók við völdum.

Þetta er rétt: Clinton rak alla saksóknara þegar hann tók við Hvíta Húsinu, eftir 12 ára valdatíð Repúblíkana. En þar var Clinton að fylgja fordæmi. Forsetar skipta út ríkissaksóknurum þegar þeir taka við völdum. Bush gerði það sama þegar hann tók við völdum 2001. Það hefur heldur enginn demokrati haldið því fram að forsetinn megi ekki skipta út saksóknurum sem forveri hans skipaði - þetta eru því engan veginn sambærileg mál.

En það er annað merkilegt við þessa vörn Bushverja, því þegar Clinton rak saksóknarana 1993 fóru þeir allir í hnút - sömu menn sem halda því núna fram að forsetinn megi reka alla ríkissaksókanara sem honum mislíkar héldu því fram 1993 að hefðbundin skipti Clinton á saksóknurum væru einhverskonar skelfilega hreinsanir! Eðlileg stjórnsýsla er grunsamleg, ef ekki glæpir þegar demokratar eru við völd, en vafasamar embættisfærslur og hugsanlegir glæpir eru eðlileg stjórnsýsla þegar Repúblíkanar eru við völd? Svona lógík er hreint snilld - og hræsni þessara manna er hreint ótrúleg. Salon fjallar um þetta mál.

Republicans sought in 1993 to depict the routine and standard replacement of U.S. attorneys by the Clinton administration as some sort of grave scandal which threatened prosecutorial independence and was deeply corrupt. Yet now, people like The Wall St. Journal's Paul Gigot -- one of the most vocal critics of the 1993 U.S. attorneys replacement -- insist that the President has the absolute right to fire any U.S. attorneys at any time and for any reason.

Það er reyndar merkilegt að Bush sé svo ílla staddur að Hvíta Húsið og stuðningsmenn þess séu farnir að reyna að réttlæta hann með því að vísa í Bill Clinton.

M


Bara tímaspursmál hvenær Gonzales segir af sér

chertoff og bushSamkvæmt fréttum í gærkvöld er Hvíta Húsið byrjað að leita að arftaka Alberto Gonzales. Politico.com greinir frá því að Hvíta Húsið sé að athuga afstöðu repúblíkana til nokkurra hugsanlegra kandídata - Þeirra á meðal Michael Chertoff:

Among the names floated Monday by administration officials were Homeland Security Secretary Michael Chertoff and White House anti-terrorism coordinator Frances Townsend. Former Deputy Attorney General Larry Thompson is a White House prospect. So is former solicitor general Theodore B. Olson, but sources were unsure whether he would want the job. 

On Monday night, Republican officials said two other figures who are being seriously considered are Securities and Exchange Committee Chairman Chris Cox, who is former chairman of the House Homeland Security Committee and is popular with conservatives; and former Attorney General William P. Barr, who served under President George H.W. Bush from 1991 to 1993 and is now general counsel of Verizon Communications.

Perino Tuesday denied that the White House is searching for possible successors to Gonzales. "Those rumors are untrue," she said.

Sömu heimildir herma að Deputy Attorney General (Yfir-alríkissaksóknari) Paul J McNulty muni segja af sér á næstu dögum.

Keith Olberman á MSNBC benti á það í gær að ein ástæða þess að Bush vill reyna að þrauka þetta mál allt er að venjulegt fólk, sem ekki fylgist með fréttum eða fjölmiðlum, tekur eftir því þegar háttsettir ráðherrar segja af sér. Fólk sem ekki fylgist með fjölmiðlum heldur nefnilega enn margt að Bush stjórnin sé "ekki svo slæm" og að allar ásakanir á þeirra hendur séu bara "politics as usual". Afsögn Gonzales myndi jafngilda sektarviðurkenningu í hugum þessa fólks.

Bush gæti viljað reka Gonzales í von um að koma í veg fyrir að hneykslismálin umhverfis hann sökkvi ekki allri stjórninni - en ástandið er orðið það alvarlegt að margir eru farnir að efast um að stjórnin geti lifað þetta mál af:

In a sign of Republican despair, GOP political strategists on Capitol Hill said that it is too late for Gonzales' departure to head off a full-scale Democratic investigation into the motives and timing behind the firing of eight U.S. attorneys.

M


Kerfisbundin lögbrot FBI - innanríkisnjósnir þeirra mun umsvifameiri en áður talið

Inni í þessari skrifstofubyggingu sitja litlir menn í skyrtum og bindi og sanka að sér persóuupplýsingum um óbreytta borgara... og yfir þeim ríkir maður sem ber enga virðingu fyrir persónufrelsi. Og þetta er ekki Austur Berlín, og árið er ekki 1980.Í öllum hasarnum útaf ríkissaksóknarabrottrekstrinum vill gleymast að Alberto Gonzales er viðriðinn þrjú hneykslismál þessa dagana, þ.e. meira að segja þó við teljum öll hneykslismálin sem tengjast saksóknarabrottrekstrinum sem eitt mál. Hin tvö málin tengjast heimildarlausum innanríkis njósnum alríkislögreglunnar.

Í fyrsta lagi er Gonzales borið að sök að hafa ráðlagt forsetanum að stöðva rannsókn þingsins á símhlerunarprógrammi FBI, en ekki fyrr en hann hafði fengið veður af því að sú rannsókn væri í þann veginn að velta upp óþægilegum spurningum um hann sjálfan. (sjá National Journal):

Shortly before Attorney General Alberto Gonzales advised President Bush last year on whether to shut down a Justice Department inquiry regarding the administration's warrantless domestic eavesdropping program, Gonzales learned that his own conduct would likely be a focus of the investigation, according to government records and interviews

Í öðru lagi eru það fréttir af umsvifamiklum lögbrotum FBI þegar kemur að innanríkisnjósnum þeirra. Ég hef áður skrifað um þetta mál - það hefur nokkrum sinnum komið í fréttirnar, en í þeim tilfellum voru talsmenn stjórnarskrárbundinna réttinda almennings að hafa áhyggjur af því að bókstafur laganna væri of rúmur, að FBI hefði samkvæmt lögum of rúmar heimildir til þess að safna persónuupplýsingum um fólk. Núna kemur semsagt í ljós að FBI hafi fundist jafnvel þessi rúmu ákvæði of ströng, því stofnunin hefur viðurkennt að hafa kerfisbundið og í stórum stíl brotið ákvæði laganna!

Salon útskýrir þetta mál:  

In essence, the FBI and our nation's telecommunications companies have secretly created a framework whereby the FBI can obtain -- instantaneously and without limits -- any information it asks for. The Patriot Act already substantially expanded the circumstances under which the FBI can obtain such records without the need for subpoenas or any judicial process, and it left in place only the most minimal limitations and protections. But it is those very minimal safeguards which the FBI continuously violated in order to obtain whatever information its agents desired, about any Americans they targeted, with literally no limits of any kind.

In order to obtain telephone records within this FBI-telecom framework, FBI agents have been simply furnishing letters to the telecom companies -- not even NSLs, just plain letters from an agent -- assuring the telecom companies that (a) the records were needed immediately due to "exigent circumstances" and (b) a subpoena for the records had been submitted to the U.S. Attorneys Office and was in the process of being finalized. Upon receiving that letter, the telecoms provided any records the FBI requested -- instantaneously, via computer.

At times, they would request records for multiple numbers at once, and sometimes for hundreds of numbers.

FBI hefur staðfest að þessi lýsing sé rétt, en heldur því fram að þetta hafi ekki verið kerfisbundið eða að alríkislögreglan hafi vísvitandi verið að njósna um "heiðarlegt" fólk:

In a letter ... released along with the March 9 report, [FBI Director] Robert S. Mueller III acknowledged that the bureau's agents had used unacceptable shortcuts, violated internal policies and made mistakes in their use of exigent circumstance letters.

Mueller also said he had banned the future use of such letters this month, although he defended their value and denied that the agency had intentionally violated the law.

Other FBI officials acknowledged widespread problems but said they involved procedural and documentation failures, not intentional misgathering of Americans' phone records. Mueller ordered a nationwide audit, which began Friday, to determine if the inappropriate use of exigency letters went beyond one headquarters unit.

Þetta prógramm þeirra virðist hafa verið ótrúlega umsvifamikið - vitað er um minnst 739 tilfelli þar sem stofnunin bað um upplýsingar um alls 3.000 manns, óbreytta borgara, án þess að geta rökstutt það með neinum hætti, og að lokum voru starfsmenn stofnunarinnar hættir að geta haldið utan um allar þær upplýsingar sem þeir voru búnir að sanka að sér... svolítið eins og Stasí í Austur þýskalandi sem hljóðritaði hundruð þúsund símtöl, en hafði ekki mannskap í að hlusta á nema lítið brot af þeim:

Fine's report said the bureau's counterterrorism office used the exigency letters at least 739 times between 2003 and 2005 to obtain records related to 3,000 separate phone numbers. ...

The use of such letters was virtually "uncontrolled," said an FBI official who was briefed on the issue in early 2005. By that fall, CAU agents had begun creating spreadsheets to track phone records they had collected for a year or more that were not covered by the appropriate documents, according to FBI e-mails and interviews with officials.

Með öðrum orðum: starfsmenn FBI létu sér nægja að skrifa símafyrirtækjunum og biðja um upplýsingar um símnotendur, án þess að leita eftir neinni heimild neinstaðar, og án þess að rökstyðja af hverju þeir þyrftu þessar upplýsingar! Og það eftir að þingið hafði veitt FBI nánast ótakmarkað vald til þess að njósna um almenning. Þetta sannar að það er ekki hægt að treysta lögregluyfirvöldum til þess að gæta hófs: Ef við opnum á að það sé í lagi að troða aðeins á stjórnarskrárbundnum réttinum okkar er þess skammt að bíða að við missum þau öll.

Það er líka athyglisvert að það símafyrirtækin mótmæltu aldrei að alríkislögreglan væri að biðja um persónuupplýsingar - án nokkurrar lagaheimildar og án rökstuðnings. Það datt engum hjá ATT eða Verizon að láta lögfræðinga sína athuga hvort þetta gæti talist eðlilegt.

Það sem við höfum lært af þessu er 1) Það er ekki hægt að treysta lögregluyfirvöldum til að virða persónufrelsi almennings. Það þurfa að vera skýr lög sem vernda almenning fyrir ástæðulausum og órökstuddum lögreglurannsóknum og njósnum, 2) Það er ekki heldur hægt að treysta einkafyrirtækjum til að vernda persónuupplýsingar sem þau hafa safnað.

Þegar Alberto Gonzales segir af sér verður það því ekki "bara" vegna þess að hann hafi skipulagt pólítískar hreinsanir í dómsmálaráðuneytinu, heldur líka vegna þess að undir hans stjórn hefur alríkislögreglan tekið mjög alvarleg skref frá því sem getur talist eðlilegt í opnu lýðræðisríki.

M


Brottrekstur saksóknara ekki bara pólítískur skandall - sennilega líka lögbrot

Bush og Domenici, en Domenici hringdi í ríkissaksóknara Nýju Mexiko til að hafa áhrif á gang rannsóknar á hendur demokrötum í fylkinuNew York Times birtir grein eftir Adam Cohen þar sem fjallað er um ríkissaksóknaramálið, og bent á að eitt það alvarlegasta við það mál allt sé ekki að það lykti af vafasamri pólítík, heldur að brottreksturinn kunni hæglega að hafa verið lögbrot.

Í stuttu máli eru rök Cohen þessi: Dómsmálaráðuneytið og Bush stjórnin hafa líklega brotið "18 U.S.C. §§ 1501-1520, the federal obstruction of justice statute."

  • 1) Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins, þar með talið Alberto Gonzales, virðast hafa logið að þinginu - því yfirlýsingar þeirra stönguðust á við skjöl og tölvupósta sem hafa síðan verið gerðir opinberir.
  • Dómsmálaráðuneytið hefur reynt að kenna Kyle Sampson, starfsmannastjóra Gonzales um, en hann heldur því sjálfur fram að hann hafi aðeins fylgt skipunum. Eina spurningin er því: Braut Samspon eða Gonzales lögin - grein 1505 af fyrrnefndum lögum.
  • 2) Þegar þingmenn repúblíkana hringdu í saksóknara fyrir kosningarnar í fyrra til að þrýsta á þá að rannsöka frambjóðendur demokrata kunna þeir að hafa brotið 1512 grein þessara laga. Pete Domenici, öldungadeildarþingmaður repúblíkana frá Nýju Mexiko virðist hér hafa gerst brotlegur við lögin.
  • 3) Eftir að saksóknararnir voru reknir fór Michael Elston, starfsmannastjóri Paul McNulty, sem er "Deputy Attorney General" - annar valdamesti maðurinn í dómsmálaráðuneytinu, á eftir dómsmálaráðherranum sjálfum, og hringdi í minnst einn saksóknaranna og hótaði honum að "there would be consequences" ef hann færi í blöðin með sögu sína. Cohen heldur því fram að þetta sé "witness tampering" og sé brot á 1512 grein fyrrnefndra laga. Nú er spurningin hvort Elston eða McNulty beri ábyrgð á þessu símtali.
  • 4) Samkvæmt lögum má forsetinn reka saksóknara fyrir embættisglöp. Það er sérstaklega tekið fram að það sé brot á lögum að reka saksóknara til að hafa áhrif á framgang rannsóknar.
  • Þetta er sennilega alvarlegasta málið - því svo virðist sem stjórnin hafi rekið tvo saksóknara sem voru að rannsaka alvarleg og viðamikil spillingarmál. Carol Lam, sem ég hef þegar fjallað um - og Fred Black, sem var rekinn nokkru fyrr, en hann var að rannsaka spillingarmál Jack Abramoff á Guam. Þó rannsókn Lam hafi ekki verið drepin var rannsókn Black umsvifalaust stöðvuð af arftaka hans. Síðan þá hefur Abramoff þó verið dæmdur í fangelsi, því glæpir hans voru það víðtækir að þeir náðu yfir fleiri en eitt fylki.

Eins og Cohen bendir á getur vel verið að þetta séu allt furðulegar tilviljanir, en það verður að segjast að það er of mikið af grunsamlegum tilviljunum í þessu máli til þess að halda því fram að þetta sé pólítískt moldviðri.

M


Fleiri saksóknarahreinsunarfréttir

Meðan öll smáatriði þessa máls eru að tínast saman þarf maður að hafa sig allan við til að halda einhverri yfirsýn...

David Iglesias, sem var rekinn fyrir að vera "ekki nógu duglegur" við að rannsaka kosningasvindl var þekktur innan FBI fyrir að vera duglegastur allra saksóknara við að rannsaka kosningasvindl... (Skv. Washington Post) Hann var ítrekað fenginn til að þjálfa aðra saksóknara í kosningasvindlmálum. Það er kannski skiljanlegt að Iglesias finnist þetta allt hálf ósanngjarnt, og að hann hafi verið rekinn fyrir upplognar sakir.

Carol Lam, sem var rekin fyrir að vera "ekki nógu dugleg" að rannsaka innflytjendaglæpi, sem stangast víst líka eitthvað á við raunveruleikann, því "Lam had received glowing evaluations for her work fighting border crime"... (Skv. LA Times)

LA Times birtir í morgun langa grein um rannsókn Lam á "Dusty" Foggo og "Duke" Cunningham og öðrum þingmönnum og "fjármögnurum" Repúblíkana í Kaliforníu en það spillingarmál allt virðist vera eitt það allra rosalegasta sem komið hefur upp seinustu ár. M.a. vegna þess að spillingin var innan CIA og er því nærri öll "classified"! Neat-o.

Þá eru demokratar að undirbúa sig undir að kalla Karl Rove og Harriet Meiers fyrir þingnefnd til að útskýra sinn hlut í þessu máli öllu. Hvíta Húsið hefur þegar gefið í skyn að það muni neita, og Patrick Leahy hefur svarað með því að segja að þeim verði þá barasta birtar stefnur. Ef Rove og Meiers eru saklaus og hafa ekkert að fela hljóta þau að geta mætt fyrir þingið og útskýrt þetta grunsamlega mál allt fyrir þingheimi? Nei?

Chuck Schumer hélt því fram í sjónvarpinu í gær að það væri augljóst að Gonzales hefði borið ljúgvitni fyrir þinginu, sem þykir frekar slæmt. Svo bætti hann því við að Gonzales myndi segja af sér fyrir vikulok.

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband