Bloggfærslur mánaðarins, september 2006

Macaca-Allen og nýuppgötvaður gyðingdómur hans

george-allen-gobbidigobb.jpg

Fyrir nokkrum dögum síðan uppgötvaði George Allen að hann væri gyðingur, eða réttara sagt, að mamma hans væri gyðingur, og þá meikaði þetta alltsaman sens fyrir honum... af hverju afi gamli var í útrýmingarbúðum, mamman neitaði að gifta sig í kirkju og hafði aldrei farið í messu. Hann hafði alltaf trúað því að mamma gamla væri bara með svona slæman hausverk alla sunnudagsmorgna þegar aðrir góðir og sannkristnir wonderbread eating red-necks í Virgíníu fóru til messu...

Fréttaskýrendum þótti öll meðferð Allen á þessum nýuppgötvuðu gyðinglegu rótum frekar sérkennileg - í lok viðtals þar sem hann viðurkenndi að mamma hans hefði vissulega verið fædd gyðingur (sem gerir hann sjálfan að bona-fide gyðing, og eligible fyrir Ísraelskt ríkisfang) - tók hann það fram að mamma hefði alltaf búið til alveg frábærar svínakótelettur, og að hann hefði borðað samloku með skínku í hádegismat. Osti og skinku, tómmat, og fullt af mæjones.

Allen er hinsvegar maður eilífðrar iðrunar og sjálfsbetrunar, og í morgun bárust fréttir af því að hann ætlaði sér að fara að taka gyðinglegar trúarhátíðir alvarlega. Hann hafði bókað fund mánudaginn kemur í einhverri nefnd sem hann er formaður í, en breytti svo fundartímanum skyndilega. Ástæðan?

“He’s Jewish and Monday is Yom Kippur,” explained Brynn Slate, spokeswoman for the National Association of Women Business Owners,

(Fréttin er á Roll Call, sem krefst áskriftar) Þetta er auðvitað hið besta mál. Fyrir viku síðan varð Allen foxvondur þegar hann var ásakaður um að vera gyðingur, seinna í vikunni fannst honum það allt vera fyndið og grínaðist með skínkusamlokur og kótelettur, og svo núna er hann svo uppblásinn af trúhita að hann getur ekki haldið fundi á tilsettum tíma?

M

 


Santorum skipuleggur kappræður við mann sem er ekki í framboði í nóvember

santorum_smiles.jpg

Rick "santorum" Santorum er einn af ástkærustu leiðtogum trúheitra afturhaldsafla í republikanaflokknum (hann er talinn þriðji hæstsetti republikaninn í öludungadeildinni). Enda ekki af ástæðulausu - Santorum er haldinn "fóstur-fetisma" á alvarlegu stígi, en "fóstur-fetismi" er ógeðfelld geðröskun sem virðist hrjá suma bandaríska pólítíkusa, móðursjúk gamalmenni og allskonar fólk annað sem hefur sjúklegan áhuga á fóstrum. Í flestum tilfellum brýst þetta fram í pólítískri baráttu fyrir löggjöf sem sviftir konur fullræði yfir líkama sínum, enda séu þær, þegar allt kemur til alls, ekkert annað en einhverskonar hýslar fyrir fóstur. Í öðrum tilfellum safnast þetta fólk saman fyrir utan læknastofur og gargar á konur sem það hefur grunað um að ætla í fóstureyðingu.

En Santorum hefur ekki bara áhuga á kynferði og kynlífi annarra - hann hefur líka áhuga á að ná endurkjöri sem öldungardeildarþingmaður Pennsylvaniu. En til þess þarf hann fyrst að sigra frambjóðanda demokrata, Bob Casey, sem hefur verið með öruggt forskot á Santorum í öllum könnunum seinasta árið. Casey hefur samkvæmt nýjustu könnunum 45% fylgi, á móti 38% fylgi Santorum, meðan afgangur kjósenda er enn óákveðinn. Santorum hefur reynt að saxa á forskot Casey með "neikvæðum" auglýsingum, sem sumar hafa verið gagnrýndar fyrir að vera fullar af lygum og uppspuna.

Uppspuni og veruleikaskáldskapur virðast reyndar vera einkunnarorð Santorum, sem reyndi alveg nýtt pólítískt trikk í gær: efna til sjónvarpskappræða við "frambjóðanda" græningja, Carl Romanelli, sem Santorum sjálfur kostaði til framboðs, en mun svo eftir alltsaman ekki verða í framboði!

Forsagan er sú að Santorum ákvað að reyna að vinna kosningarnar í Pennsylvaníu með því að lokka trúgjarna kjósendur demokrata til að kjósa frambjóðanda græningja. Santorum borgaði fyrir framboðið, þar á meðal söfnun 67.000 undirskrifta væntanlegra kjósenda, sem þarf til þess að frambjóðandi geti komist á blað. Santorum og græningjarnir réðu til þess fyrirtæki sem er alræmt fyrir falsanir og slæleg vinnubrögð, og fyrir vikið mistókst Romanelli að safna undirskriftum nógu margra kjósenda, og því var framboð hans dæmt ógilt... (sjá fyrri færslu mína um þetta hér)

En í millitíðinni voru Santorum og Romanelli búnir að ákveða að mætast í sjónvarpskappræðum, og þó þeir félagar hafi verið búnir að frétta að Romanelli væri ekki lengur í framboði, ákváðu þeir samt sem áður að fara í útsendingu. Ég bíð spenntur eftir fréttum af því hvernig þessum kappræðum lyktaði, og hvernig kjósendum í Pennsylvaníu líkaði frammistaða Santorum.

M


Macaca Allen og Negrarnir

mysterious_macaca.jpg

Öldungardeildarþingmaðurinn George "Macaca" Allen er lesendum FreedomFries, og öllum sem hafa fylgst með bandarisku stjórnmálabloggi að góðu kunnur. Undanfarnar vikur hefur Allen séð okkur fyrir allrahanda uppákomum og asnalegum athugasemdum. Og þegar Allen fer ekki um og móðgar minnihlutahópa fara bloggarar og blaðamenn af stað og reyna að grafa upp eldri móðganir.

Salon talaði við vini og kunningja Allen úr háskóla, í von um að einhver gæti sagt sögur af einhverju ljótu sem Allen sagði fyrir tuttugu árum síðan. Og auðvitað var Allen að segja ljóta hluti og kalla fólk niðrandi nöfnum þegar hann var ungur og óharðnaður unglingur!

"Allen said he came to Virginia because he wanted to play football in a place where ‘blacks knew their place,’ He used the N-word on a regular basis back then.” ...

Three former college football teammates of Sen. George Allen say that the Virginia Republican repeatedly used an inflammatory racial epithet and demonstrated racist attitudes toward blacks during the early 1970s.

…A second white teammate, who spoke on the condition of anonymity because he feared retribution from the Allen campaign, separately claimed that Allen used the word “nigger” to describe blacks. “It was so common with George when he was among his white friends. This is the terminology he used,” the teammate said.

A third white teammate contacted separately, who also spoke on condition of anonymity out of fear of being attacked by the Virginia senator, said he too remembers Allen using the word “nigger,” though he said he could not recall a specific conversation in which Allen used the term. “My impression of him was that he was a racist,” the third teammate said.

Og Allen, sem er maður athafna, ekki bara orða, lét ekki þar við sitja:

Shelton said he also remembers a disturbing deer hunting trip with Allen on land that was owned by the family of Billy Lanahan, a wide receiver on the team. After they had killed a deer, Shelton said he remembers Allen asking Lanahan where the local black residents lived. Shelton said Allen then drove the three of them to that neighborhood with the severed head of the deer. “He proceeded to take the doe’s head and stuff it into a mailbox,” Shelton said.

Þetta er svosem ekkert merkilegt, það er ekki eins og hann hafi verið klæddur í hvítt lak og kveikt í krossum? Það sem virðist gera þetta mál allt alvarlegra í augum bandarískra fréttaskýrenda er að Allen hefur ætíð haldið því fram að háskólafótboltinn hafi kennt sér að elska alla menn eins og bræður, líka bræðurna, og þar hafi hann lært að hörundslitur manna segði ekkert um ágæti þeirra og innræti.  

M


Mel Gibson gagnrýnir stríðið í Írak: Tilgangslaust og vitlaust

Gibson hugleiðir dauðann.jpg

Þrátt fyrir vafasamar skoðanir Mel Gibson á heimsmálum, kynþáttum og trúarbröðgum, hef ég alltaf verið mikill aðdáandi hans. Alveg síðan ég sá Mad Max. Gibson hefur einhvern mjög óvenjulegan skilning á eðli siðmenningar, réttlæti og því hvað það er að vera góður maður. Karakterarnir sem hann hefur leikið eiga það allir sameiginlegt að vera í einhverskonar prívat krossferð fyrir því sem þeir telja réttlæti - þeir eru allir einhverskonar hræðileg ofurmenni, blindaðir af réttlætiskennd og bræði. Og í leit sinni að réttlæti og hefnd drepa þessir karakterar allt sem á vegi þeirra verður. Boðskapurinn held ég að sé sá að réttlætið sigri að lokum, en réttlætið útheimti blóð og er útdeilt af blindri bræði.

Nátengt þema í mörgum kvikmyndum Gibson er hingnun siðmenningar - hrun menningar andspænis einhverju sem þykist vera menning. Nýjasta mynd hans, Apocalyptico, sem ég held ég ætli að borga mig inná, ólíkt the Passion, fjallar einmitt um þetta þema. Og núna um daginn var Gibson að tala um myndina á kvikmyndahátíð í Texas.

In describing its portrait of a civilization in decline, Gibson said, "The precursors to a civilization that's going under are the same, time and time again," drawing parallels between the Mayan civilization on the brink of collapse and America's present situation. "What's human sacrifice," he asked, "if not sending guys off to Iraq for no reason?"

Því þótt Gibson sé sadisti, og hafi augljóslega djúpstæða velþóknun á ofbeldi og morðum, er einn grundvallarmunur á honum og þeim mönnum sem eru við völd í Bandaríkjunum: Í kvikmyndum Gibson hefur slátrunin alltaf einhvern æðri tilgang - menn þurfa að deyja til þess að ná fram réttlæti. Gibson er líka kristinn - og frelsarinn var kvalinn og pyntaður og svo drepinn á hroðalegan hátt (samaber the Passion!) til þess að ná fram einhverju æðra réttlæti. En hér eru Gibson og Rumsfeld, og restin af "The New American Century" liðinu ósammála. Rumsfeld og ný-íhaldsmennirnir í kringum hann trúa því nefnilega að siðmenning sé það sama og ríkisvald, og að ríkisvald sé veikt ef það sýni ekki öllum hversu ægilegt það sé, hversu ógurleg reiði þess sé þegar því sé misboðið. Eins og ofbeldisfullur faðir þarf ríkisvaldið að berja alla til hlýðni, annars sé úti um tilvist þess. Í þessari heimspeki er það fullkomlega lógískt að halda úti gagnslausri og counter-productive hersetu í óvinveittu landi, jafnvel þó hún kosti þúsundir mannslífa: tilgangurinn er nefnilega enginn annar en að sýna öllum að bandaríska ríkið, og hernaðarmaskína þess gefist ekki upp. Það er líka hin raunverulega ástæða fyrir því að stuðningsmenn stríðsins hafa hlaupið frá einni réttlætingunni til annarrar: Það var aldrei nein önnur ástæða fyrir þessu stríði en sú að það einfaldlega þurfti að heyja það.

Vandamálið, eins og Gibson sér það, er því ekki að menn séu drepnir og að utanríkisstefna Bandaríkjanna leiði til þess að fólk deyi. Vandamálið er að það er engin ásættanleg réttlæting fyrir þessum fórnum. En við hverju er að búast þegar allir helstu stuðningsmenn þessarar utanríkispólítíkur eru gamalmenni, eiginhagsmunapotarar og vindbelgir á borð við Lieberman, Allen, Frist og Santorum?

M


Unglingadrykkja bæði góð og heilbrigð, hefur jákvæð áhrif á félagshæfni, vinnuframa

Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum NBER er marktæk fylgni milli (umtalsverðrar) áfengisneyslu í tíunda bekk grunnskóla og árangurs á vinnumarkaði þegar kemur fram á fullorðinsár. Ungingar sem drukku umtalsvert voru, samkvæmt rannsókninni, með hærri tekjur tíu árum seinna en hinir sem drukku ekkert, eða lítið sem ekkert. Það furðulegasta er að þessar niðurstöður virðast einvörðungu eiga við um karlmenn. Stúlkur virðast semsagt ekkert græða á áfengisneyslu á unglingsárum? 

Samkvæmt rannsókninni er ein hugsanleg skýring á niðurstöðunum sú að unglingar læri félagslega hæfni á fylleríum... Ég veit ekki hvort maður eigi að túlka niðurstöðurnar þannig að það eigi að hvetja drengi til áfengisneyslu, en þetta virðist ganga þvert á allt sem maður hefði haldið, nema kannski það að unglingspiltar þurfi meira á því að halda að læra félagslega hæfni en stúlkur.

Skýrsluna er hægt að finna hér...

M


Bill O'Reilly ímyndar sér leynilega FBI útsendara og AlQaeda launmorðingja...

ohreallylg.jpg

Í vikunni mætti fjölmiðlamaðurinn Bill O'Reilly, sem heldur úti einhverskonar spjallþætti á Fox news, í viðtal hjá 20/20 þættinum á ABC sjónvarpsstöðinni. Það væri svosem ekki í frásögur færandi - nema kannski vegna fáránleikans sem felst í því að dagskrárgerð sjónvarpsspjallþátta felist fyrst og fremst í því að taka viðtöl við aðra spjallþáttarstjóra... O'Reilly er líka frekar fyrirsjáanlegur - ef það eru ekki íslamófasistarnir og múslimskir hryðjuverkamenn, þá er það hugleysi frakka, eða annarra evrópubúa, nú, eða ræfildómur, landráð og svik allra bandarískra vinstrimanna. Fyrir jólin er O'Reilly svo með nýtt þema: "stríð" guðleysingja og vinstirmanna gegn jólunum.

En O'Reilly var of mikið niðrifyrir til að geta þusað yfir vinstrimönnum, því hann hafði orðið fyrir mjög skuggalegri lífsreynslu: Hann var alveg handviss, og hljómaði líka mjög viss í eigin sök, um að það hefðu komið tveir svartklæddir menn frá alríkislögreglunni til að vara sig við því að Osama Bin Laden hefði persónulega, já í eigin vonda arabaham, bætt O'Reilly á einhverskonar "Death list". Þetta fannst O'Reilly meika fullkomin sens.

"With the controversy comes death threats on a daily basis" sagði O'REilly "Not only from kooks. But the FBI came in and warned me and a few other people at Fox News that al Qaeda had us on a death list. ... Thats a little disconcerting." (Sjá Media Matters

Þetta fannst O'Reilly auðvitað meika fullkominn sens. Af hverju ættu alþjóðleg hryðjuverkasamtök, sem hafa það að markmiði sínu að sökkva vestrænni siðmenningu í eldi og eyðileggingu, ekki að hafa útverði sömu siðmenningar á dauðalistum? Og ef AlQaeda væri með lista yfir fólk sem þyrfti að taka af lífi, hlyti jafn stórkostlega mikilvægur maður og O'Reilly myndi auðvitað komast á svoleiðis lista?

Og þegar Radar fór að grafast fyrir um málið kom í ljós að enginn, hvorki á Fox, né hjá FBI, kannaðist við að þessir dularfullu svartklæddu menn hafi farið um að vara mikilvæga spjallþáttarstjórnendur við Bin Laden.

"I've never heard that before" sagði blaðamaður Fox, og bætti við að hvorki hann, né neinn sem hann hefði talað við hjá Fox hefði fengið viðvaranir frá FBI. Nú auðvitað ekki! FBI fer ekki að vara einhverja ómerkilega og hversdagslega fréttasnápa við hryðjuverkamönnum. Bara mikilvæga menn, á borð við O'Reilly. En FBI hefur líka afneitað þessum hugarórum O'Reilly - háttsettur starfsmaður FBI sem hafði samband við Radar hafði þetta að segja:

I'm not aware of any FBI agents warning anyone at Fox News of their presence on any list. ... For that matter, I'm not aware of any Al Qaeda hit list targeting journalists. Agents from the D.C. field office, FBI headquarters, and an agent from the kidnapping unit went to Fox's offices in New York last mont to advise them specifically on the Gaza kidnapping [semsagt mannrán Fox starfsmannanna Steve Centanni og Olaf Wiig]. But they only talked to management, they didn't talk to any individual journalists

Þetta er nú auðvelt að útskýra: Útsendararnir sem töluðu við O'Reilly voru frá "top secret" deild hjá FBI, sem sér um að halda verndarhendi yfir alveg sérstaklega mikilvægum mönnum - og leyndin yfir þessu prógrammi þvílík að einhverjir "háttsettir" yfirmenn sem blaðra í blöðin myndu ekki vita neitt um það!

M


Hugo Chavez: "En Bush byrjaði! Og hann var að uppnefna mig! búúhúú!"

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_chavez_ahmadinejad.jpg

Eins og flestir vita uppnefndi Hugo Chavez, sem er að mati fréttaskýrenda íllilegasti populisti Suður-Ameríku, Bush Bandaríkjaforseta "Satan" á fundi bókaklúbbs nokkurs í New York nú um daginn. En síðan þá hefur komið í ljós að Bush sé líklega ekki satan [sjá færslu hér að neðan]- og bandarískir pólítíkusar af báðum flokkum keppst um að lýsa yfir vanþóknun sinni á munnsöfnuði Chavez. Og Chavez virðist hafa skammast sín, eða í það minnsta fundist hann þurfa að fara að afsaka sig. Í viðtali við Time fer Chavez allur í hnút, og reynir að afsaka ásakanirnar:

Bush has called me worse things — tyrant, populist dictator, drug trafficker, to name a few," Chavez said. "I'm not attacking Bush; I'm simply counterattacking. Bush has been attacking the world, and not just with words — with bombs. I think the bombs he's unleashed on Baghdad or Lebanon do a lot more harm than any words spoken in the United Nations.

Þetta finnst mér alls ekki sæmandi manni á borð við Chavez. Ekki færi Ahmadinejad að reyna að afsaka stórkarlalegar blammeringar, vænisýki og samsæriskenningar sínar um hinn stóra satan og zionistana? Og samt er Chavez minnstakosti tvisvar sinnum stærri en Ahmadinejad!

M


Chomsky nr 1! Þökk sé Chavez - en NAE sannar að Bush sé ekki Satan

Hah! Samkvæmt sölutölum er Chomsky núna mest seldi höfundurinn á Amazon! Og allt Chavez að þakka. Hver segir ekki að vinstrimenn kunni ekki skammarlausa markaðssetningu og auglýsingaskrum? Villandi auglýsingar og vörufölsun? Það kunna vinstrimenn líka! Sala bókarinnar er nefnilega mikið til því að þakka að Chavez veifaði henni á milli þess sem hann úthrópaði Bush fyrir að vera andkristur endurborinn. Áræðanlegar heimildir herma hins vegar að svo sé ekki.

Ted Haggard, sem er forseti Landssamtaka Bandarískra Evangelista, (National Association of Evangelicals), lét nefnilega fræðimenn á vegum samtakanna fara ofaní kjölinn á yfirlýsingum Chavez. Samkvæmt fréttatilkynningu frá NAE er Bush alls ekki andkristur:

NAE theologians and scholars have conducted a thorough exegetical study of the biblical texts concerning the person, disposition, and earthy manifestations of Satan (Beelzebub, Lucifer, Prince of Darkness). They have incontrovertible concluded that, contrary to the assertion of Hugo Chavez, President Bush is not the Devil.

Það er þó gott að það sé á hreinu...

M

  

 


Hugo Chaves, Noam Chomsky og Satan

chomsky_chavez.jpg

Meðan Ahmadinejad talaði um það hversu viðkvæmt nef hann væri með og hversu vond lykt væri í höfuðstöðvum Sameinuðuþjóðanna, ("finniði það ekki? ha? Það er skrýtin lykt hérna? sniff sniff... hvað, hvað er þetta? Það lyktar svoldið eins og... eins og brennisteinn? kannski egg?") var Hugo Chavez upptekinn við að plögga bókum fyrir vin sinn Noam Chomsky.

Eftir að Chavez sást veifa bók Chomsky Hegemony and Survival: America's Quest for Global Dominance, og tala um hversu ómissandi þessi bók væri, hvernig hún útskýrði hreint allt um hversu ílla væri komið fyrir heiminum, og hversu vont bandaríska heimsveldið væri, hefur sala hennar rokið upp úr öllu valdi, og hún situr núna númer 7 á sölilista Amazon. Það getur enginn svolítið alternatíf og intellektúal Collegestudent látið sjá sig á kaffihúsum þessa dagana nema vera með eintak af Chomsky. Þetta er hið fullkomna conversationspiece - Chomsky skrifar teksta sem auðvelt er að vitna í, og nógu æsingakennt til þess að maður geti sagt "þetta er mjög áhugavert, en ég er ekki sammála öllu... við getum talað um þetta og hlustað á nýju Arcade Fire plötuna mína..." og þóst vera bæði radíkal og hógvær og up to date í sömu andrá.

En Chavez ætlaðist ekki til þess að bókin væri keypt til þess að pikka upp kvenmenn, 

I think that the first people who should read this book are our brothers and sisters in the United States, because the threat is in their own house. The Devil is right at home. The Devil, the Devil, himself, is right in the house.

Það er fyrir löngu þekkt að kynlíf og fáklæddar konur virki vel í auglýsingum, en Chavez sannar að Satan virkar jafn vel. Þetta hefur kaþólska kirkjan fyrir löngu fattað og byggt upp eitt bestlukkaða franchise allra tíma. Það var tími kominn til þess að vinstrimenn áttuðu sig á þessu.

M


Framlag HP til átraskana og útlitsdýrkunar

hpslimming.jpg

Hewlett Packard hefur þróað nýja ljósmyndatækni sem lætur konur á ljósmyndum líta út fyrir að vera grennri en þær raunverulega eru! Engir megrunarkúrar nauðsynlegir - nýjasta "photosmart" línan af myndavélum frá HP eru allar með innbyggum fídus sem lætur fólk líta út fyrir að vera nokkrum númerum minna en það raunverulega er. Á heimasíðu HP er þessu snillldarapparati lýst:

They say cameras add ten pounds, but HP digital cameras can help reverse that effect. The slimming feature, available on select HP digital camera models, is a subtle effect that can instantly trim off pounds from the subjects in your photos!

  • With the slimming feature, anyone can appear more slender—instantly.
  • The effect is subtle—subjects still look like themselves
  • Can be adjusted for a more dramatic effect
  • See a before and after version, then decide which to keep

Þetta er auvðitað jólagjöfin í ár: Nú vantar bara myndavélar sem hvita tennur, stækka brjóst og minnka rassa... þá getum við öll verið hamingjusöm?

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband