Bandaríkja-hatandi Keith Ellison - þingmaður Minnesota snýr á guð-elskandi Goode og Prager

Keith Ellison.jpg

Um daginn minntist ég eitthvað stuttlega á Keith Ellison - sem er demokrati og nýjasti þingmaður Minnesotabúa. Ellison er þingmaður fyrir 5 kjördæmi Minnesota, sem þekur Minneapolis, og er fyrsti Múslmininn sem kjörinn er á Bandaríkjaþing. Þetta þykir mörgum alvarlegar fréttir, því það vita allir að múslimar eru hættulegir villimenn og hata bæði Bandaríkin og vestræna siðmenningu - og þó sérstaklega baby-jesús og kristna trú... En það sem virðist hafa valdið sjálfskipuðum varðmönnum vestrænnar menningar og kristinna gilda mestum áhyggjum var að Ellison ætlaði að nota Kóraninn þegar hann sver embættiseið á morgun.

Útvarpsmaðurinn Dennis Prager blés til orustu í þessu máli, og hélt því fram að með því að nota kóraninn, en ekki biblíuna, væri Ellison að grafa undan bandarískum gildum! Og Prager krafðist þess að lögreglan skærist í leikinn ef Ellison vogaði sér að koma með kóraninn í þingsali:

He should not be allowed to do so -- not because of any American hostility to the Koran, but because the act undermines American civilization. ... Insofar as a member of Congress taking an oath to serve America and uphold its values is concerned, America is interested in only one book, the Bible. If you are incapable of taking an oath on that book, don't serve in Congress.

Því Prager finnst semsagt að það eigi að banna öllum sem ekki geta svarið á biblíunni að sitja á þingi! En það er ekki bara að Ellison sé hættulegur biblíuhatari - uppátæki hans myndi verða alvarlegri árás á Bandaríkin en árásir Al Qaeda, 11 september 2001!

If Keith Ellison is allowed to change that, he will be doing more damage to the unity of America and to the value system that has formed this country than the terrorists of 9-11.

Svona snilldarmálflutningur er auðvitað aðdáunarverður. Það að halda á kóraninum við ljósmyndauppákomu er alvarlegra mál en hryðjuverkaárásirnar 2001, og Ellison þar með alvarlegri hryðjuverkamaður en Osama Bin Laden?

Eina vandamálið við þessi "rök" Prager er að þau stangast beinlínis á við stjórnarskrá Bandaríkjanna - og eru, eins og það heitir á góðu máli: "un-american". Samkvæmt stjórnarskránni er óheimilt að setja nein "religious tests" fyrir þá sem eiga að taka "public office" - og krafa Prager er augljóslega "a religious test", og það að vera þingmaður flokkast sennilega sem "public office". Eftir að Prager var bent á þetta dró hann aðeins í land, fór að tala um að það væri löng hefð fyrir biblíunni, og að Ellison væri að grafa undan þessari mikilvægu hefð. Skiptir þá engu að margir þingmenn hafa sleppt því að hafa biblíuna með sér, og þess í stað látið sér nægja að lyfta annarri hendi, en láta hina hvíla á pontunni, eða bara hanga með síðu. Jæja. Prager fannst Ellison samt vera að grafa undan Bandaríkjunum...

Eftir að Prager dró athygli jólasveina Repúblíkanaflokksins að þessu máli tóku 'trúaðir' íhaldsmenn að krefjast þess að þingið setti lög sem kvæðu á um að það yrði að nota biblíuna við þessa athöfn, og svo kom þingmaður Virginíu, Virgil Goode, og lýsti því yfir að ef ekki væru sett strangari lög um innflytjendur myndi þingið bráðum fyllast af múslimum - og benti máli sínu til sönnunar á Ellison. Að vísu er Ellison bandaríkjamaður, og sömuleiðis foreldrar hans. Ellison getur víst rekið ættir sínar allt aftur til 1746, sennilega lengra aftur en margir aðrir.

En Ellison fann leið til að snúa á Prager: Á morgun ætlar hann að nota kóran úr bókasafni Thomas Jefferson! Það er sennilega ekki hægt að finna þjóðernissinnaðari, eða meira patriotic Kóran í öllum Bandaríkjunum - og Jefferson var á sínum tíma einn af helstu talsmönnum trúfrelsis. Það setur Prager og aðra sem trúa því að allt fólk eigi að vera eins og það, og hatar fjölbreytileika mannkynssins meira en pestina, í dálítinn vanda.

"Keith is paying respect not only to the founding fathers" belief in religious freedom but the Constitution itself," said Ellison spokesman Rick Jauert.

Því Bandaríkin voru ekki byggð á biblíunni, heldur stjórnarskrá, lögum, réttlæti og frelsi... Ellison sýnir með þessu að það er hann, en ekki Prager og Goode sem standa nær "the founding fathers". Þetta útspil er reyndar svo klókt að meira að segja Ham, einn af bloggurum Townhall (sem er eitt helsta blogg íhaldssamra repúblíkana) játar að Ellison hafi sennilega snúið á Prager og félaga!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög merkilegt. Ber mikla virðingu fyrir þessum manni.

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Ágætur pistill. Hef aðeins fylgst með þessu máli enda sveitungi þinn. Hafðu þakkir fyrir.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 4.1.2007 kl. 02:55

3 identicon

Ég gapti hreinlega við lesturinn. Gott dæmi um móðursýkina sem heltekur bandaríkjamenn stundum og gerir heimska.

Gillimann (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband