Scarborough líka búinn að fá nóg af Bush

Scarborough.jpg

Joe Scarborough sem var einn af leiðtogum the pitchfork revolution of 1994 þegar repúblíkanar tóku þingið, og er sennilega skynsamasti sjónvarpspundit/þáttastjórnandi repúblíkana á kapalstöðvunum, er búinn að fá sig fullsaddan af Bush. Umfjöllun Scarborough um yfirlýsingu Bush um að strðið sé tapað - en hann ætli samt að senda fleiri hermenn til Írak - jafnvel þó enginn af herforingjum hersins styðji þá hugmynd og jafnvel þó aðeins 11% Bandaríkjamanna (Scarborough segir 12%) styðji þá hugmynd. Og af þingmönnum? Stöðugt fleiri öldungadeildarþingmenn repúblíkana hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja að fleiri hermenn yrðu sendir til Írak. Nú síðast Norm Coleman frá Minnesota. Scarborough þótti það sérstaklega varhugavert að Bush vildi ekki segja hvort hann myndi ganga þvert á ráðleggingar yfirmanna hersins, the joint chiefs of staff eða herforingja í Írak. The commander in chief getur ekki rekið stríð þvert á vilja og ráðleggingar yfirmanna hersins!

Scarborough bendir á að ef Clinton hefði staðið fyrir álíka pólítík hefðu repúblíkanar líklega verið búnir að standa fyrir uppreisn! Scarborough kemur nálægt því að segja að Bush sé versti forseti Bandaríkjanna fyrr og síðar.

Þegar menn eins og Scarborough er farnir að segja hluti eins og þessa er ílla komið fyrir forsetanum.

Sjá þessa upptöku af umræðunum Scarborough við á MSNBC við Mike Barnicle, Michael Crowley og Joshua Green. Barnicle, sem er fréttaskýrandi á MSNBC, segir hreint út að Bush sé "totally delusional" og hættulegur, og allt sem hann segi sé "poppycock" - (vídeóið er 13 mínútur, og tekur smá tíma að opnast).

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband