Bush fjölskyldan loksins hætt í stjórnmálum?

Jeb og George á góðri stund - þ.e. áður en stórbróðir eyðilagði alla framtíð litlabróður...jpg

Fyrir stuttu síðan voru stjórnmálaskýrendur að velta því fyrir sér hvort Jeb Bush, litlibróðir George, myndi bjóða sig fram til forseta 2008 eða 2012, og verða þarmeð þriðji Bush-inn, á eftir Pabba-Bush (41) og Dubya Bush (43) til að stýra Bandaríkjunum út í ógöngur við almenn fagnaðarlæti repúblíkana. Jeb hefði getað orðið 44 eða 45 forseti Bandaríkjanna.

En nú virðist sem stóri bróðir hafi eyðilagt öll slík plön - hörmuleg frammistaða hans og almenn andúð alls þorra vitiborins fólks á utanríkispólítík hans og annarri stjórnsýslu virðist hafa gert útaf við öll plön um að framlengja Bushveldið! Jeb á að hafa sagt spænskumælandi blaðamönnum í Miami: "No tengo futuro", sem þýðir víst "Ég á mér enga framtíð", eða eitthvað álíka.

Bush did not elaborate on his terse "no future" comment. But he has said repeatedly over the past year that he would not run for president in 2008 and has never seemed comfortable with talk about Bush III or the Bush presidential dynasty.

"Jeb would have made an outstanding presidential candidate," said Kansas Sen. Sam Brownback who joined Bush at a luncheon on Wednesday hosted by a Cuban American political action committee.

Brownback er sjálfur að sækjast eftir tilnefningu Repúblíkana, og er eini sanni "social conservative" frambjóðandinn, því hvorki Giuliani né McCain eru nógu íhaldssamir fyrir "the base".

Það er stutt síðan Pabbi-Bush fór að háskæla fyrir framan þing Flórída meðan hann var að lýsa mannkostum Jeb:

He then broke down in tears mentioning his son, Gov. Jeb Bush, as an example of leadership and the way he handled losing the 1994 governor's race to popular incumbent Democrat Lawton Chiles. He vaguely referred to dirty tricks in the campaign.

"He didn't whine about it. He didn't complain," the former president said before choking up in front of lawmakers, Gov. Bush's top administrators and state workers gathered in the House chamber for the last of the governor's leadership forums.

Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þessi fjölskyldumál Bushfeðganna, en ég vona að Jeb standi við að vera hættur í pólítík. Bandaríkin eru búin að þola alveg nóg af hendi þeirra!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Mér finnst þú full snöggur að afskrifa Busharana, þótt Jeb missi eitthvað út úr sér.

Þú gleymir einni stærstu voninni George P. Bush syni Jeb og svo hinum tvítuga Pierce Bush sem Larry King elskar og virðist ætla að feta í fótspor frænda síns hvað djamm varðar.
 Þeir eru báðir mun betur máli farnir en frændi þeirra þannig að það gæti vel verið að við fáum að sjá þá í pólitík áður en langt um líður.

Friðjón R. Friðjónsson, 21.12.2006 kl. 10:53

2 Smámynd: FreedomFries

Nei - auðvitað eru þeir ekki hættir! Ég efast líka stórlega um að Jeb sé hættur í pólítík. Eiginlega næstum útilokað. Bushfjölskyldan situr á það stórri pólítískri og fundraisingmaskínu að þeir væru galnir að reyna ekki að nota hana sjálfum sér til framdráttar. Pierce Bush er magnaður - það er til myndband af honum á ABC að grobba af því að hafa verið fullur alla nóttina, og svo hefur Wonkette auðviað fundið facebook ljósmyndir af Pierce. Þetta er greindarlegur piltur!

Þeir þurfa samt ábyggilega að bíða í minnst 8 ár með að reyna við forsetaembættið, ég veðja á 2016 eða 2020. Kannski verður Jeb búinn að finna sjálfan sig þá?

FreedomFries, 21.12.2006 kl. 15:37

3 identicon

Þú ert greinilega mikið á móti Bandaríkjunum og örugglega vinstrisinni.  Fyrirmyndarforsetar BNA eiga líklega að þínu mati að vera eins og þeir aumingjarnir Carter og Clinton.  Carter leyfði Ajatollunum í Íran og spretta upp sem hafði í för með sér mikla öfgahyggju og er heiminum til mikilla vandræða (vinstrimönnum til mikillar gleði).  Clinton leyfði Al-Qaeda og blómstra á sínum tíma og öll vitum við hversu heimurinn er óöruggur þeirra vegna.  Al-Qaeda hefur svipuð markmið og Nazistar Þýsklands, drepa alla Gyðinga og eru auk þess and-kristnir eins og Nazistarnir.  Einnig stefnir Al-Qaeda að heimsyfirráðum alveg eins og Nazista-Þýskaland og skal því marmiði með drápum á öllum þeim er standa í vegi fyrir þeim, hvort sem er í orði eða á borði.

Bush er eini maðurinn í heiminum sem þorir að standa á mót Al-Qaeda á meðan homma-vinstrisinnarnir á Vesturlöndum svín-beigja sig fyrir þeim.

Hr. M á sennilega erfitt með að kyngja því að Bandaríkin eru eina risveldið í heiminum síðan Sovétríkin liðu undir lok.  En væri eitthvað betra að eina risaveldið í heiminum hefði orðið Stór-Nazista Þýskaland, eða Sovétríkin a-la Brésneff, eða Kína í anda Maó, svo ekki sé nefnt Pan-Arabísk Khalífa-stórveldi stjórnað að Sharía-lögum.  Hr. M vill örugglega eitthvað af svona risaveldum heldur en Bandaríki Bush.

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 15:37

4 identicon

Þú ert greinilega mikið á móti Bandaríkjunum og örugglega vinstrisinni.  Fyrirmyndarforsetar BNA eiga líklega að þínu mati að vera eins og þeir aumingjarnir Carter og Clinton.  Carter leyfði Ajatollunum í Íran og spretta upp sem hafði í för með sér mikla öfgahyggju og er heiminum til mikilla vandræða (vinstrimönnum til mikillar gleði).  Clinton leyfði Al-Qaeda og blómstra á sínum tíma og öll vitum við hversu heimurinn er óöruggur þeirra vegna.  Al-Qaeda hefur svipuð markmið og Nazistar Þýsklands, drepa alla Gyðinga og eru auk þess and-kristnir eins og Nazistarnir.  Einnig stefnir Al-Qaeda að heimsyfirráðum alveg eins og Nazista-Þýskaland og skal því marmiði með drápum á öllum þeim er standa í vegi fyrir þeim, hvort sem er í orði eða á borði.

Bush er eini maðurinn í heiminum sem þorir að standa á mót Al-Qaeda á meðan homma-vinstrisinnarnir á Vesturlöndum svín-beigja sig fyrir þeim.

Hr. M á sennilega erfitt með að kyngja því að Bandaríkin eru eina risveldið í heiminum síðan Sovétríkin liðu undir lok.  En væri eitthvað betra að eina risaveldið í heiminum hefði orðið Stór-Nazista Þýskaland, eða Sovétríkin a-la Brésneff, eða Kína í anda Maó, svo ekki sé nefnt Pan-Arabísk Khalífa-stórveldi stjórnað að Sharía-lögum.  Hr. M vill örugglega eitthvað af svona risaveldum heldur en Bandaríki Bush.

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 15:38

5 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

George P verður kominn í framboð innan 5 ára og Jeb mun tékka á forsetanum 2012.

Ég var reyndar viss um að Bayh og Warner færu fram demókratamegin, þannig að ég er hrikalega lélegur spámaður. 

Friðjón R. Friðjónsson, 21.12.2006 kl. 16:32

6 Smámynd: FreedomFries

Það er ennþá séns á Warner fari í framboð - allavegana hafa einhverjir orðrómar verið uppi um það. Það var stórskrýtið að hann skyldi draga sig til baka - það hefur enginn með svona hvítar og stórar tennur verið í framboði síðan Kennedybræðurnir voru drepnir.

Bush 43 beið í 8 ár eftir að pabbi var sigraður - og ef það þurfti 8 ár til að gleyma því hversu lélegur Bush 41 var, þá þarf minnst 10 ár til að gleyma því hversu lélegur Bush 43 hefur verið! Nema að næsti forseti verði þeim mun lélegri.

En hvernig líst þér á McCain? Hann, og Lieberman, eru þeir einu sem styðja þetta Troopsurge forsetans - og McCain hefur verið að stýra hart til afturhaldshægri undanfarna mánuði. Þessi bloglöggjöf hans finnst mér líka nokkuð scary. Ég veit ekki hvort hann eða Giuliani myndu vera betri. En svo hafa menn verið að tala um að McCain myndi taka Pawlenty - fylkisstjóra Minnesota - með sér. Og sá náungi er með betri fulltrúum repúblíkana í pólítík. Ég var t.d. hrifnari af honum en demokratanum Hatch í kosningunum í haust.

FreedomFries, 21.12.2006 kl. 16:53

7 Smámynd: FreedomFries

Örn Jónasson: Ég þakka þérk kærlega fyrir athugasemdina! Ég er ekki "mikið á móti Bandaríkjunum" hvað sem það á svosem að þýða. Ég skil reyndar ekki hvernig í ósköpunum það ætti að vera hægt að komast að þeirri niðurstöðu að ég væri á "móti Bandaríkjunum". Ég skora á þig að benda á eitt dæmi þess að ég lýsi mig andsnúinn Bandaríkjunum, en ekki bara George "the (incompetent) decider" Bush sem er forseti landsins! Reyndar tek ég þessu sem móðgun. Og svo ætla ég að leyfa mér að svara á móti að ég sé sannari patriot og elski Bandaríkin meira en þú! Og hananú!

Hvað Sovétríkin koma þessu máli við skil ég ekki heldur, né hvaðan þú hefur það að ég sé aðdáandi þeirra? (varðandi hr M: það er hlekkur hér til hliðar "um höfundinn") - og að lokum varðandi pólítíkina og að ég sé "örugglega vinstrisinni", ég hef alltaf dáðst að fólki sem getur staðsett aðra í pólítík svona út frá því hvort þeir eru með þverslaufu, rautt eða blátt bindi. Ég er ekki viss um að ég hefði fengið stimpil í Sovétríkjunum upp á að vera "örugglega vinstrisinni". En það fer líka eftir því hvað þú vilt kalla "vinstrimenn". Ef það gerir mann að "vinstrisinna" að vera á móti heimsku, fordómum, glæpum og getuleysi (sem voru einkunnarorð 109 löggjafarþings USA) þegar kemur að því að stjórna ríkjum eru nokkurnveginn 70% Bandaríkjamanna "vinstrisinnar"! Ég og Joe Scarborough erum t.d. sammála um margt, og hann hefði sennilega ekki fengið vegabréfsáritun til Sovét...

 

FreedomFries, 21.12.2006 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband