Enn annar ósigur "trúaðra" afturhaldsmanna í "the culture wars"

Creationist Science.gif

Kennslustofur barnaskóla í Suðurríkjum Bandaríkjanna hafa undanfarin ár verið einn æsilegasti vígvöllur "the culture wars". Átökin hafa aðallega snúist um þróunarkenninguna og sköpunarsögu biblíunnar - en nokkuð hávær hópur fólks hefur krafist þess að þróunarkenningin skuli tekin af kennsluskrá, því hún stangast jú á við bjargfasta sannfæringu þeirra að guð hafi skapað heiminn á fáeinum dögum fyrir nokkurþúsund árum síðan.

Að vísu hafa bókstafstrúarmenn ekki lagt í að krefjast þess að sköpunarsaga biblíunnar skuli kennd í skólum, en hafa látið sér nægja að krefjast þess að niðurvatnaðar útgáfur hennar skuli kenndar til jafns á við þróunarkenninguna, enda sé hún barasta "kenning" og hljóti því að geta staðið jafnfætis öðrum "kenningum", t.d. "intelligent design". Vinsæalasta taktík bókstafstrúarmanna var að sigla undir fánum "opinnar og gagnrýninnar umræðu" - öll "vísindi" væru viðhorf, og það ætti að kenna börnum að vega og meta ólík sjónarmið og hugmyndir. Kennslustofur ættu að vera vettvangur gagnrýninnar umræðu þar sem nemendur og kennarar ræddu kosti og galla vísinda annarsvegar og rugls og vitleysu hinsvegar... Enda er rugl og vitleysa "viðhorf", svona eins og vísindi eru "viðhorf"?

Hávaði bókstafstrúarmanna var mestur milli 2003 og 2005, og eftir að Bush vann kosningarnar 2004 voru margir skynsamir og vitibornir Bandaríkjamenn farnir að óttast að kristnum bókstafstrúarmönnum myndi takast að ryðja viðurkenndum vísundum út úr skólakerfinu. En síðan þá hafa talsmenn þess að öll fræði væru bara viðhorf beðið hvern ósigurinn á fætur öðrum.

Síðasti ósigurinn kom í gær, en skólayfirvöld í Cobb County í Georgíu samþykktu að fjarlægja límmiða sem á stóð: "evolution is a theory, not a fact" úr kennslubókum í líffræði. LA Times fjallaði um þetta mál í morgun:

In a settlement announced Tuesday in federal court, the Cobb County Board of Education agreed never to use any similar "stickers, labels, stamps, inscriptions or other warnings," or to undermine the teaching of evolution in science classes. [...]

Evolution has long been controversial in Cobb County, north of Atlanta, where some biology teachers used to tear pages out of textbooks to avoid discussing it. In 2002, after more than 2,000 parents objected to sections on evolution in a new biology textbook, stickers were placed on the inside of the front cover.

Board members said they attempted to craft a sensitive response to parents' complaints. The sticker read: "This textbook contains material on evolution. Evolution is a theory, not a fact, regarding the origin of living things. This material should be approached with an open mind, studied carefully and critically considered."

Þessi niðurstaða sýnir að jafnvel "hógværar" tilraunir bókstafstrúarmanna í Bandaríkjunum til að ryðja nútímanum til hliðar mistakast. Skynsemin sigrar alltaf að lokum.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband