Loksins svar við einni af ráðgátum okkar daga: Hver drap Bamba? Hver annar en Dick Cheney!

Who killed Bambi?.jpg

Þessi spurning hefur brunnið á vörum allra í umþaðbil þrjá áratugi, eða svo, hver drap bamba?! Hipparnir hafa verið bendlaðir við þetta ódæðisverk - enda þeim ekki treystandi. En nú kemur semsagt í ljós að það líklega hefur Dick Cheney verið á bakvið dauða Bamba!

Í allan dag og gær, hef ég, milli þess að baka piparkökur og drekka kaffi, verið að fylgjast með magnaðri frétt um dautt dádýr fyrir utan the Naval Observatory, sem er opinber bústaður varaforsetans. (Myndin hér til hliðar er af dádýrinu, dauðu). Um helgina urðu vegfarendur varir við að það lá dautt dádýr utaní the Cheney compound - sumir reyndu að biðja lögregluna að fjarlægja dýrshræið, en þremur dögum síðar liggur dýrið ennþá jafn dautt fyrir allra augum:

People passing by the vice president's residence over the weekend were shocked to see a dead deer on his lawn. "Who killed it!?" asked one horrified witness. "The deer has been there a while, because a friend E-mailed me earlier this morning to report the sad sighting. I just saw it myself, in a cab going down [Massachusetts Ave.]. I'm crying."

Another source confirmed the carcass on the grounds of the U.S. Naval Observatory, where the vice president lives. "I was walking to work and tried my best to look away,"

Þetta bambamorð hefur augljóslega vakið mikinn óhug meðal vegfarenda sem senda tölvupóst til fjölmiðla, og bloggmiðla. Fréttin var fyrst á Wonkette - og þvínæst á NY Daily News, sem hringdi í skrifstofu Cheney til að krefjast skýringa. Starfsmenn varaforsetans neituðu hins vegar að svara spurningum um dádýrið eða önnur morð í nágrenninu, og vísuðu á lögregluyfirvöld.

NY Daily News telur reyndar að sennilega hafi Cheney verið að reyna að drepa hinn goðsagnakennda Rúdolf - en hann var hreindýr en ekki dádýr. En Cheney hefur áður farið dýrategundavillt þegar kemur að því að skjóta á hluti sem hreyfast - það er öllum enn í fersku minni þegar hann skaut annað gamalmenni - vin sinn og Texas Bigwig Harry Whittington í andlitið á veiðiferð fyrr í ár. Þá þóttist Cheney hafa verið á rjúpnaskytteríi. 

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Matthíasson

Það var reyndar mamma Bambi sem var drepin. 

Árni Matthíasson , 20.12.2006 kl. 07:53

2 Smámynd: FreedomFries

Jújú, en ég var nú að hugsa um breskt ljóð en ekki bandarísku teiknimyndina...

FreedomFries, 20.12.2006 kl. 14:26

3 Smámynd: Árni Matthíasson

"Never trust a hippie" - ójá.
 

Árni Matthíasson , 20.12.2006 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband