Evangelistar að leggja undir sig bandaríska herinn

Herinn.jpg

Ég hef verið að fylgjast með þessu í dálítinn tíma: svo virðist sem evangelistar reki kerfisbundið trúboð innan bandaríkjahers og varnarmálaráðuneytisins, og að nú sé svo komið að mönnum sé varla líft innan þessarar stofnunar nema þeir séu endurfæddir. Það þarf varla að taka fram hversu hættulegt það er að herinn sé í höndunum á einum trúarhópi.

Samkvæmt Reuters

A watchdog group that promotes religious freedom in the U.S. military accused senior officers on Monday using their rank and influence to coerce soldiers and airmen into adopting evangelical Christianity.

Such proselytizing, according to the Military Religious Freedom Foundation, has created a core of "radical" Christians within the U.S. armed forces and Pentagon who punish those who do not accept evangelical beliefs by stalling their careers.

"It's egregious beyond the pale," said Mikey Weinstein, president and founder of the Military Religious Freedom Foundation. "We apparently have a radicalized, evangelical Christian Pentagon within the rest of the Pentagon."

Nýlegt trúboðsmyndband á vegum "Christian Embassy" sem er einhverskonar trúboðsfélagsskapur innan hersins, sýndi yfirmenn í hernum ræða trúmál í fullum herskrúða. Hermönnum er bannað að mæta í búning í nein pólítísk eða trúarleg myndbönd eða yfirleitt á slíkar samkomur sem ekki eru beinlínis á vegum hersins eða ríkisins, enda eru hermenn fulltrúar ríkisins meðan þeir eru í búning, en ekki prívatborgarar.

"It associates the power of office with sectarian ideology," said MeLinda Morton, a Lutheran reverend and former Air Force chaplain who said her military career was hurt because she did not adopt evangelical views.

Weinstein compared what he said was radical proselytizing within the military with the Islamist militants U.S. troops are confronting in wars overseas.

"When we're facing a global war on terror against what we call Islamic extremists, it certainly doesn't help when we have apparently a viewpoint from the cognoscenti and glitterati, the leadership of the Pentagon, pushing a particular virulent worldview down the throats of people who are helpless to argue against it," Weinstein said.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég var í Ameríku fyrir ári síðan (reyndar í Kanada) og það var í fyrsta skipti sem ég kom þangað í áratug. Mér fannst sjónvarpsdagskráin hafa breyst þannig að það var urmull af alls konar trúarlegum stöðvum, ekki bara kristnar. Ég man sérstaklega eftir einni stöð sem var trúarofsi mikill og þó það væri ekki beinlínis opin fjandsemi í garð Arabaheimsins þá var í síbylju boðað að sanntrúaðir þyrftu að hjálpa Ísrael gegn vondu köllunum sem herjuðu á það ríki. Þetta er bara spurning um hvort krossferðir 21. aldar séu hafnar eða hvort þær séu í undirbúningi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.12.2006 kl. 17:40

2 identicon

Virkilega scary stöff!   Myndum við treysta Gunnari í Krossinum eða Snorra í Betel fyrir öflugasta hernaðarmætti mannkynssögunnar?  Jísus Kræst! (no pun intended)   So much for Dont Ask, Don´t Tell.

Róbert Björnsson (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 19:38

3 Smámynd: FreedomFries

Ísraelsást evangelista er eitt merkilegasta fyrirbrigði bandarískra stjórnmála - ég vil ekki ganga svo langt að segja að hún "útskýri" blindan stuðning bandaríkjanna við Ísrael, en það skiptir mjög miklu máli fyrir frambjóðendur sem eru að veiða atkvæði evangelista að sannfæra þá um að þú sért óþreytandi stuðningsmaður Ísrael. Það er t.d. mikilvægt að hafa í huga að gyðingar kjósa yfirleitt demokrata, þó frambjóðendur repúblíkana séu mun herskárri í ást sinni á Ísraelsríki.

En þó það virðist stundum eins og trúarofstækismenn vaði uppi allstaðar sýnist mér þó eins og þeir séu frekar á undanhaldi en hitt - sérstaklega í samanburði við ástandið eins og það var fyrst eftir innrásina í Írak og eftir seinni sigur Bush 2004. Það er sennilega óþarfi að vera of svartsýnn. Það er allt fullt af skynsömu og greindu fólki í Bandaríkjunum, þó jólasveinarnir séu stundum full áberandi...

Við eigum jú okkar Snorra í Betel - og ef Íslendingar ættu her er ég sannfærður um að Snorri myndi vilja fá að boða hernum trú, svo herinn gæti gengið á vegum guðs!

Bestu kveðjur!

Magnús

FreedomFries, 13.12.2006 kl. 23:44

4 identicon

Ég hef einmitt verið að kynna mér þessi mál og skrifaði færslu um það á blogg mínum, endilega kíkið á Jesus Camp sem er heimildamynd um Evangelista í Bandaríkjunum.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 13:18

5 Smámynd: FreedomFries

Ég hef ekki séð Jesus Camp - ég hef það fyrir reglu að horfa bara á bíómyndir í vídeó... og Jesus Camp er ekki enn komin á Hollywood Video. Blockbuster hefur það fyrir reglu að taka ekki inn heimildarmyndir sem sýna hægrimenn í neikvæðu ljósi. En ég er búinn að lesa um hana - og vinur okkar Ted Haggard birtist í myndinni, svo ég get varla beðið!

Magnús 

FreedomFries, 18.12.2006 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband