Kjósendur Bush líklegri til að þjást af geðröskunum og ranghugmyndum, líka verr upplýstir, samkvæmt nýrri rannsókn

Rarely is the question asked: Is our children learning.jpg

Þetta gæti skýrt margt... Margir vinstrimenn hafa reyndar haldið fram svipuðum kenningum undanfarin ár, en því miður er erfitt að sýna fram á svonalagað með vísindalegum hætti. Þartil einhverjum uppátækjasömum MA nema við ríkisháskóla Connecticut (þ.e. Southern Connecticut State University) datt í hug að gera könnun á skoðunum geðsjúklinga í kosningunum 2004. Þá kom í ljós að því verri ranghugmyndir og geðröskunin var, því líklegri var sjúklingurinn til að kjósa Bush...

Lohse’s study, backed by SCSU Psychology professor Jaak Rakfeldt and statistician Misty Ginacola, found a correlation between the severity of a person’s psychosis and their preferences for president: The more psychotic the voter, the more likely they were to vote for Bush.
“Our study shows that psychotic patients prefer an authoritative leader,” Lohse says. “If your world is very mixed up, there’s something very comforting about someone telling you, ‘This is how it’s going to be.’”

Samkvæmt könnuninni voru geðsjúklingar sem kusu Bush líka verr upplýstir en geðsjúklingar sem kusu Kerry:

“Bush supporters had significantly less knowledge about current issues, government and politics than those who supported Kerry,” the study says.

Samskonar niðurstöður hafa fengist í eldri könnunum - t.d. voru kjósendur sem þjáðust af órum og ranghugmyndum hrifnari af Nixon í kosningunum 1972, en í því tilfelli er sennilega rétt að segja að líkur sæki líkan heim?

Ég hef heyrt af rannsóknum á því hversu vel upplýstir áhorfendur Fox, og stuðningsmann forsetans eru, og þær kannanir hafa allar komist að sömu niðurstöðu: Því verr upplýst fólk er, og því minna sem það veit um gang heimsmálanna, þeim mun líklegra er það til að vera sannfært um að Bush hafi staðið sig vel í starfi. Þetta með tengslin milli geðröskunar og stuðnings við forsetann eru hins vegar nýjar fréttir - en eftir að hafa hlustað á AM Talk radio, og þó sérstaklega Michael Savage í nokkur ár, held ég að það geti vel staðist, því ég er ekki viss um að ég myndi þora að vera í sama herbergi og helmingurinn af þeim vitfirringum sem hringja í "the Savage nation".

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.snopes.com/photos/politics/bushbook.asp

Ekki það að ég sé aðdáandi Bush!! 

Helgi (IP-tala skráð) 2.12.2006 kl. 04:54

2 Smámynd: FreedomFries

Þetta virðist vera rétt -  En þetta er engu að síður góð ljósmynd!

FreedomFries, 3.12.2006 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband