Meira að segja olíufyrirtækin viðurkenna að gróðurhúsaáhrifin séu raunveruleg!

Þó hann eigi fáa vini er Al Gore samt super serial.jpg

Einhverra hluta vegna halda margir hægrimenn að þeir þurfi að vera fullir fyrirlitningar á umhverfisvernd, eins og það sé einhverskonar marxísk geðröskun að hafa áhyggjur af því að mengun geti haft alvarleg áhrif á lífríkið. Ég hef alltaf skilið þetta hatur hægrimanna á umhverfisverndarsinnum sem eitt ömurlegt dæmi "ég þarf að vera á móti öllu sem pólítískir andstæðingar mínir segja" heilkenninu. Ef vinstrimenn segja að umhverfisvernd sé mikilvæg þarf ég að hatast við umhverfisvernd. Ef vinstrimenn segja að stríðið í Írak sé fásinna þarf ég að vera eldheitur stuðningsmaður stríðsins.

Spurningin um gróðurhúsaáhrifin er mjög einföld - ef gróðurhúsaáhrifin eru raunveruleg, og jörðinni stafar raunveruleg hætta af útblæstri gróðurhúsaloftegunda þarf að grípa í taumana, og þá skiptir litlu hvort löggöf og reglur kosti athafnalífið eitthvað, eða hvort hagvöxtur verði örlítið minni. Ef gróðurhúsaáhrifin eru hins vegar bara "kenning" og alls óvíst hvort þau eitthvað raunverulegt vandamál sem við þurfum að takast á við er engin ástæða til þess að vera að hlaupa upp til handa og fóta í móðursýki og setja lög og reglur sem kosta peninga, minnka hagvöxt og skerða lífsgæði okkar. Þetta er mjög einfalt. Fram til þessa hafa menn eins og Inhofe og aðrir sem berjast gegn umhverfisvernd haldið því fram að það sé ennþá allsendis óvíst hvort gróðurhúsaáhrifin séu raunveruleg - og Inhofe hefur í því haft dygga bandamenn: orkufyrirtækin. (reyndar snýr það samband hinsegin). Meðan olíu- og orkufyrirtækin eru tilbúin til að berjast gegn umhverfisvernd er ólíklegt að það sé hægt að gera mikið til þess að koma í veg fyrir gróðurhúsaáhrifin.

En hægrimenn á borð við Inhofe þurfa bráðum að fara að heyja baráttu sína gegn umhverfiselskandi hippum og vinstrimönnum einir - því samkvæmt The Washington Post eru stjórnendur olíufyrirtækjanna búnir að átta sig á því að þeir þurfi kannski að taka ábyrgð á umhverfinu:

While the political debate over global warming continues, top executives at many of the nation’s largest energy companies have accepted the scientific consensus about climate change and see federal regulation to cut greenhouse gas emissions as inevitable.
The Democratic takeover of Congress makes it more likely that the federal government will attempt to regulate emissions. The companies have been hiring new lobbyists who they hope can help fashion a national approach that would avert a patchwork of state plans now in the works. They are also working to change some company practices in anticipation of the regulation.

We have to deal with greenhouse gases,” John Hofmeister, president of Shell Oil Co., said in a recent speech at the National Press Club. “From Shell’s point of view, the debate is over. When 98 percent of scientists agree, who is Shell to say, ‘Let’s debate the science’?” 

Þegar bæði forstjórar olíufyrirtækja og "98%" allra vísindamanna eru sammála um að gróðurhúsaáhrifin séu raunveruleg - og raunverulegt vandamál - er kominn tími til að hætta að taka efamsemdarmenn eins og Inhofe alvarlega.

Þó það séu góðar fréttir að olíufyrirtækin hafi lært af reynslu tóbaksfyrirtækja - að það sé ekki hægt til lengdar að ljúga því að þeir séu að framleiða skaðlausar vörur - hafa andstæðingar umhverfisverndar fleiri spil á hendi. Það er nefnilega erfitt að "debate the science" ef ríkið kemur í veg fyrir að almenningur hafi aðgang að "the science". Ríkisstjórn Bush hefur nefnilega ákveðið að loka aðgangi að öllum gögnum EPA, The Environmental Protection Agency. Ástæðan er sú að repúblíkanar eru á móti ofvexti ríkisbáknsins og eru að reyna að draga úr ríkisútgjöldum! Samtals sparast 2 milljónir á því að loka aðgangi almennings og vísindamanna að einhverju mikilvægasta safni gagna um mengun og umhverfisáhrif mengunar.

 

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband