Gleðilegan kalkúnadag!

The Annual Turkey Pardoning Photo Op.jpg

Í dag er Thanksgiving, og á þeim degi er bannað að flytja slæmar fréttir í Bandaríkjunum, allar sjónvarpsstöðvar flytja eingöngu feel-good people fréttir eða sýna upptökur af The Holiday Parade í New York. Ég missti af snúbba, en sá risavaxinn Scooby Doo, The Energizer Bunny, Dora the Explorer, og nokkrar aðrar blöðrur.

Mikilvægasta frétt dagsins er hins vegar alltaf kalkúnanáðun forsetans: Á hverju ári "náðar" Bandaríkjaforseti nefnilega einn kalkún, sem þannig kemst undan því að vera étinn. Hefðin byrjaði 1947 þegar kalkúna-iðnaðurinn og forsetaembættið bundust böndum um að tryggja að allir forsetar frá og með þeim degi myndu fá minnsta kosti eitt feel-good photo op á hverju ári - og að kalkúnaiðnaðurinn fengi ókeypis auglýsingu. Kalkúnninn var þar með líka orðinn presidentially-approved thanksgiving dinner. Ef ekki hefði verið fyrir Harry Truman og þetta kalkúna-conspiracy hefðu Bandaríkjamenn kannski farið að borða allskonar annarskonar mat á thanksgiving?

Við hátíðlega athöfn í gær náðaði George W Bush, 43 forseti bandaríkjanna, tvo kalkúna - og tilkynnti að kalkúnarnir myndu báðir fá að fara til Disneylands, þar sem þeir verða einhverskonar honorary marshalls í thanksgiving parade, sem er auðvitað draumur allra kalkúna? Það er hægt að horfa á upptöku af þessu kalkúnamómenti forsetans á Washington Post. Ég ætla að eyða afganginum af deginum í að bíða eftir að borða free range og organíska kalkúninn okkar í kvöld. Sá kalkúnn fékk allavegana að lifa gleðilegu free-range organísku lífi áður en hann varð kvöldmatur...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband