Cavuto á Fox News varar við því að umhverfisverndarsinnar heilaþvoi börn með teiknimyndum

Cavuto er einn af þessum "common sense conservatives".jpg

Þetta virðist vera helsta áhugamál repúblíkana þessa dagana. Fyrir fáeinum dögum skrifaði ég um skelfilaga uppgötvun James Inhofe að sameinuðu þjóðirnar hefðu gefið út myndabók sem kenndi börnum að mengun væri slæm og að það ætti að fara vel með umhverfið. Inhofe hefur fram að þessu stýrt þeirri nefnd öldungadeildarinnar sem hefur með umhverfismál að gera. Samkvæmt Inhofe er víðfemt samsæri Maóista í Hollywood á bak við þennan hættulega umhverfisverndaráróður: "the far left, the George Soros, the Hollywood elitists, the far left environmentalists".

Inhofe er ekki einsamall í þessari baráttu gegn því að börnum sé kennt mikilvægi umhverfisverndar, því í var löng umfjöllun á Fox News um skaðsemi teiknimyndarinnar Happy Feet, sem fjallar um mörgæsir. Neil Cavuto staðhæfði að myndin væri í raun og veru ílla dulbúinn umhverfisverndaráróður:

In the movie the penguins are starving, the fish are all gone and it’s clear human and big buisness are to blame. Is Hollywood using kid’s films to promote a far left message?

... I saw this with my two little boys. What I found offensive — I don’t care what your stands are on the environment — is that they shove this in a kid’s movie. So you hear the penguins are starving and they’re starving because of mean old men, mean old companies, arctic fishing, a big taboo. And they’re foisting this on my kids who frankly were more bored that it was a nearly two-hour movie. And they’re kids!

My biggest thing was — you can make a political statement all you want — adult movie and all. I just think it’s a little tacky, and a big-time objectionable when you start foisting it on kids who don’t know any better.  

Cavuto ræddi við Holly McClure sem er einhverskonar kvikmyndagagnrýnandi Fox, en McClure sagði að myndin notaði "cute penguins" til þess að gabba börn og fullorðna:

I went watching this movie saying Ok, great, a light-harded fun film — love these animated pictures. And it’s interesting how realistic it looks. You get in there and you’re enjoying all the fun and frivolity. And then along comes the subtle messages.

Það sem gerir þessa undarlegum móðursýki athyglisverða er að bandarískir "íhaldsmenn" eyða undarlega miklum tíma í að þusa yfir barnaefni og öllum "liberal" heilaþvættinum í barnasjónvarpi. Þekktasta dæmið er auðvitað upphlaup Jerry Falwell fyrir sjö árum, þegar hann uppgötvaði að Tinky Winky í Teletubbies væri samkynhneigður, vegna þess að hann gekk með litla tösku. Falwell var sannfærður um að Tinky Winky væri að reka áróður fyrir samkynhneigð. Og sömuleiðis Sponge Bob Square Pants. Þá gerðu þessir sömu siðgæðisverðir harða hríð að Shrek 2. Traditional Values Coalition sendi bréf til foreldra til að vara við klæðskiptingum og kynskiptingum í myndinni, en Shrek væri "promoting cross dressing and transgenderism":

The DreamWorks’ animated film, “Shrek 2,” is billed as harmless entertainment but contains subtle sexual messages. Parents who are thinking about taking their children to see “Shrek 2,” may wish to consider the following: The movie features a male-to-female transgender (in transition) as an evil bartender. The character has five o’clock shadow, wears a dress and has female breasts. It is clear that he is a she-male. His voice is that of talk show host Larry King.

During a dance scene at the end of the movie, this transgendered man expresses sexual desire for Prince Charming, jumps on him, and both tumble to the floor.

... An earlier scene in the movie features a wolf dressed in grandma’s clothing and reading a book when Prince Charming encounters him. Later, one of the characters refers to the wolf’s gender confusion.

Amman í rauðhettu og úlfinum er semsagt ekki saga um að ungar stúlkur eigi að passa sig á úlfum í sauðargæru, heldur er úlfurinn að reka áróður fyrir kynvillu? Hversu margir drengir ætli hafi farið á Shrek 2 og ákvaðið að þeir ætluðu að verða samkynhneigðir klæðskiptingar þegar þeir yrðu stórir? Staðreyndin er að margir "íhaldsmenn" og afturhaldssinuð samtök "kristinna" í bandaríkjunum eru sannfærð um að það sé verið að reyna að heilaþvo börn. Það er augljóst að "íhaldsmenn" á borð við Inhofe og Cavuto, og skoðanabræður þeirra í röðum kristilegra siðgæðisvarða þjást af alvarlegri veruleikafirringu. En það er kannski betra að þessir jólasveinar séu að æsa sig yfir teiknimyndum en að gera alvöru óskunda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

þetta eru bara nátturlega hálvitar!

Bragi Einarsson, 22.11.2006 kl. 22:09

2 identicon

Auðvitað er alltaf spes að sjá óttann í BNA við allt. En hitt verður að segjast að Happy Feet, sem ég fór á í dag, er einhver sterkasta áróðursmynd sem ég hef séð lengi og það er ekki í neinum felubúningum, alla vega ekki fyrir fullorðna. Þarna er tekinn afstaða gegn fiskveiðum (sér í lagi trollveiðum), mengun og m.a. ábyrgð (eða samþykki) kirkjunnar, afstaða til þeirra sem eru öðruvísi (lesist samkynhneigðir) og svo mætti lengi telja.

Með öðrum orðum, ég fór með dóttur minni á teiknimynd sem ég hélt að væri fyndin, sem hún er á köflum, en gamanmálin hurfu í skuggann af sterkri boðun kvikmyndagerðarfólksins. Boðun sem ég get tekið undir, að næstum öllu leiti, en boðun engu að síður.

Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 04:41

3 identicon

Auðvitað er alltaf spes að sjá óttann í BNA við allt. En hitt verður að segjast að Happy Feet, sem ég fór á í dag, er einhver sterkasta áróðursmynd sem ég hef séð lengi og það er ekki í neinum felubúningum, alla vega ekki fyrir fullorðna. Þarna er tekinn afstaða gegn fiskveiðum (sér í lagi trollveiðum), mengun og m.a. ábyrgð (eða samþykki) kirkjunnar, afstaða til þeirra sem eru öðruvísi (lesist samkynhneigðir) og svo mætti lengi telja.

Með öðrum orðum, ég fór með dóttur minni á teiknimynd sem ég hélt að væri fyndin, sem hún er á köflum, en gamanmálin hurfu í skuggann af sterkri boðun kvikmyndagerðarfólksins. Boðun sem ég get tekið undir, að næstum öllu leiti, en boðun engu að síður.

Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband