Joe Lieberman rekinn úr eigin einkaflokki?

Bush-Lieberman kossinn frægi.png

Fyrir kosningarnar tapaði Joe Lieberman í forkjöri demokrataflokksins í Connecticut fyrir vinstrimanninum Ned Lamont. Lieberman þótti full "bipartisan" í stuðningi sínum við forsetann og misheppnaða utanríkispólítík hans. Lieberman hins vegar þóttist vera meiri maður en aðrir, eins og Kerry, sem höfðu stundum greitt atkvæði með vondum málum, en svo seinna snúist til að berjast gegn þeim. Samkvæmt "the flip-flop theory" þykir það mjög vont að skipta um skoðun - sérstaklega ef sýnt er fram á að fyrri skoðuninhafi verið hörmulega vond... Og Lieberman er ekki "flip flopper".

Vinstrimenn í Connecticut voru hins vegar lítið hrifnir af "staðfestu" Lieberman, og völdu Lamont sem frambjóðanda flokksins. Lamont hafði fátt annað á stefnuskránni en að enda stríðið. Það þótti hægrimönnum ægilega fyndið og sýna hversu ómerkilegur stjórnmálamaður Lamont væri. Lieberman er hins vegar alvöru stjórnmálamaður, og veit að stjórnmálamenn eiga ekki að hafa önnur stefnumál en sjálfa sig - og gerði sér lítið fyrir og stofnaði sinn eigin prívat stjórnmálaflokk, sem fékk hið skáldlega nafn: "Connecticut for Lieberman". Og hver voru stefnumál þessa stjórnmálaflokks? Jú, að sjá til þess að Lieberman fengi að vera áfram öldungadeildarþingmaður.

Lieberman vann svo glæsilegan kosningasigur, aðallega vegna þess að repúblíkanar í Connecticut kusu frambjóðanda "Connecticut for Lieberman", en ekki frambjóðanda Repúblíkana, Alan Schlesinger sem var að vísu hálf fúll yfir því að flokksmaskínan hefði snúist gegn sér. Ken Mehlman var búinn að lýsa yfir stuðningi við Lieberman um það bil fimm mínútum eftir að það var ljóst að hann myndi ekki vera í framboði fyrir Demokrata.

Síðan þá hefur Lieberman verið með allskonar yfirlýsingar - til skiptis sagst ætla að vinna með Demokrötum, og að "hann útilokaði ekki" að ganga til liðs við Repúblíkana. Lieberman er nefnilega útsjónarsamur eiginhagsmunapotari:

I'm not ruling it out, but I hope I don't get to that point. And, and I must say, and with all respect to the Republicans who supported me in Connecticut, nobody ever said, 'We're doing this because we, we want you to switch over,' ...

I am going to Washington beholden to no political group except the people of Connecticut and, of course, my conscience.

Það er auðvitað mjög virðingarvert að hafa sannfæringu, hver sem hún svosem er. Vandamálið er bara að Lieberman stofnaði stjórnmálaflokk - og hann var í framboði fyrir þennan sama stjórnmálaflokk. Stjórnmálaflokkurinn heitir "Connecticut for Lieberman". Lieberman hafði reyndar ekki haft fyrir því að setja reglur fyrir flokkinn, kjósa stjórn eða gera aðrar ráðstafanir. Og það besta var að flokkurinn hafði enga skráða meðlimi! Lieberman hafði ekki einu sinni sjálfur fyrir því að skrá sig formlega í nýja flokkinn! Og það gaf háskólaprófessor að nafni John Orman tækifæri til þess að "ræna" flokknum:

With Connecticut for Lieberman having achieved its victory earlier this month, Orman made his move. He contacted the secretary of the state, learned the new minor party had no registered members, then visited the registrar in Trumbull, where he lives, to switch from a Democrat to a Connecticut for Lieberman-ite.

"Then I went home and called a meeting of all registered Connecticut for Lieberman members to reflect on our party's victory in the U.S. Senate race (and) organize and submit rules to the secretary of the state," Orman said.

He nominated himself chairman, seconded the nomination, cast his vote for himself and proceeded to establish party rules.

Orman said the "party" is upset that Lieberman has abandoned it and says he is an "Independent Democrat."

"I want to organize it as a group that will keep (Lieberman) accountable," Orman said. "It will be dedicated to critics, opponents, bloggers. . . . I'm just trying to carry it to the next step." 

Með því að halda formlegan stofnfund, skrifa upp reglur fyrir flokkinn og "kjósa" flokksformann og stjórn, skrifa allt þetta upp á blað, og leggja það formlega fyrir yfirvöld í fylkinu gat John Orman skipað sjálfan sig formann í einkaflokki Joe Lieberman!

According to bylaws established by Orman, anyone whose last name is Lieberman may seek the party's nomination - or any critic of the senator. 

Orman has triggered a process that will force Lieberman and state elections officials to decide the future of a party created solely to return the senator to Washington.

"It's an interesting little wrinkle," said Michael Kozik, managing attorney for the secretary of the state's legislation and elections administration division. Orman has forwarded his intention to register with the party and keep it alive to the secretary of the state for review.

Orman hefur lýst því yfir að hann vilji láta reyna á hvort einkaflokkur Lieberman geti talist lögmætur stjórnmálaflokkur. Lieberman þarf sennilega að segja sig úr sínum eigin prívat stjórnmálaflokki og ganga aftur í demokrataflokkinn?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband