Gróðurhúsaáhrifin ekkert vandamál, því "guð er ennþá þarna uppi"

Guð er ennþá þarna uppi.jpg

Ein mikilvægasta afleiðing þess að Macaca Allen skyldi hafa tapað fyrir Jim Webb (fyrir utan auðvitað að hafa komið fulltrúa Hins Róttæka Bylitingarflokks Alþýðunnar, Verkalýðs og Bænda, Jim Webb inn á þing!) var að Repúblíkanar þurfa að láta af nefndarforystu í öllum nefndum öldungadeildarinnar - þeirra á meðal The Senate Committee on Environment and Public Works, sem hefur yfirumsjón með umhverfismálum fyrir hönd öldungandeildarinnar. Fram til þessa hefur nefndin verið leidd af James Inhofe, sem hefur helst getið sér frægðar fyrir einkakrossferð sína gegn þeirri fáránlegu kenningu að athafnir mannsins geti haft einhver áhrif á náttúruna eða umhverfið. Samkvæmt Inhofe er keningin um gróðurhúsaáhrifin nefnilega stórfelldasta lygasúpa sem vinstrimenn hafa kokkað upp.

Inhofe mætti í eitt af þessum "viðtölum" sem Fox setur á svið fyrir þingmenn repúblíkana, og útskýrði af hverju gróðurhúsaáhrifin væru ekkert til að hafa áhyggjur af. Og það er nú nokkuð borðleggjandi: 1) Guð vakir yfir okkur, 2) Sólin hitar jörðina. Og svo talaði hann líka um einhvera vísindamenn, sem hann vildi að vísu ekki nefna á nafn, en þeir hefðu allir með tölu verið sammála honum:

INHOFE: Now look, God’s still up there. We still have these natural changes, and this is what’s going on right now. New science comes out...

We had all these scientists and all of them came to the conclusion, yes, part of the globe is warming. Let’s keep in mind, now, the southern hemisphere has never been warming and changing in the last 25 years. The last time I checked that’s part of the globe.

But if the northern hemisphere is warming up, it’s not due to manmade gases. And that’s what these people all come to the conclusion. And yet the other side, the far left, the George Soros, the Hollywood elitists, the far left environmentalists on the committee that I chair — all of them want us to believe the science is settled and it’s not.

By the way, there’s all kinds of new things. Gretchen, you’ll enjoy this. Get your violin out and get ready. They came out with a great discovery just a few weeks ago. And this came from the geophysical research letters and you know what they said? Hold on now! They said the warming is due to the sun. Isn’t that remarkable?

GRETCHEN: Wow.

BRIAN: That’s a Fox News alert.

GRETCHEN: That is a Fox News alert.

Þetta er svo sannarlega fréttnæmt efni: Coocoohead Inhofe hefur komist að því að George Soros og víðfemt Kommúnístískt Hollywood samsæri sé að reyna að hylma yfir því að sólin hiti jörðina. Það er hægt að horfa á viðtalið á ThinkProgress.

Það er kannski ágætt að Inhofe hafi ákveðið að eyða seinustu dögum sínum í embætti í að boða þessa merkilegu uppgötvun, frekar en t.d. að ofsækja barnabókahöfunda. Fyrir rétt viku síðan var hann nefnilega búinn að æsa sjálfan sig upp í ægilega hysteríu yfir því að Sameinuðu Þjóðirnar skuli hafa látið gefa út barnabók sem hvetti börn til þess að umgangast umhverfið af virðingu. Bókin fjallar um bráðnun heimskautanna. Inhofe þótti þessi barnabók varhugavert dæmi um heilaþvótt, og benti sérstaklega á að bókin væri full af litríkum teikningum!

The book features colorful drawings and large text to appeal to young children.

Þetta er augljóslega það alvarlegt mál að háttsettur öldungadeildarþingmaður frá Oklahóma þurfi að láta til sín taka! Hvar væri heimurinn staddur ef Inhofe fletti ekki ofan af heilaþvottastarfsemi Sameinuðu Þjóðanna, og sendi út langar ítarlegar fréttatilkynningar til þess að ásaka barnabækur fyrir að vera með litríkar myndir?

M

Ps. Meðan ég var að "gera rannsóknir" fyrir þessa bloggfærslu mína - (maður þarf að vita hvað maður er að skrifa um, andskotinn hafi það!) - rakst ég á þessa frábæru athugasemd Inhofe um samkynhneigð:

INHOFE: As you see here, and I think this is maybe the most important prop we’ll have during the entire debate, my wife and I have been married 47 years. We have 20 kids and grandkids. I’m really proud to say that in the recorded history of our family, we’ve never had a divorce or any kind of homosexual relationship.

Þetta tilkynnti Inhofe í öldungadeildinni, og bætti við að hann "réði aldrei neina hommatitti í vinnu heldur..." Þetta er maður fjölskyldugilda og hreinnar samvisku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Toppmaður.

Villi Asgeirsson, 17.11.2006 kl. 18:12

2 Smámynd: FreedomFries

Ég man að ekki eftir að hafa séð neitt um að hann hafi þegið mútur, svo hann er kannski með skárri repúblíkönum, sem virðast helst velja sér frambjóðendur sem eru bæði spilltir og galnir!

FreedomFries, 17.11.2006 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband