Klámvæðingin allsherjar fíaskó: Bara skitið 1% af netinu er klám!

Það þarf stór rör til að flytja allt óritskoðaða internetið.jpg

Samkævmt rannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er bara 1.1% af internetinu klám - en rannsóknin gerir enga tilraun til þess að flokka afganginn, 98.9%, niður. Mig grunar að blogg um ketti og hvað var í kvöldmatinn taki upp hærra hlutfall en öll klámvæðingin.

Bandaríkjastjórn lét gera þessa rannsókn til þess að sýna fram á hversu mikilvægt það væri að njósna um netnotkun í almenningsbókasöfnum og almennt að ritskoða allt internetið. Samkvæmt Forbes:

About 1 percent of Web sites indexed by Google and Microsoft are sexually explicit, according to a U.S. government-commissioned study.

Government lawyers introduced the study in court this month as the Justice Department seeks to revive the 1998 Child Online Protection Act, which required commercial Web sites to collect a credit card number or other proof of age before allowing Internet users to view material deemed "harmful to minors."

The U.S. Supreme Court blocked the law in 2004, ruling it also would cramp the free speech rights of adults to see and buy what they want on the Internet. The court said technology such as filtering software may work better than such laws.

The American Civil Liberties Union, which challenged the law on behalf of a broad range of Web publishers, said the study supports its argument that filters work well.

Rannsóknin sýndi nefnilega fram á að netfilterar hreinsuðu út 91% af öllu því klámi sem netið hafði upp á að bjóða, og þá stendur eftir rétt tæpur einn tíundi úr prósenti. En Bandaríkjastjórn, sem trúir á ritskoðun er samt þeirrar skoðunar að rannsóknin sanni mikilvægi þess að koma á víðtækri netritskoðun. Ég hef einhvernveginn staðið í þeirri meiningu að the world wide intertubes væru öll yfirfull af klámi og allskonar öðrum ósóma, og að útúr þeim flæddi slík holskefla af mannskemmandi og klámvæðandi efni, að siðmenningunni stafaði af því bráð hætta. 1.1% hljómar ekkert sérstaklega dramatískt. Kannski eru allar holskeflur svona ómerkilegar þegar einhver tekur sig til og fer að mæla þær?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband