5 Milljón $ í peningaverðlaun fyrir besta forseta Afríkuríkis

Santos og Bush.jpg

Til þess að hvetja til heiðarlegrar og effektívrar stjórnsýslu hefur súdanski auðmaðurinn Mo Ibrahim heitið að veita árlega 5 milljón dollara í verðlaun til heiðarlegasta og besta forseta Afríkuríkis. Verðlaununum og skilyrðunum sem þarf að uppfylla til að hljóta þau er lýst á heimasíðu Ibrahim.

Each year the winning leader will, at the end of his term, get $5m (£2.7m) over 10 years and $200,000 (£107,000) each year for life thereafter. "We need to remove corruption and improve governance," Mr Ibrahim said.

...The Mo Ibrahim Prize for Achievement in African Leadership will be launched in London on Thursday... It will be available only to a president who democratically transfers power to his successor. Harvard University will do the measuring to see just how well the president has served his or her people during their term in office.

Nelson Mandela, former US President Bill Clinton and UN Secretary General Kofi Annan are among those who have welcomed the initiative.

Gagnrýnisraddir hafa sagt að það sé út í hött að það þurfi að verðlauna menn fyrir að vinna vinnuna sína, ræna ekki samlanda sína, og troða hvorki lýðræði og mannréttindi fótum. Auk þess sé Ibrahim að ýta undir hugmyndina um "big men" - það sé í höndum sterkra leiðtoga og þjóðarfeðra að lyfta Afríkuríkjum upp úr kúgun, borgarastyrjöldum og fátækt.

Það má svosem vel vera. Auðvitað er það undir heiðarlegum almenningi sem vinnur í bönkum og á allrahanda skrifstofum, að sjá til þess að yfirmenn og stjórnmálamenn komist ekki upp með stórfelld rán og gripdeildir. En því miður virðist sem afrískir þjóðarleiðtogar og valdaelítur hafi ákveðið að ríkið væri fyrst og fremst effektív maskína til að ræna samlanda sína. George Ayittey, hagfræðingur frá Ghana lýsti ástandi þannig fyrir nokkrum árum:

"Government", as it is known in the West, does not exist in much of Africa. What exists is a "mafia state" - government captured by gangsters, crooks and scoundrels, who use the instruments of the state to advance their own economic interests, those of their cronies and tribesmen."

Til þess að viðhalda jafnvægi finnst mér að DeBeers og Shell ættu að veita verðlaun fyrir "most business friendly head of African State". Ég tilnefni Eduardo Dos Santos, forseta Angóla.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband