Almenningur kaupir ekki kenningu Republíkana um að Foleyskandallinn sé "hommasamsæri"

untitled.jpg

Síðan Foleyskandallinn fór af stað fyrir tveimur vikum síðan hefur Republikanaflokkurinn ásamt íhaldsömum "kristinum" stjórnmálaskýrendum reynt að snúa vörn í sókn, meðal annars með því að reyna að gera samkynhneigð Foley að einhverju aðalatriði umræðunnar, og láta eins og það sé einhver órjúfanleg tenging milli samkynhneigðar, óeðlis og barnamisnotkunar. Hugmyndin er ábyggilega sú að ef bandaríska þjóðin sannfærist um að vandamálið sé samkynhneigð muni fólk flykkjast að kjörkössunum til að kjósa repúblíkana, sem halda ennþá að þeir geti þóst vera guðsútvaldir verðir siðgæðis og heiðarleika.

Tony Perkins, forseti "The Family Research Council':

...neither party seems likely to address the real issue, which is the link between homosexuality and child sexual abuse.

og við annað tækifæri:

I think that this -- there's an indication, there's clear research that shows that homosexual men are more likely to abuse children than straight men. And when it comes to government, yes, I have a concern that any type of sexual deviancy is a problem

Pat Buchanan, sem er einhverskonar republikan "hugsuður":

If the Republican House leadership is guilty of anything, it is of being too tolerant, of allowing Political Correctness, a fear of being called homophobic, to trump common sense. Whether we admit or not, many male homosexuals have a thing for teenage boys which is why so many of them wind up with black eyes when they try to pick them up.

Paul Weyrich, Forseti Free Congress Research and Education Foundation:

Here is the real problem. It has been known for many years that Congressman Foley was a homosexual. Homosexuals tend to be preoccupied with sex

Þessi málflutningur var ekki bara bundinn við einhvert "fringe". Leiðari Wall Street Journal tók nefnilega sama andstyggilega pólinn í hæðina:

But in today’s politically correct culture, it’s easy to understand how senior Republicans might well have decided they had no grounds to doubt Mr. Foley merely because he was gay and a little too friendly in emails. Some of those liberals now shouting the loudest for Mr. Hastert’s head are the same voices who tell us that the larger society must be tolerant of private lifestyle choices, and certainly must never leap to conclusions about gay men and young boys.

En það lítur ekki út fyrir að almenningur hafi keypt þessa röksemdafærslu. Samkvæmt nýrri könnun er nefnilega yfirgnæfandi meirihluti almennings hreint ekki eins hómófóbískur og repúblíkanar virðast halda. Könnun á vegum Human Rights Campaign leiddi eftirfarandi í ljós:

62 percent of Americans believe that Foley’s behavior was “typical of politicians,” as opposed to just 30 percent who believe his behavior was “typical of gay men.”

70 percent of Americans say that the Foley scandal has not changed their opinion of gay people.

80 percent of Americans believe it is important to make “sure that gays and lesbians receive the same rights and protections under the law as other Americans,” up from 77 percent in April 2006.

Það er hægt að nálgast könnunina alla hér og umfjöllun hér. Niðurstöðurnar eru mjög athyglisverðar, því þær benda til þess að viðhorf bandarísks almennings til samkynhneigðra hafi batnað mikið á seinustu tíu árum eða svo. Sem dæmi töldu 46% aðspurðra árið 1993 að samkynhneigð væri einhverskonar "val" og aðeins 33% að hún væri meðfædd - í nýjustu könnuninni höfðu þessi hlutföll snúist við. Á sama tíma hafa talsmenn "fjölskyldugilda" háð harða herferð gegn réttindum samkynhneigðra.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband