Viðbrögð Washington Times og The moral "majority" við Foley

jamesdobson.jpg

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum republikana við Foley skandalnum. Að mestu hefur atburðarásin verið frekar fyrirsjáanleg - afneitun og ásakanir, fum og fálm. Leiðtogalið flokksins hefur hlaupið í hringi og breytt frásögn sinni af atburðarásinni nokkrum sinnum yfir helgina, og þykjast núna allir sem einn vera ægilega, já alveg ægilega, hneykslaðir á framferði Foley, sem þeir vissu akkúrat ekkert um fyrr en fréttir birtust um það í blöðunum á föstudaginn. Dennis Hastert getur að vísu ekki munað atburðarásina, og hvort einhver hafi sýnt sér einhverja tölvupósta, þetta rennur allt í eitt hjá honum, en hann er sannfærður um að öll viðbrögð sín hafi verið rétt og viðeigandi.

Þetta var allt eftir handritinu, en það eru ekki allir hægrimenn tilbúnir til þess að taka þátt í þessum leik. Washington Times, sem er hægrisinnaðasta dagblaðið á markaðnum og áræðanlegur bandamaður Bush stjórnarinnar, krefst þess í leiðara að Hastert segi af sér:

House Speaker Dennis Hastert must do the only right thing, and resign his speakership at once. Either he was grossly negligent for not taking the red flags fully into account and ordering a swift investigation, for not even remembering the order of events leading up to last week's revelations — or he deliberately looked the other way in hopes that a brewing scandal would simply blow away. He gave phony answers Friday to the old and ever-relevant questions of what did he know and when did he know it?

Mr. Hastert has forfeited the confidence of the public and his party, and he cannot preside over the necessary coming investigation, an investigation that must examine his own inept performance.

Þetta er auðvitað rétt - Hastert ætti að sýna að hann skilji hversu alvarlegt þetta mál er. Afsögn hans væri mjög gott damage control. Carpetbagger Report bendir á að það séu fleiri en bara Washington Times sem telji að Hastert þurfi að segja af sér, og telur upp nokkra þingmenn republikana og litla, en eftirtektarverða fylkingu republican-aktívista og bloggara. Þeirra á meðal útvarpsmanninn Michael Reagan, son Ronald Reagan.

Ég er nú ekki mjög bjartsýnn á að Haestert sýni þann þroska að taka ábyrgð á athafnaleysi sínu. Það væri úr stíl við heimspeki leiðtogaliðs flokksins, sem felst aðallega í að afneita augljósum staðreyndum. Í þeim veruleikaflótta eiga leiðtogar flokksins líka dygga bandamenn meðal "The moral majority", en Family Research Council og Focus on the Family, hafa áhugaverðar skýringar á hegðun Foley. Samkvæmt Tony Perkins hjá  Family Research Council:

Pro-Homosexual Political Correctness Sowed Seeds for Foley Scandal

Democrats seeking to exploit the resignation of Rep. Mark Foley (R-FL) are right to criticize the slow response of Republican congressional leaders to his communications with male pages. But neither party seems likely to address the real issue, which is the link between homosexuality and child sexual abuse. ... While pro-homosexual activists like to claim that pedophilia is a completely distinct orientation from homosexuality, evidence shows a disproportionate overlap between the two. ... The Foley scandal shows what happens when political correctness is put ahead of protecting children.

Sko, þetta er nefnilega allt vondu demokrötunum að kenna, því þeir vilja ekki leyfa sannkristnu fólki að hata alla sem eru öðruvísi en það... En Perkins finnur líka margt gott í Foley skandalnum, því í öðrum pistli heldur hann því fram að ef flokkurinn hans tapi í kosningunum, þá sé það allt Foley (og hommunum) að kenna. Bara Foley - afgangurinn af flokknum beri augljóslega enga ábyrgð á neinu. Ekki fjárlagahallanum, ekki mislukkaðri utanríkisstefnu. Neibb. Engu. Því þetta er allt hommunum að kenna!

Focus on the Family, sem er apparat á vegum James Dobson hefur hinsvegar aðrar skýringar á hegðun Foley - það var internetpúkinn sem hljóp í Foley:

"This is not a time to be talking about politics, but about the well-being of those boys who appear to have been victimized by Rep. Foley. If he is indeed guilty of what he is accused of, it is right that he resigned and that authorities are looking into whether criminal charges are warranted.

"This is yet another sad example of our society's oversexualization, especially as it affects the Internet, and the damage it does to all who get caught in its grasp."

Mér finnst ég ekki geta sagt mikið um klámvæðingu samfélagsins og hættur internetsins. Þetta er ábyggilega allt satt og rétt, þ.e. internetið stórhættulegt og samfélagið klámvætt, en það er athyglisvert að sjá að þegar einn af "þeirra" mönnum er fundinn sekur um kynferðislegt athæfi sem er ekki bara ógeðfellt, heldur líklega ólöglegt líka, rísa þessir menn upp og eru tilbúnir með afsakanir og kenna öllum öðrum um, internetinu, demokrötunum, hommunum, og samfélaginu. Bara ekki þeim sem braut af sér, eða þeim sem hylmdu yfir. Það er líka athyglisvert vegna þess að fyrir frekar stuttu síðan gátu þessir sömu menn ekki haldið vatni yfir því hversu hræðilegur pervert Clinton væri, og þá sögðu þeir ekki "This is not a time to be talking about politics".

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband