Chertoff mælir hryðjuverkaógnina í meltingarveginum?

Michael Chertoff, yfirmaður föðurlands-öryggisstofnunarinnar (Department of Homeland Security - hvernig á annars að þýða þetta fáránlega orð? Skrifstofa Fósturjarðarvarna? Kannski er það betra? Hvað segja lesendur?) hefur töluvert verið í fréttum undanfarna daga vegna þess að hann er með merkilean melitngarveg. Sjá upptöku af Countdown - Chertoff fyrst og Wesley Clark næst.

Chertoff sagði beinlínis að það væri engar haldbærar vísbendingar sem bentu til þess að Al Qaeda ætlaði að ráðast á Bandaríkin á næstu dögum, vikum eða mánuðum - en að hann væri með fiðring í maganum sem hann túlkaði sem forboða hryðjuverkaárása?

Þessar vangaveltur Chertoff um meltingartruflanir sínar hleyptu af stað allskonar vangaveltum í veraldarrörunum og sjónvarpssölum kapalsjónvarpsstöðva. Allra handa "armchair generals", miðaldra karluglur sem finnst gaman að tala stórkarlalega um stríð og "hryðjuverkaógnina" þóttust alveg sannfærðir um að Chertoff hefði mikið til síns máls - þeir hefðu jú horft á fréttir, og Al Qaeda er búið að vera mikið í fréttunum, svo eru demokratar að grafa undan "our resolve in the war on terror" ergó: Það er "increased activity" og "increased likelyhood of attacks". Umræðan á Hardball virtist fara út í vangaveltur um

Lesa afganginn á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á mínum heimabæ er þessi stofnun DHS aldrei kölluð annað en Department of Homeland Stupidity, enda margar stofnanir þar undir sem gera fátt annað en semja reglugerðir sem íþyngja hinum almenna borgara og eru til mikils ama.

Gísli Halldór (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 16:02

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minn göttfílingur segir nú að þeir láti nú sennilega verða af því að kokka upp aðra árás á sjálfa sig til að staðfesta þessa spádómsgáfu sína.

Mbl. slær því upp að Al Qaeda hafi náð sama styrk og fyrir 911.  Hvað kvarða skyldu þeir nota við svona mælingar? Rýrnaði styrkur þessara óljósu samtaka eftir árásina? Hvar eru þau? Hver stjórnar þeim? Hver fjámagnar þau? Í hverju mælist styrkur þeirra? Mannafla? Fé? Tæknivæðingu? Vopnaeign? Þessi órúlega grunnhyggna óttavæðing á sér engin takmörk.  Halda þessir menn með 30% tiltrú eigin þjóðar að restin af heiminum sé byggður af hálvitum??

Jón Steinar Ragnarsson, 12.7.2007 kl. 17:52

3 Smámynd: FreedomFries

Jú, department of Homeland Stupidity er gott! TSA er samt heimskulegra fyrirbæri, enda undirstofnun DHS. Hvern hefði t.d. grunað að öruggasta leiðin til að berjast við hryðjuverk sé að banna fólki að fara gosflöskur inn á flugvallarsvæði? Vegna þess að annars gætum við búið til sprengjur með mentos og kókakóla?

En hvernig hefur DHS verið þýtt á Íslensku? Ég spyr, því ég les yfirleitt ekki íslensk blöð!

Og Jón, ég held reyndar að þeir haldi að flest fólk sé fífl - og að við hin séum með "liberal bias"!

Bestu kveðjur! Magnús

(ps. Mér finnst hálf einmanalegt á Eyjunni - ekki að það hafi nokkurntímann verið mikið af kommentum, þó teljarinn segi mér að það séu einhverjir lesendur - en hefur varla kjaftur kommentað á Eyjunni. Eru þetta kannski þögul mótmæli við því að ég hafi flutt mig?)

FreedomFries, 12.7.2007 kl. 20:48

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefurðu tekið eftir að á minnismerki abrahams eru tvö stykki "fascie" eða Knyppi sem eru óumdeilanleg táknmynd Fasismans, á armstoðum stólsins.  Hvað í ósköpunum skyldi það tákna?  Það er jú mikið af ótrúlegum táknum á byggingum og minnismerkjum og mörg vísa til Frímúrara. Skítt með það... en "Fascie"??  Hér er mynd til staðfestingar.  Gamalt fasistaplakat

Þetta er mér mikil ráðgáta og væri gaman ef einhver gæti frætt mig um þessi tengsl.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.7.2007 kl. 01:22

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Abraham Lincoln á ég þá við að sjálfsögðu...

Jón Steinar Ragnarsson, 13.7.2007 kl. 01:23

6 identicon

DHS hefur bara verið þýtt sem "Heimavarnarráðuneyti" á íslensku hingað til.

Gísli Halldór (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 05:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband