Er Ann Coulter einn af 'leiðtogum' bandarískra hægrimanna?

CoulterAnn Coulter er lesendum Freedomfries að góðu kunn. Í gegn um tíðina hefur hún skemmt okkur með innsæi sínu og greindarlegum yfirlýsingum á borð við þá að skynsamleg utanríkispólítík felist í almennilegum krossferðum. Eftir 9/11 lýsti Coulter því hvernig bregðast ætti við ógninni af ergilegum Saudi Aröbum sem voru innblásnir af hatri á Bandarískri heimsvaldastefnu:

We should invade their countries, kill their leaders and convert them to Christianity.

Coulter hefur einnig lagt sitt af mörkum til umræðunnar um forsetaframbjóðendur, en samkvæmt henni er John Edwards "totally gay" - sem átti að vera "brandari". hahaha. Því það er alveg ótrúlega fyndið að ásaka pólítíska andstæðinga um samkynhneigð. Demokratar, vinstrimenn, og reyndar sennilega allt fólk sem hefur einhverja örgðu af smekkvísi er því fyrir löngu búið að afskrifa Coulter sem trúð og aula, en einhverra hluta vegna fær hún stöðugt aðgang að fjölmiðlum.

Það sem verra er, mikið af bandarískum hægrimönnum hafa ákveðið að standa vörð um Coulter. Seinasta dæmið er Brent Bozell, sem er formaður Media Research Center, sem er einhverskonar hægrisinnuð hliðstæða Media Matters. Bozell sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem hann hvatti bandaríska hægrimenn og íhaldsfólk um að standa vörð um Ann Coulter:

But Ann Coulter is owed an apology from those outlets, including NBC’s Nightly News, The Washington Post and CNN’s American Morning, which have mis-reported her comments. And conservatives, take note: Today it’s Coulter, tomorrow it may be you. The left has demonstrated that it will stop at nothing, including flat-out dishonesty, to undermine our leaders.

Ann Coulter, samkvæmt þessu er ein af "our leaders"? Í þessu felst vandinn: Mikið af bandarískum hægrimönnum halda að Ann Coulter sé einhverskonar "leiðtogi" eða hugsuður.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FreedomFries

Maður spyr sig hvort þessir menn geri sér ekki grein fyrir því að þeir eru ekki að gera hægri- eða íhaldsmennsku neinn greiða með því að krýna Coulter einn af "leiðtogum" sínum. En ég er auðvitað að ganga út frá því að hægri- eða íhaldsmnenska séu "legit" stjórnmálaskoðanir, en ekki einhverskonar geðraskanir... í því tilfelli væri auðvitað fullkomlega eðlilegt að Coulter sé krýnd keisaraynja!

FreedomFries, 2.7.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband