Útskýring Cheney á því af hverju hann þarf ekki að fara að lögum

We are this deep, I think...Í gær gaf skrifstofa Cheney út opinbera útskýringu varaforsetans á því af hverju hann þurfi ekki að fara að lögum um meðferð leynilegra upplýsinga. Fyrsta útskýring "vara"forsetans var að hann væri ekki hluti framkvæmdavaldsins, því varaforsetinn er líka forseti öldungadeilarinnar. Hann væri því raunverulega hluti af löggjafarvaldinu...

Samkvæmt bréfi yfirmanns ISOO til dómsmálaráðuneytisins (sem hægt er að lesa hér) hélt Cheney því fram, hann væri ekki

"[an] entity within the executive branch that comes into the possession of classified information"

Fyrir utan að vera heimskuleg er þessi skýring í beinni mótsögn við fyrri yfirlýsingar Cheney, sem hefur til þessa neitað að lúta eftirliti þingsins eða gefa þinginu upplýsingar um starfsemi sína, á þeim grundvelli að hann sé hluti framkvæmdavaldsins, en forsetinn hefur "executive privilige" sem á að tryggja að löggjafarvaldið sé ekki að seilast inn á valdsvið framkvæmdavaldsins. Dana Milbank á Washington Post:

Cheney has refused to comply with an order governing the care of classified documents; his office concluded that the order does not apply because he is not “an entity within the executive branch.”

That’s quite opposite the argument Cheney made in 2001, when he said that a congressional probe into the workings of his energy task force “would unconstitutionally interfere with the functioning of the executive branch.” Cheney has, in effect, declared himself to be neither fish nor fowl but an exotic, extraconstitutional beast who answers to no one.

Þessi röksemdafærsla var svo vitlaus að meira að segja Dana Perino, talsmaður Hvíta Hússins átti í mestu erfiðleikum með að réttlæta hana:

The explanatory task fell to White House spokeswoman Dana Perino, whose skin reddened around her neck and collar as she pleaded ignorance during the daily briefing: "I'm not a legal scholar. . . . I'm not opining on his argument that his office is making. . . . I don't know why he made the arguments that he did."

"It's a little surreal," remarked Keith Koffler of Congress Daily.

"You're telling me," Perino agreed.

Það fer því eftir því hvaðan vindar blása hvort varaforsetaembættið tilheyrir framkvæmda- eða löggjafarvaldinu. Varaforsetinn virðist líka sjálfur hafa áttað sig á að þessi skýring héldi ekki vatni. Þessvegna gaf skrifstofa hans út nýja skýringu í gær:

Vice President Cheney’s office offered its first public written explanation yesterday for its refusal to comply with an executive order regulating the handling of classified material, arguing that the order makes clear that the vice president is not subject to the oversight system it creates for federal agencies.

In a letter to Sen. John F. Kerry (D-Mass.), Cheney Chief of Staff David S. Addington wrote that the order treats the vice president the same as the president and distinguishes them both from “agencies” subject to the oversight provisions of the executive order.

Addington did not cite specific language in the executive order supporting this view, and a Cheney spokeswoman could not point to such language last night.

Tony Snow endurtók þessa skýringu á blaðamannafundi Hvíta Hússins:

“Well, keep in mind, what you’re talking about here is an executive order that involves compliance within the executive branch, but it also says that basically for the purposes of the executive order, the President and the Vice President’s offices are not considered ‘agencies’ and, therefore, are not subject to the regulations.”

En þegar reglugerðin, sem Cheney og Snow vísa til, er lesin kemur í ljós að það er akkúrat ekkert sem segir að varaforsetinn, eða forsetinn, séu undanþegnir ákvæðum hennar. Ekki einn stafkrókur. Reglugerðin gildir um, samkvæmt sjöttu grein, fyrsta lið, a:

"Agency" means any "Executive agency," as defined in 5 U.S.C. 105; any "Miltary department" as defined in 5 U.S.C. 102; and any other entity within the executive branch that comes into the possession of classified informaton.

Það er ekkert í reglugerðinni sem segir að forsetinn megi sjálfur ákveða hvort hann fari eftir henni eða ekki - enda hefur forsetaembættið víst farið eftir þessari reglugerð hingað til. Ef forsetinn hefði gert ætlast til þess að reglugerðin næði ekki til varaforsetans hefði honum verið í lófa lagið að setja um það ákvæði. En það var ekki gert.

Og í því felst vandinn. Bush og Cheney virðast trúa því að þeir megi velja og hafna hvaða lögum eða reglum þeir fara eftir. Réttarríki eru hins vegar byggð á þeirri hugmynd að sömu lög gildi um alla, líka valdhafana. Og þegar Cheney reyndi að fá ISOO, sem átti að hafa eftirlit með því að hann meðhöndlaði leynilegar upplýsingar, lagt niður, opinberaði hann hitt meginvandamál stjórnarinnar: Bush og Cheney trúa því að í valdi forsetaembættisins séu þeir undanþegnir öllu eftirliti.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband