Walter Reed: fordyri helvítis, einkarekstur og vanhæfni stjórnvalda

walter reedHerspítalinn Walter Reed hefur verið í fjölmiðlum nokkuð linnulaust síðan fjölmiðlar komst að því við hversu ömurlegar aðstæður slasaðir hermenn væru látnir dúsa. Rottur, kakkalakkar og önnur skordýr hlupu um ganga, sorp og skítur var látinn safnast upp og slasaðir hermenn fengu legusár af því að liggja í skítugum rúmfötum sem ekki var skipt um. Walter Reed er ekki heldur með neina aðstöðu til að sinna hermönnum með Post-Traumatic Stress Disorder. Hermenn sem þjást af sjálfsmorðshugleiðingum fá því enga hjálp, og eru almennt látnir afskiptalausir. Ástandið var svö ömurlega hörmulegt að í mars hengdi James Coons sig í herberginu sínu. Spítalayfirvöld tóku ekki eftir því að það héngi dauður maður í einu spítalaherberginu, og það var ekki fyrr en fjölskylda mannsins hafði ítrekað beðið spítalastarfsfólk að fara og athuga með Conns að einhver opnaði dyrnar og kíkti inn! (Sjá umfjöllun ABC um þetta mál):

On July 4, 2003, Carol and Richard Coons had planned to welcome home their son Master Sgt. James Coons, a career soldier who had seen action in Iraq in 2003 and during the first Gulf War. Instead, they found out James was dead.

 

He had committed suicide in his room at Walter Reed Army Medical Center. Walter Reed staff did not find him until at least two days after his death, and only then at the insistence of his family, who were desperate to locate their son.

 

In their first network television interview since their son's death, Carol and Richard Coons sat down with me to talk about their family's anger and quest for answers. "They didn't take care of my son. They just didn't take care of him," Carol said ...

"He had three doctors' appointments scheduled. He didn't make any of those three appointments, and no one came to check on him," Richard said, and by this time, the family was becoming increasingly concerned, and made repeated phone calls trying to track down information about the whereabouts of James.

 

But, the family said, no one at Walter Reed seemed willing to make the effort to check on him.

Þegar fréttir bárust fyrst af óþrifnaði og ömurlegri aðstöðu á Walter Reed voru Repúblíkanar og margir hægrimenn fljótir að grípa til velæfðra afsakana og "talking points": Óstjórnin á Walter Reed sannaði hversu slæmt væri að ríkið veitti heilbrigðisþjónustu.

Eina vandamálið var að almennur rekstur spítalans - viðhald og hreingerningar voru alls ekki ríkisrekin, heldur hafði þessi starfsemi verið "einkavædd". Reyndar var hún einkavædd með sama hætti og Bush stjórnin hefur kosið að einkavæða: Fyrirtæki tengt Halliburton fékk verkefnið afhent í lokuðu og mjög sérkennilegu "útboði". Þetta fyrirtæki tók snarlega að "hagræða" í rekstrinum, sem fólst aðallega í að reka starfsfólk með reynslu (því það var á hærri launum) og ráða óreynt og ódýrt vinnuafl. Skv. bréfi Henry Waxman, formanns House Oversight Committee:

It would be reprehensible if the deplorable conditions were caused or aggravated by an ideological committment to privatized government services regardless of the costs to taxpayers and the consequences for wounded soldier

Það svívirðilegasta í þessu öllu er að starfsmenn spítalans höfðu sjálfir gert tilboð í að sjá um þrif í verktöku, en tilboði þeirra var hafnað - þó það væri lægra en tilboð IAP! Spítalayfirvöld (herinn, þ.e.) gerðu í millitíðinni engar ráðstafanir til að búa spitalann undir að taka á móti slösuðum hermönnum - þó ljóst væri að Bandaríkin væru í stríði og fyrri reynsla kenndi okkur að í stríði slasast hermenn... Aðalsökin liggur því ekki hjá "einkarekstri" heldur óstjórn og vanhæfni yfirmanna og stjórnvalda sem láta einkavinapot og ídeólógíu stjórna öllum gjörðum sínum.

Það hafa líka borist fréttir af því að sjúklingar á Walter Reed fái ekki póst afhentan. Og ætli það sé þá hægt að kenna ríkisrekinni póst- eða heilbrigðisþjónustu um? Nei, því póstdreifing á Walter Reed var líka "einkarekin". (Skv. AP, og Military.com)

The Army said Friday that it has opened an investigation into the recent discovery of 4,500 letters and parcels - some dating to May 2006 - at Walter Reed that were never delivered to Soldiers.

And it fired the contract employee who ran the mailroom.

Nú veit ég ekki hvort það er ástæða til að draga einhverja meiriháttar lærdóma um ágæti einkareksturs eða ríkisreksturs af þessum dæmum öllum. En það er alveg ljóst að að þau sanna að núverandi ríkisstjórn ræður ekki við það verkefni sem hún hefur tekist á hendur, hvort heldur það er stríðið í Írak, "supporting the troops", eða rekstur eðlilegrar þjónustu. Það er nefnilega í sjálfu sér ekkert að því að einkaaðilar dreifi pósti eða skúri gólf - jafnvel þegar það er gert í ríkisstofnunum. Ég held meira að segja að það geti vel verið að einkaaðilar geti rekið spítala. Og miðað við hversu ílla ríkisrekin utanríkisstefna Bush gengur mætti jafnvel spyrja sig hvort bandarísk utanríkisstefna gæti verið nokkuð verri þó hún væri líka einkavædd.

Það er hins vegar alveg ljóst að ríkið, og þeir sem því stýra á hverjum tíma, bera ábyrgð gagnvart borgurunum, og skattgreiðendum, að sjá til þess að almenningur njóti þeirrar þjónustu sem honum hefur verið seldur. Núverandi stjórnvöld aðhyllast hins vegar einhverja allt aðra stjórnmálaheimspeki: Engar tilraunir hafa t.d. verið gerðar til að endurheimta fé sem sýnt hefur verið fram á að verktakar í Írak hafi svikið út úr skattgreiðendum.

Í höndum George W. Bush og ríkisstjórnar hans virðist þetta nefnilega ekkert hafa með "almannafé" að gera - forsetanum virðist nákvæmlega skítsama um hag skattgreiðenda, eða hvort það sé ódýrara eða hagkvæmara að láta einkaaðila bjóða upp á almannaþjónustu. Það eru einhverjar allt aðrar hvatir sem liggja að baki. Hin skýringin er að forsetinn og öll hans ríkisstjórn séu ömurlegustu aular og vanhæfustu apakettir sem hafa komist til valda á vesturlöndum. Hvort heldur er, það getur enginn heiðarlegur eða sæmilega upplýstur maður stutt svona hyski.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband