Stefnur á hendur starfsmönnum forsetans og valdníðsla alríkisins

Dagblöð...Dagblöðin í morgun fluttu tvær áhugaverðar fréttir sem báðar snúast um valdníðslu alríkisins og þróun mála í "Gonzalesgate" - sem þegar allt kemur til alls snýst líka um einkennilegar hugmyndir George W Bush og Alberto Gonzales um ríkisvaldið.

Washington Post flytur  frétt af innanhússrannsókn FBI, en samkvæmt henni hafa starfsmenn alríkislögreglunnar ítrekað safnað upplýsingum um óbreytta borgara sem lög beinlínis banna að starfmenn stofnunarinnar afli. Þessar fréttir eru hið versta mál, sérstaklega í ljósi þess hvernig núverandi stjórnvöld virðast kerfisbundið hafa unnið að því að breyta dómsmálaráðuneytinu í einhverskonar deild í Repúblíkanaflokknum. (sjá t.d. þessa fyrri færslu um innanríkisnjósnir FBI.)

Og talandi um "Gonzalesgate" WaPo og LA Times (ég skil ekki af hverju þessi frétt er ekki ein af aðalfréttunum hjá New York Times) flytja bæði fréttir af því að demokratar í þinginu hafi stefnt tveimur fyrrverandi starfsmönnum forsetans, Harriet Meiers, sem var "White House Councel" og Söru Taylor, fyrrverandi "White House political director". Samkvæmt bréfum sem gerð hafa verið opinber var Taylor viðriðin vægast sagt grunsamlegan brottrekstur alríkissaksóknara fyrr í ár. Um leið fór þingið fram á að Hvíta Húsið afhenti frekari gögn um aðdraganda brottrekstursins. Hvíta Húsið og Gonzales hafa hingað til haldið því fram að brottrekstur saksóknaranna hafi verið "fullkomlega eðlilegur" og að það sé ekkert gruggugt við aðdragandann. (Það er t.d. ekkert óeðlilegt að flokka alríkissaksóknara eftir því hvort þeir eru "loyal Bushies" eða ekki...?) Um leið hefur enginn getað útskýrt hvernig til kom að þessir saksóknarar voru reknir, hver ákvað að það ætti að reka þá, eða af hverju. Allir sem voru viðriðnir málið hafa hingað til borið við minnisleysi - sérstaklega Gonzales sem þykist ekki muna eftir fundum sem hann þó man að hafa setið... Á sama tíma benda skjöl sem gerð hafa verið opinber til þess að Hvíta Húsið (þ.e. forsetinn eða Karl Rove) hafi stýrt hreinsuninni.

Tony Snow segir enn of snemmt að segja til um hvort Hvíta Húsið muni sinna þessum stefnum, eða hvort forsetinn muni reyna að koma í veg fyrir að Meiers og Taylor beri vitni, og þá draga þetta mál allt fyrir dómstóla. LA Times (sem fjallar ítarlegar um þetta mál en WaPo) segir ólíklegt að forsetinn myndi bera sigur ef til þess kæmi:

Except in cases involving national security or military secrets, the executive branch enjoys no absolute privilege to withhold documents from Congress. ... Some legal experts said they believe that Congress would prevail in any court fight over the U.S. attorney documents.

Peter M. Shane, an expert at the Ohio State University law school on the separation of powers. ... said that conditions the White House has insisted on before making officials available for questioning appear unreasonable. The current White House counsel, Fred F. Fielding, has agreed to permit officials to answer questions from members of Congress but only if the testimony is private, unsworn and there is no transcript.

"Saying that the investigation can proceed but not with an oath or transcript, I think, is a ridiculous offer," Shane said. "If there cannot be a firm record of what is actually said, then it is quite literally a pointless investigative technique. If I were advising the majority counsel on either side, I cannot imagine accepting that offer. It is worse than nothing."

Hvíta Húsið í valdatíð Bush hefur nefnilega reynt að halda því til streitu að þingið hafi akkúrat engin völd til að hafa eftirlit með starfsemi framkvæmdavaldsins sem megi fara sínu fram, nokkurnveginn óháð því hvað lög eða dómstólar segja. Og í miðjunni á þessu sitja þeir saman, Gonzales og Bushie.

Þó Gonzales hafi sloppið fyrir horn á mánudaginn þegar repúblíkönum tókst að "filibustera" vantrauststillögu demokrata er því ljóst að Gonzalesgate á eftir að skemmta okkur í allt sumar!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband