Meira af veruleikafirringu Dr. Holsinger, sem Bush hefur tilnefnt sem landlækni Bandaríkjanna

Holsinger lítur út eins og jólasveinn, sem er við hæfiUm daginn skrifaði ég færslu um James Holsinger, sem George Bush hefur tilnefnt sem næsta landlækni Bandaríkjanna. Holsinger er víst læknir og hefur m.a. stýrt heilbrigðiskerfi Kentucky og kennt læknisfræði í læknaskólum. Svo er hann líka með afalegt grátt skegg og greindarlegt augnatillit. Akkúrat eins og bandarískir landlæknar eiga að líta út. En Holsinger er ekki bara læknir, því hann hefur líka brennandi áhuga á samkynhneigð.

Holsinger rekur líka kirkju sem boðar fagnaðarerindi afhommunar og hefur beitt sér fyrir því að kynvillingum sé ekki hleypt í Meþodistakirkjuna. Og það er svosem ekkert um það að segja annað en að við getum varla verið að amast við því að menn séu að boða hómófóbískt þvaður í sínum prívatkirkjum. Vandamálið er hins vegar að sem landlæknir mun Holsinger vera í aðstöðu til að þröngva forneskjulegum hugmyndum sínum upp á alla þjóðina.

Þetta er enn mikilvægara í ljósi þess að Holsinger virðist hafa mjög sérkennilegar hugmyndir um mannslíkamann og kynlíf. Fyrir einum og hálfum áratug síðan skrifaði Holsinger nefnilega einhverskonar rannsókn um samkynhneigð fyrir Meþodistakirkjuna. Rök Holsinger eru hreinasta snilld... Skv. ABC news:

Holsinger’s paper argued that male and female genitalia are complementary — so much so “that it has entered our vocabulary in the form of naming pipe fittings either the male fitting or the female fitting depending upon which one interlocks within the other.” Body parts used for gay sex are not complementary, he wrote. “When the complementarity [sic] of the sexes is breached, injuries and diseases may occur.”

Holsinger wrote that “[a]natomically the vagina is designed to receive the peniswhile the anus and rectum — which “contain no natural lubricating function” — are not. “The rectum is incapable of mechanical protection against abrasion and severe damage … can result if objects that are large, sharp or pointed are inserted into the rectum,” Holsinger wrote.

Nú jæja. Þetta skrifar virtur læknir í skýrslu og finnst hann aldeilis hafa sannað mál sitt. Niðurstaða hans er að "anal eroticism," leiði til slysa og jafnvel dauða. Sérstaklega ef "stórir og beittir" hlutir eru með í spilunum? Svo heldur hann áfram, og reynir fyrir sér í skatólógíu sem er fyrir neðan virðingu flestra sem hafa útskrifast með barnaskólapróf:

The surgeon general nominee wrote that "even primitive cultures understand the nature of waste elimination, sexual intercourse and the birth of children. Indeed our own children appear to 'intuitively' understand these facts."

Whada? Rökin eru semsagt: 1) Kynfæri karlmanna passa ekki saman, og 2) Afturendinn er til þess að losa úrgang en ekki til "erótískra athafna"? Ég á erfitt með að skilja hvernig menntaður fullorðinn maður getur látið sér detta í hug að þetta séu einhverskonar "rök". En Holsinger og talsmenn heilbrigðisráðuneytisins eru hreint ekki sömu skoðunar. Holly Babin, talsmaður ráðuneytisins heldur því fram að þessi merkilega skýrsla Holsinger sé merkileg vísindaleg grein:

"That paper was a survey of scientific peer-reviewed studies that he was asked to compile by the United Methodist Church, it's not that he was saying 'this is what I believe,'" Babin said. "It's a reflection of the available scientific data from the 1980s."

Ég held að það sé nær að segja að þessar skoðanir samræmist níunda áratug nítjándu aldar en níunda áratug þeirrar tuttugustu. Alvöru læknar sem hafa litið á "skýrslu" Holsinger hafa enda varla átt orð til að lýsa undrun sinni.

Professor Eli Coleman, Director of the Program in Human Sexuality at the University of Minnesota Medical School said that the paper seems to have a pre-1970s view of human sexuality. "I an't imagine that any scientific journal would be able to publish this material because of its very narrow views of homosexuality," he said.

In fact, if one of his students handed the paper in, Coleman would give it a failing grade, he said. ... "It's a totally faulty paper. The man doesn't know anything about human sexuality," said June M. Reinisch, Ph.D., director emeritus of the Kinsey Institute for Research in Sex, Gender & Reproduction. "There's clearly a political agenda in this paper. This is not a scientific paper."

Paragraph by paragraph, Reinisch said Holsinger presents faulty arguments. Many homosexuals do not engage in the sexual act he criticizes; 40 percent of heterosexuals do"... Reinisch, who was director of the Kinsey Institute when Holsinger wrote this paper, said that if Holsinger "is going to come up with this position in 2007 I think I can clearly say that he is not qualified to be surgeon general."

Vandamálið er að ef menn geta kallað sig "dr" geta þeir ljáð greinum eins og þessari "vísindalegt" yfirbragð, og það er alltaf nóg af einfeldningum sem nægir ekki að dylja fordóma sína í trúarrugli, heldur þurfa líka að fela þá á bak við "vísindi".

M

Update: Það lítur fyrir að Holsinger sé eina fréttin í blogospherinu hér í Ameríku, því ég get ekki betur séð en allir liberal bloggarar séu búnir að skrifa um hann í dag. Sem er svosem ekkert skrýtið því undanfarnir dagar eru búnir að vera frekar lítið spennandi. FBI er ennþá að rannsaka Ted "Bridge to nowhere" Stevens, frambjóðendur repúblíkana áttust við í kappræðum og kepptust um að lýsa frati í Bush, jú, og svo mallar saksóknarahreinsunarskandallin (sem héðan í frá heitir "Gonzalesgate") áfram. Ekkert af þessu neitt sérstaklega krassandi. Á stundum eins og þessari vantar okkur einhvern eins og Rick Santorum, einhvern sem við getum treyst á að gefi út jólasveinalegar yfirlýsingar minnst vikulega!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Vissulega má segja að kynfæri karla og kvenna henti hvort öðru því þau hafa þróast til að auka líkur á getnaði barns.  Flestir hafa gagnkynhneigðar kynhvatir og það er heilinn, okkar helsta kynlífslífæri sem stýrir því.  Minnihluti fólks hefur náttúrulega tilhneigingu til að laðast jafnt eða meira að sama kyni og breytir þar engu hvernig kynfærin henta.  Ef Dr. Holsinger notar ósamræmi kynfæra sem einhvern útgangspunkt er hann takmarkaður í hugsun.  

Andúð á samkynhneigðum í Biblíunni byggir ekki á rökum en þar sem hún er siðferðislegur áttaviti milljóna manna í USA virðist sem það sé allt í lagi fyrir þetta fólk, sem sumt hvert er hámenntað, að sleppa almennri mannúð og skynsemi hvað þetta varðar.  Af því að Biblían segir það, er allt gert til að leita staðfestingar á orðum hennar.   Þetta er svokölluð "staðfestingarvillan" í rökfræði, þ.e. aðeins er litið á þau málsrök sem staðfesta upphaflegu hugmyndina.

Svanur Sigurbjörnsson, 8.6.2007 kl. 11:53

2 Smámynd: Þarfagreinir

Vá ... það er eins og þetta sem þú vitnar þarna í hafi verið skrifað af 12 ára krakka ... í alvöru talað.

Og þessi maður er landlæknir! Ótrúlegt fjárans bull. 

Þarfagreinir, 8.6.2007 kl. 15:01

3 identicon

Datt í hug að freedomfries gæti sótt ýmsar upplýsingar í þetta rss
ma. slatti um Gonzalesgate
http://feeds.feedburner.com/gregpalast-articles/

zorglubb (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 17:02

4 Smámynd: FreedomFries

Þarfagreinir: Sem betur fer er ekki búið að staðfesta Holsinger. Það er vonandi að demokratarnir geti stöðvað þetta rugl og repúblíkanarnir reyni ekki að gera hasar úr þessu máli. Það er erfitt að segja til um það fyrr en við vitum hverskonar stuðning þessi maður hefur. Ég las einhverstaðar að hann sé búinn að vera duglegur að gefa peninga til frambjóðenda repúblíkana, svo kannski hefur hann áhrif. Kannski dregur hann sig til baka sjálfur. Það hefur gerst með nokkra allra verstu tilnefningar Bush - þessir menn hafa sumir smá sjálfsvirðingu og leggja ekki í að sitja fyrir spurningum þingnefnda ef þeir hafa eitthvað óþægilegt að fela - því þessar yfirheyrslur eru teknar upp og sjónvarpað.

Svanur: Jú - mér finnst samt að menn hafi frekar rétt á að halda því fram að trú þeirra réttlæti hómófóbíu en að þeir reyni að halda því fram að vísindin staðfesti ruglið. Auðvitað má lesa biblíuna á hvorn veg þegar kemur að þessu - eða kjósa að sleppa þeim köflum sem hafa eitthvað við samkynhneigð að athuga. En það er augljóst að það er eitthvað annað og meira að í andlegu lífi manna eins og Holsinger sem hafa þennan óeðlilega áhuga á "anal eroticism" einhverra manna sem þeim koma ekkert við, einhverstaðar úti í bæ. Þetta lyktar lika allt af mjög vanþroskuðu (12 ára er sennilega nærri lagi) viðhorfi til kynlifs.

Zorglubb: Takk fyrir ábendinguna!

Með kveðju frá Bretzelburg!

M

FreedomFries, 9.6.2007 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband