Giuliani er langsamlega versti kostur Repúblíkanaflokksins...

Giuliani og KerikÞað kemur ekki á óvart að stuðningur við Rudolph Giuliani meðal Repúblíkana sé að dala. Giuliani hefur verið líkt við Eisenhower, hann "eigi" 9/11 og sé einhvernveginn frá náttúrunnar hendi best til þess fallinn að berjast við hryðjuverk, og sé "America's Mayor". Munurinn á Giuliani og Eisenhower er þó sá að Eisenhower leiddi heri Bandamanna til sigurs í heimsstyrjöld, meðan Giuliani gerði ekkert annað en að vera borgarstjóri, og frekar ílla liðinn sem slíkur, í borg sem ráðist var á. Þegar kemur að hryðjuverkum hefur Giuliani ennfremur sýnt, með fyrra framferði, að hann tekur þau ekki alvarlega, og er algjörlega vanhæfur þegar kemur að því að skipuleggja viðbrögð við hryðjuverkaárásum.

Afrekaskrá Giuliani er ömurleg. Eftir að gerð var tilraun til að sprengja upp World Trade Center 1993 var Giuliani ráðlagt að staðsetja "The emergency command center" í neðanjarðarbyrgi í Brooklyn. Giuliani ákvað hins vegar að langasamlega besti staðurinn væri... í The World Trade Center! Sú ákvörðun ein ber vitni um ótrúlegt dómgreindarleysi og ætti að gera að verkum að Giuliani sé ekki treystandi til að leiða Bandaríkin í baráttunni gegn hryðjuverkum. Giuliani hefur að vísu kennt undirmönnum sínum um þá ákvörðun. Jerome Hauer, fyrrum "emergency management director" New York, fyrrverandi vinur Giuliani, sem sinnti því starfi meðan hann var borgarstjóri hefur hafnað þessari afsökun Giuliani, og gagnrýnt fyrrum yfirmann sinn harðlega.

Sem borgarstjóri hafði Giuliani einnig mistekist að koma á samstarfi lögreglu og slökkviliðs borgarinnar - þrátt fyrir að hafa margsinnis verið varaður við því að treysta þyrfti samstarf lögreglu og slökkviliðs, og útvega þeim nýjan búnað, m.a. nýjar talstöðvar. Giuliani gerði hvorugt, enda nýtur hann hvorki stuðnings lögreglu né slökkviliðsmanna í New York...

Í bréfi sem verkalýðsfélag slökkviliðsmanna í New York segir um Giuliani:

"Many people consider Rudy Giuliani 'America's Mayor,' and many of our members who don't yet know the real story, may also have a positive view of him. This letter is intended to make all of our members aware of the egregious acts Mayor Giuliani committed against our members, our fallen on 9/11, and our New York City union officers following that horrific day. ... The fundamental lack of respect that Giuliani showed our FDNY members is unforgivable - ... Our disdain for him is not about issues or a disputed contract, it is about a visceral, personal affront to the fallen, to our union and, indeed, to every one of us who has ever risked our lives by going into a burning building to save lives and property."

Ástæðan í þessu tilfelli var að Giuliani hafði ekki sinnt beiðnum slökkviliðsmanna um að ganga hart fram í að leita að leifum látinna slökkviliðsmanna í rústum á "Ground Zero". Þetta smáatriði með talstöðvarnar hefur svosem ekki heldur aflað honum neinna sérstakra vinsælda meðal slökkviliðsmanna eða eftirlifenda "first responders" sem fórust í september 2001:

The intensity of their feelings can be heard in the voice of Rosaleen Tallon. A stay-at-home mom who supports right-to-life candidates and lives in the unglamorous New York suburb of Yonkers, Tallon lost her brother Sean, a former Marine who became a probationary New York City firefighter, on 9/11. Six years later she is still enraged that Sean never heard the Fire Department's radioed "mayday" order to evacuate the twin towers before they fell. If he had, she says, he would have heeded the directions of his superiors and gotten out.

As Rosaleen will tell anyone willing to listen, the vintage radios that Sean and 342 other city firefighters carried at their deaths on 9/11 were known to be defective. The faulty radios were the target of years of scathing internal assessments, bureaucratic wrangling, and accusations of bidding favoritism, and still the Giuliani administration had never replaced them.

Þar á ofan hefur verið bent á að Giuliani hafi óþægilega náin tengsl við Bernard Kerik (sem er á myndinni hér að ofan) sem á mjög vafasaman feril. (sjá grein Newsweek um Kerik, og grein NYT).

En nóg um það. Þó Giuliani sé vanhæfur sem leiðtogi, og fyrirlitinn af lögreglu og slökkviliðsmönnum - sem eru raunverulega "The heroes of 9/11" getur verið að hann höfði til "the base" - kannski getur hann fylgt íhaldssömum stuðningsmönnum flokksins um "fjölskyldugildi"?

Giuliani er margfráskilinn, hefur staðið í umfangsmiklu framhjáhaldi, samband hans við börn sín af fyrri hjónaböndum eru "strained", það er til fjöldinn allur af myndum af honum í kvenmannsfötum (og meira að segja myndbandsupptökur) - hann hefur verið ötull talsmaður réttinda kvenna til fóstureyðinga, og eftir einn af hjónaskilnöðum sínum deildi hann íbúð með samkynhneigðum kunningjum sínum. 

Til þess að bæta gráu oná svart er Giuliani varla með neitt karisma. Í seinasta Rolling Stone var löng grein um Giuliani er honum lýst þannig:

Giuliani has good stage presence, but his physical appearance is problematic -- virtually neckless, all shoulders and forehead and overbite, with a hunched-over, Draculoid posture that recalls, oddly enough, George W. Bush...

Eftir að hafa horft á Giuliani í kappræðum repúblíkanaflokksins get ég ekki annað en tekið undir með þessari lýsingu - þegar Giuliani stendur við hliðina á Mitt Romney er persónuleikaskortur hans sláandi. 

Ég hef ekki með nokkru móti getað skilið af hverju Giuliani nýtur stuðnings Repúlbíkana í könnunum, og eina skýringin er að kjósendur flokksins þekki ekki neitt til hans. Leiðtogar íhaldssamra repúblíkana hafa enda fordæmt "America's Mayor": James Dobson, formaður "Focus on the Family" hefur lýst því yfir að hann muni frekar sitja heima en að kjósa Giuliani:

In a piece published on the conservative Web site WorldNetDaily, Dobson wrote that Giuliani's support for abortion rights and civil unions for homosexuals, as well as the former mayor's two divorces, were a deal-breaker for him.

"I cannot, and will not, vote for Rudy Giuliani in 2008. It is an irrevocable decision," he wrote.

"Is Rudy Giuliani presidential timber? I think not," Dobson wrote. "Can we really trust a chief executive who waffles and feigns support for policies that run contrary to his alleged beliefs? Of greater concern is how he would function in office. Will we learn after it is too late just what the former mayor really thinks? What we know about him already is troubling enough."

Ástæðan er stuðningur Giuliani við fóstureyðingar, og líklegt er að aðrir íhaldssamir repúblíkanar muni fara að dæmi Dobson, sérstaklega þegar fjölmiðlar fara að sýna ljósmyndir af honum í kjól og fjalla um stuðning hans við réttindi samkynhneigðra. Meðan hann var borgarstjóri New York sagði Giuliani m.a. í viðtali við CNN:

“I’m pro-choice. I’m pro-gay rights,”

Auðvitað kann ég að meta virðingu Giuliani við réttindum kvenna og samkynhneigðra. Og honum til tekna verður að taka fram að hann hefur ekki hlaupið í felur með þessa fyrri afstöðu sína, t.d. eins og Mitt Romney, sem hefur átt í stökustu vandræðum með að útskýra af hverju hann var pro-choice áður en hann var pro-life.

Ástæða þess hversu ílla mér líkar við Giuliani er að hann er tuddi - og frekar ógeðfelldur tuddi. Þetta andstyggðarinnræti hans braust fram með mjög skýrum hætti í seinustu kappræðum repúblíkana, þar sem hann snappaði á Ron Paul, eina frjálshyggjumanninn sem er eftir í Repúblíkanaflokknum. Rolling Stone lýsir samskiptum þeirra:

Yes, Rudy is smarter than Bush. But his political strength -- and he knows it -- comes from America's unrelenting passion for never bothering to take that extra step to figure shit out. If you think you know it all already, Rudy agrees with you. And if anyone tries to tell you differently, they're probably traitors, and Rudy, well, he'll keep an eye on 'em for you. Just like Bush, Rudy appeals to the couch-bound bully in all of us, and part of the allure of his campaign is the promise to put the Pentagon and the power of the White House at that bully's disposal.

Rudy's attack against Ron Paul in the debate was a classic example of that kind of politics, a Rovian masterstroke. The wizened Paul, a grandfather seventeen times over who is running for the Republican nomination at least 100 years too late, was making a simple isolationist argument, suggesting that our lengthy involvement in Middle Eastern affairs -- in particular our bombing of Iraq in the 1990s -- was part of the terrorists' rationale in attacking us.

Though a controversial statement for a Republican politician to make, it was hardly refutable from a factual standpoint -- after all, Osama bin Laden himself cited America's treatment of Iraq in his 1996 declaration of war. Giuliani surely knew this, but he jumped all over Paul anyway, demanding that Paul take his comment back. "I don't think I've ever heard that before," he hissed, "and I've heard some pretty absurd explanations for September 11th."

It was like the new convict who comes into prison the first day and punches the weakest guy in the cafeteria in the teeth, and the Southern crowd exploded in raucous applause. ...

The Paul incident went to the very heart of who Giuliani is as a politician. To the extent that conservatism in the Bush years has morphed into a celebration of mindless patriotism and the paranoid witch-hunting of liberals and other dissenters, Rudy seems the most anxious of any Republican candidate to take up that mantle. Like Bush, Rudy has repeatedly shown that he has no problem lumping his enemies in with "the terrorists" if that's what it takes to get over. When the 9/11 Commission raised criticisms of his fire department, for instance, Giuliani put the bipartisan panel in its place for daring to question his leadership. "Our anger," he declared, "should clearly be directed at one source and one source alone -- the terrorists who killed our loved ones."

Go-Go-GOPAf öllum frambjóðendum Repúblíkana er Rudy Giuliani líklegastur til að framlengja "arfleið" Bush áranna. Af öllum frambjóðendunum er hann líklega versti kosturinn fyrir bæði Bandaríkin og heimsfrið, og af öllum frambjóðendum flokksins er hann líka furðulegasti valkosturinn. Hver myndi trúa því að Repúblíkanar myndu íhuga að velja þennan mann sem frambjóðanda flokksins fyrir næstu kosningar:

M

 


mbl.is Giuliani og Clinton enn með forustu; Thompson gæti aukið fylgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...þegar Giuliani stendur við hliðina á Mitt Romney er persónuleikaskortur hans sláandi."

Ég verð að viðurkenna að mér hefur sýnst hugtakið "personality" sérkennilega skilgreint í þeim bandarísku sjónvarpsþáttum sem ég hef séð. Það hefur virst einhvers konar hliðstæða þess að hoppa upp og niður og öskra "Eru ekki allir í stuði??!" frekar en spurning um einhvers konar hugarfarslegt eða sálarlegt inntak. Ert þú á þessum stað ekki frekar að tala um persónuþokka en persónuleika?

Magnús (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: FreedomFries

Sæll! Ég viðurkenni að þetta er sennilega dæmi um ameríkaníseríngu mína! Maður býr ekki, talar og skrifar í sjö ár á öðru tungumáli án þess að það hafi einhver smá áhrif... Og auðvitað er Giuliani með persónuleika - hann skortir hins vegar bæði þokka og sjarma. 

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 4.6.2007 kl. 13:21

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Hvernig gerir þáttaka Rudys í fjáröflunarskemmtun, þar sem hann kom fram í "dragi" oftar en einu sinni hann minna hæfan til að verða forseti?

ég skil ekki alveg þessa málsgrein:

Giuliani er margfráskilinn, hefur staðið í umfangsmiklu framhjáhaldi, samband hans við börn sín af fyrri hjónaböndum eru "strained", það er til fjöldinn allur af myndum af honum í kvenmannsfötum (og meira að segja myndbandsupptökur) - hann hefur verið ötull talsmaður réttinda kvenna til fóstureyðinga, og eftir einn af hjónaskilnöðum sínum deildi hann íbúð með samkynhneigðum kunningjum sínum.

Eru þetta allt gallar? Þannig setur þú þetta fram.

Málið með Rudy er að hann er frjálshyggjumaður í efnahagsmálum og "social-value" málum, en hann er hrikalegur þegar kemur að öryggismálum.

Ef þú skoðar alla repúblikana þá er ekki um auðugan garð að grisja. Fyrir utan Ron Paul auðvitað. Að vísu var Wonketta með slúður um að Tom Coburn sé að spá í framboð!

Ég er ekki viss um að Rudy yrði framlenging á GWB forsetatíð hann er of ólíkur karakter.

ég held að það hefi verið Reason sem sagði um Thompson að ef þú værir ánægður með W en óskaðir þess að hann hefði betri rödd þá myndir þú hallast að Fred.

Ég er líklega að fara á fundraiser fyrir Rudy á fimmtudaginn hér í DC, það verður áhugavert sérstaklega eftir kappræðurnar á morgun. Ég skal segja þér frá stemmningunni.


Friðjón R. Friðjónsson, 4.6.2007 kl. 14:11

4 Smámynd: FreedomFries

Sæll!

Að mínu mati er ekkert að því að Rudy hafi nokkrum sinnum klætt sig upp í kvenmannsföt. Spurningin er hvort kjósendum repúblíkana - sem eru ekki endilega allir eins umburðarlyndir og ég og þú - finnist það í fínu lagi. Sömu leiðis finnst mér ekkert að því að vera fráskilinn, og í sjálfu sér er það engin höfuðsynd, sem ætti að gera menn vanhæfa, að börn þeirra af fyrrverandi hjónaböndum vilji ekki umgangast þá. En setningin á undan setur þetta í samhengi: Rudy er að bjóða sig fram sem fulltrúi stjórnmálaflokks sem hefur hampað "hefðbundnum fjölskyldugildum" og reynt að höfða til fólks sem finnst framhjáhald osfv. höfuðsyndir. Könnunin sem Mogginn vitnaði í held ég að sýni fram á þessa "analýsu" mína: Þegar líklegir kjósendur repúblíkana voru spurðir um afstöðu sína til Giuliani eftir að þeim var sagt að hann hefði verið "a supporter of legal abortion and gay civil unions." sögðu 50% aðspurðra að þeir myndu síður líklegir til að kjósa hann. Aðalatriðið er að "the base" veit ekki að Giuliani er socially liberal. Allt sem ég taldi upp eru vel dokjúmented "vandamál", sem rýra annað hvort 1) tilkall hans til þess að "eiga" 9/11 og þjóðaröryggismál, eða 2) geta höfðað til repúblíkana.

Þú getur rétt ímyndað þér hverskonar stormur myndi blásast upp ef t.d. Edwards hefði klætt sig í kjól fyrir fjáröflunarsamkomu, og það kæmu fram í dagsljósið ekki bara ein, heldur heil helvítis dopía af myndum af honum í kjólum við mismunandi tækifæri. Ég segi eins og Bill Maher: Ef þú klæðir þig í kjól einu sinni eða tvisvar, ok, en þegar það eru til þetta margar ljósmyndir af þér í kvenmannsfötum hlýtur mann að fara að gruna eitthvað...

Ég er skítfúll yfir því hversu ómugulegur Giuliani virðist - og framkoma hans gagnvart Ron Paul fór eiginlega alveg með það. Repúblíkanaflokkinn vantar menn sem eru socially liberal og fiscally conservative. Ekki að ofsóknir Giuliani gagnvart listamönnum meðan hann var borgarstjóri NY eru ekki til marks um að félagslegt frjálslyndi hans risti djúpt. Og þessi 9/11 fixasjón hans, og þetta, að kalla

Enn sem komið er líst mér best á Romney - þó hann hafi viljað tvöfalda Gitmo. Ég horfði á hann á "Town Hall" í Iowa fundi sem var sjónvarpað á C-Span og fannst hann mun einlægari en Giuliani.

Ég hlakka til að heyra hvernig Rudy var í eigin persónu - kannski kemur hann betur út svona "close up"?

Bestu kveðjur!

Magnús

FreedomFries, 4.6.2007 kl. 15:21

5 Smámynd: FreedomFries

PS: það er hægt að lesa niðurstöður könnunarinnar hér. Ég var að vísa til spurninga 43. Spurning 44 er líka góð.

Könnunin staðfestir svosem ekki annað en að kjósendur Repúblíkana séu frekar lítið hrifnir af frambjóðendunum, viti ekki almennilega hvern þeir eigi að styðja, eða viti frekar lítið um þá. Stuðningurinn við Thompson skýrist held ég alfarið af því, enda hefur Thompson þverneitað að segja hvaða stefnumál hann hafi!

43. (ASKED OF LEANED REPUBLICANS) Giuliani has been a supporter of legal abortion and gay civil unions. Does this make you (more likely) to vote for him for the Republican nomination for president, (less likely), or doesn't it make a difference in your vote?

More likely, 7%, Less likely 50%, Does not make a difference 43%

44. (IF LESS LIKELY, Q43) Given his position on abortion and gay civil unions, is there a chance you'd vote for Giuliani for the Republican nomination for president, or no chance?

There is a chance: 33%, There is no chance: 67%

Samtals er því um þriðjungur kjósenda flokksins sem segir að það sé nánast útilokað að þeir myndu kjósa Giuliani. Þetta finnst mér benda til þess að flokkurinn myndi hætta á að tapa "the base" ef þeir velja hann sem frambjóðanda.

FreedomFries, 4.6.2007 kl. 15:35

6 identicon

Sma vidbot fra enn einum islendingnum i henni Amerikunni.

 Eg verd ad taka undir thad ad Giuliani er slaemur kostur sem naesti forseti USA. Hvort sem er fyrir kana eda ekki. Thad ad hann se helsta "vopn" Republikana i naestu kosningum synir hversu litla von (ad eg tel) ad naesti forseti verdi fra the "Wig Party" eins og flokkurinn fyrst het thegar hann var stofnadur.

 Eg vil sja Hillary Clinton sem naesta forseta.

 Flottar tilvitnanir hja ther, eg er viss um ad thu gerir god verkefni i skolanum?

kvedja

Sigurdur Arnfjord

Sigurdur Arnfjord Helgason (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband