Grasrótarstuðningur Repúblíkanaflokksins horfinn: flokkurinn mun héðan í frá alfarið fjármagnaður af milljarðamæringum?

Sjálfboðaliðar að hringja í grasrótarstuðningsmenn Rick SantorumFyrst þegar ég sá þessa frétt trúði ég henni eiginlega ekki, en þegar ég var búinn að lesa hana í Washington Times sannfærðist ég um að þetta væri satt og rétt. Semsagt: Repúblíkanaflokkurinn hefur rekið alla starfsmenn sem sáu um fjáröflun frá "venjulegum" kjósendum:

RNC fires phone solicitors 

The Republican National Committee, hit by a grass-roots donors' rebellion over President Bush's immigration policy, has fired all 65 of its telephone solicitors, Ralph Z. Hallow will report Friday in The Washington Times.

Faced with an estimated 40 percent fall-off in small-donor contributions and aging phone-bank equipment that the RNC said would cost too much to update, Anne Hathaway, the committee's chief of staff, summoned the solicitations staff last week and told them they were out of work, effective immediately, the fired staffers told The Times.

Það eru fréttir að annar af stóru stjórnmálaflokkunum skuli ekki geta safnað fé frá venjulegum kjósendum - og hafi ákveðið að gefa slíka fjáröflun algjörlega upp á bátinn! Að vísu neita talsmenn flokksins því að þetta hafi nokkuð með "a grass-roots donors' rebellion" - því leiðtogar repúblíkana halda áfram að neita að kjósendur séu á einhvern hátt ósáttir við flokkinn eða forsetann.

The national committee yesterday confirmed the firings that took place more than a week ago, but denied that the move was motivated by declining donor response to phone solicitations. 

"The phone-bank employees were terminated," RNC spokeswoman Tracey Schmitt wrote by e-mail in response to questions sent by The Times. "This was not an easy decision. The first and primary motivating factor was the state of the phone bank technology, which was outdated and difficult to maintain. The RNC was advised that we would soon need an entire new system to remain viable."

Brottreknu starfsmennirnir höfðu þó aðrar skýringar:

Fired employees acknowledged that the committee's phone equipment was outdated, but said a sharp drop-off in donations "probably" hastened the end of the RNC's in-house phone-bank operation. "Last year, my solicitations totaled $164,000, and this year the way they were running for the first four months, they would total $100,000 by the end of 2007," said one fired phone bank solicitor who asked not to be identified.

Flokkurinn hefur nefnilega verið duglegur við að espa upp útlendingahatur og fordóma meðal kjósenda sinna, og nú, þegar forsetinn og demokratar eru að leita leiða til að koma innflytjendamálum í skynsamlegt lag, eru þessir kjósendur foxvondir:

There has been a sharp decline in contributions from RNC phone solicitations, another fired staffer said, reporting that many former donors flatly refuse to give more money to the national party if Mr. Bush and the Senate Republicans insist on supporting what these angry contributors call "amnesty" for illegal aliens. "Everyone donor in 50 states we reached has been angry, especially in the last month and a half, and for 99 percent of them immigration is the No. 1 issue," said the former employee. 

Þessir símabankar flokksins og fjáröflun frá "the grass roots" voru ein mikilvægasta ástæða velgengni repúblíkana undanfarna áratugi: Repúblíkönum gekk betur en demokrötum að móbílísera grasrótarhreyfingu flokksins. Þessi starfsemi átti uppruna sinn á áttunda áratugnum, og skilaði flokknum sigri í forsetakosningum á níunda áratugnum og sigri í þingkosningunum 1994. Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég líka færslu um pólítískt uppeldi Karl Rove - en þegar hann var ungur og luralegur drengstauli vann hann í kjallaranum hjá Richard Nixon við að rækta þessar sömu grasrætur.

Flokkurinn er samt ekki í neinum fjárkröggum:

he RNC spokeswoman denied that the committee has seen any drop-off in contributions. "Any assertion that overall donations have gone down is patently false," Miss Schmitt said. "We continue to out raise our Democrat counterpart by a substantive amount (nearly double)."

Þessi staðhæfing er að vísu röng - repúblíkönum gengur ágætlega að safna fjárframlögum, en allar fréttir benda til þess að demokratar standi betur að vígi í fjáröfluninni en frambjóðendur Repúblíkana. Samtals hafa frambjóðendur demokrata safnað 78 miljónum bandaríkjadala á fyrsta fjórðungi ársins, meðan frambjóðendur repúblíkana hafa einvörðungu safnað 53.6 milljónum. (sjá úttekt Eric Kleefeld á Talking Points Memo) Sömu sögu er að segja af fjársöfnun fyrir næstu þingkosningar. Skv. Roll Call:

The Democratic Congressional Campaign Committee raised $19 million in the first three months of the year and ended March with more than a $7 million cash-on-hand advantage over its Republican counterpart, fundraising reports due to be filed on Friday will show...

The National Republican Congressional Committee raised $15.8 million in the quarter, a significantly smaller haul than the committee had in the first quarter of both 2005 and 2003, when the GOP still held the House majority.

Þessir yfirburðir eru kannski mikilvægari vegna þess að Demokrötum virðist ganga betur en Repúblíkönum að virkja nútímatækni og ná til "grasrótanna". Washington Times benti fyrir nokkrum vikum t.d. á að demokrötum gangi mun betur en repúblíkönum að safna fé á netinu, og Washington Post birti fyrir rétt viku síðan grein um yfirburði demokrataflokksins á internetinu.

Þessar fréttir, þegar þær eru teknar saman, boða ekki gott fyrir repúblíkanaflokkinn í næstu kosningum.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Flokkurinn hefur nefnilega verið duglegur við að espa upp útlendingahatur og fordóma meðal kjósenda sinna"

 Ekki bulla, thad er verid ad talla um folk sem smiglar ser in, vandin er ad thetta folk notar sidan folsud skylriki, sem sidan leida til skatta skulda og annara leidinda fyrir eigendur kenutolunnar sem notud er.

Allt sem er verid ad bidja um er ad tu skrifir i gesta bokina

 Um restina veit eg ekki nog, thvi eg nenni ekki ad lesa meira bull

Kvedja fra New York,

B

Bui (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 02:55

2 identicon

En gaman ad lesa athugasemd Bua.  Hvad ertu eiginlega buinn ad bua lengi i USA?  Viku?

Og til "M" - keep up the good work, stebbifr endar kannski a ad kvota thig.

Kvedja fra Arizona, 

J (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 06:38

3 Smámynd: FreedomFries

Sælir báðir! Ég er fylgjandi því að Bandaríkin komi sér upp skynsamlegri innflytjendastefnu, og auðvitað á ekki að hafa opin landamæri og leyfa hverjum sem vill labba inn - til hvers að hafa landamæri ef þeim er ekki framfylgt? Fjöldi ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum er auðvitað meiriháttar vandamál.

En því miður er umræðan um innflytjendamálin langt frá því að vera á skynsamlegum nótum - og repúblíkanaflokkurinn og talsmenn hans bera þunga ábyrgð á því. Það nægir að vísa í Bill O'Reilly, sem þykist að vísu vera "independent", eða "The Minutemen", sem hafa verið duglegir við að fjármagna frambjóðendur sem vilja vera "tough on immigration" - en ef þú vilt dæmi um þingmenn flokksins þá dettur mér í hug að nefna Virgil Goode, frá Virginíu (sjá t.d. færslu mína um Goode og Keith Ellison) Og svo er Tom Tancredo, sem hefur farið fram á að félagsskapur svartra þingmanna verði bannaður, og að Miami sé eins og þriðja heims land, vegna allra "útlendinganna" sem þar búa . Ég held reyndar að ég þurfi varla að færa frekari rök fyrir því að repúblíkanar hafi höfðað til rasisma - allir sem fylgjast með bandarískum stjórnmálum vita að repúblíkanaflokkurinn fær atkvæði rasista. Vinsældir flokksins í Suðurríkjunum eru sömu leiðis því að "þakka" að eftir að demokrataflokkurinn snérist gegn kynþáttahatri og segregation þá flykkstust "dixie-kratarnir" allir í Repúblíkanaflokkinn. Fram að því hafði demokrataflokkurinn verið talsmaður rasisma.

Vandamálið er einmitt, Búi, að nú vill forsetinn og leiðtogalið flokksins, í samvinnu við Demokrata, ná einhverskonar vitiborinni lendingu í innflytjendamálum - eins og þú orðar það: "bidja um ... ad tu skrifir i gesta bokina", en kjósendur flokksins eru æfir! Þetta gæti kallast "blowback". Ekki að þetta immigration reform er langt frá því að geta leyst vandann, og er þess utan frekar harðneskjulegt gagnvart innflytjendum - en það er samt of "liberal" fyrir rasistaskrílinn sem hefur gefið flokknum peninga í gegn um símann.

Ég vona að flokkurinn sjái flónskuna í að leyfa mönnum eins og Goode og Tancredo, og samtökum eins og "The Minutemen" að koma fram sem fulltrúar repúblíkana og hægristefnunnar. Það er þeim sjálfum líka fyrir bestu, því samsetning Bandarísku þjóðarinnar er að breytast: Latino kjósendum og öðrum minnihlutahópum fjölgar mun hraðar en hvítum biblíuberjandi rasistum, og þá mun flokkurinn enda í varanlegum minnihluta.

Bestu kveðjur frá Minnesota! Magnús

FreedomFries, 2.6.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband