Alaska og spilling í veraldarrörunum

The house that Stevens built, nay, the house that bribes and kickbacks raised by one floor...Það er búið að vera frekar lítið um að vera í bandarískum fjölmiðlum undanfarna daga. Memorial day helgin hefur oft þessi áhrif - það er ekkert nýtt að frétta af saksóknaraskandalnum: Sennilega eru þingmenn að vega og meta hvað þeir eigi að gera næst, eftir framburð Moniku Goodling. Fréttir hafa borist af því að demokratar séu að íhuga að skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka saksóknarahreinsunina.

Síðan berast fréttir af því að Dick Cheney hafi fyrirskipað leyniþjónustunni að eyða öllum gögnum um hver heimsótti "vara"forsetann, nokkuð sem maður hefði ætlað að væri brot á lögum um varðveislu á opinberum skjölum. Cheney og Hvíta Húsið hafa lengi haldið því fram að skrifstofa varaforsetans hefði einhverskonar sérstöðu í stjórnkerfinu, því hún væri einhvernveginn mitt á milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins - því varaforsetinn er líka þingforseti öldungadeildarinnar. Fyrir vikið þykist Cheney hvorki lúta lögum um þingskrifstofur, né framkvæmdavaldið.

En skemmtilegasta spillingar og valdníðslufrétt dagsins eru sennilega fréttir af því að Alríkislögreglan er að rannsaka Ted "the internet is a series of tubes" Stevens, öldungadeildarþingmann repúblíkana frá Alaska. Fyrir nokkrum árum á Stevens að hafa verið að ditta eitthvað að heima hjá sér - og ákvað að hann þyrfti að bæta svosem einni hæð á húsið, og frekar en að byggja hæðina ofaná, vildi hann láta byggja eina hæð neðaná húsið: Húsinu var lyft upp og nýrri hæð bætt undir, sem væri kannski ekkert merkilegt, nema, að Stevens lét vin sinn sem rekur olíufyrirtæki borga framkvæmdirnar: (Skv. Anchorage Daily News):

The FBI and a federal grand jury have been investigating an extensive remodeling project at U.S. Sen. Ted Stevens' home in Girdwood that involved the top executive of Veco Corp. in the hiring of at least one of the key contractors.  ...

Húsið er lögheimili Stevens, sem eyðir mestu af tíma sínum í Washington. Rannsóknin mun upprunalega hafa beinst að syni Stevens, sem hefur haft óeðlilega náið samneyti með olíu og verktakafyrirtækjum, og hefur þess utan verið sakaður, ásamt nokkrum öðrum leiðtogum flokksins í fylkinu, um að þiggja mútur frá olíufryrirtækjum.

The FBI and the U.S. Justice Department's Public Integrity Section, which are in the midst of a broad investigation of corruption in Alaska, would not comment.

"This is a pending investigation and we're just not going to confirm or deny any aspect, any rumors, any allegations out there," said FBI spokesman Eric Gonzalez. ...

The wide-ranging federal inquiry surfaced in August when agents raided six legislative offices, including those of then-Senate President Ben Stevens, one of Ted Stevens' sons.

Veco, an oil-field service company that has long been a strong lobbying presence in Juneau, was one of the early targets of the agents, according to some of the search warrants that became public. On May 7, the company's longtime chief executive, Bill Allen, and a vice president, Rick Smith, pleaded guilty to federal conspiracy, bribery and tax charges. They are now cooperating with authorities.

Four current or former Alaska state lawmakers have been indicted and are awaiting trial on corruption charges, and an Anchorage lobbyist has pleaded guilty to federal corruption charges.

Alaska hefur lengi verið talið eitt spilltasta fylki Bandaríkjanna, og Ted Stevens einn ósvífnasti kjördæmapotari öldingadeildarinnar. Hann varð frægur fyrir "the bridge to nowhere", milljarðaframkvæmd sem átti að tengja nærri óbyggða eyju við meginlandið. Það eru nokkurn veginn allir, hvar sem þeir standa í pólítík, (fyrir utan kjósendur heima í kjördæmi - einhverra hluta vegna vilja sumir landsbyggðarkjósendur endilega senda skúrka á þing...) sammála um að bandaríska þingið væri betra ef Stevens segði af sér - eða væri komið fyrir bak við lás og slá.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband