...og staðhæfir að Bush sé versti forseti Bandaríkjasögunnar...

Í Bandaríkjunum hafa yfirlýsingar Carter vakið nokkra athygli, því það er ekki til siðs að fyrrverandi forsetar gagnrýni sitjandi forseta, allra síst með þessum hætti. Gagnrýni Carter á Blair hefur því skiljanlega vakið mun minni athygli. Reyndar sagði Carter bara að utanríkisstefna forsetans væri sú verasta í sögunni, og að Bush hefði svikið arfleið repúblíkanaflokksins, Bush eldri, Reagan og jafnvel Nixon. Skv. AP:

"I think as far as the adverse impact on the nation around the world, this administration has been the worst in history," Carter told the Arkansas Democrat-Gazette in a story that appeared in the newspaper's Saturday editions. "The overt reversal of America's basic values as expressed by previous administrations, including those of George H.W. Bush and Ronald Reagan and Richard Nixon and others, has been the most disturbing to me."

Carter spokeswoman Deanna Congileo confirmed his comments to The Associated Press on Saturday and declined to elaborate. He spoke while promoting his new audiobook series, "Sunday Mornings in Plains," a collection of weekly Bible lessons from his hometown of Plains, Ga.

..."We now have endorsed the concept of pre-emptive war where we go to war with another nation militarily, even though our own security is not directly threatened, if we want to change the regime there or if we fear that some time in the future our security might be endangered," he said. "But that's been a radical departure from all previous administration policies."

Það er kannski ekkert sérstaklega merkilet við þessa yfirlýsingu Carter, aðallega vegna þess að þetta eru ekkert sérstakla próvókerandi yfirlýsingar. Mér sýnist nefnilega að deilur um "arfleið" Bush snúist núorðið um hvort hann verði talinn versti forseti Bandaríkjasögunnar, eða hvort hann verði aðeins einn af verstu forsetum sögunnar...


mbl.is Carter gagnrýnir stuðning Blairs við Íraksstríðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FreedomFries

Nixon. Og það er vissulega merkilegt hversu stutt er síðan gagnrýni á forsetann og stefnu hans hefur komist inn í "mainstream" þjóðmálaumræðu í Bandaríkjunum. Alveg síðan haustið 2000 hafa háværar raddir haldið því fram að hann væri ómugulegur forseti, hann hefði "stolið" kosningunum, hann væri ílla gefinn, etc etc. Sumir gengu jafnvel svo langt að kalla hann fasista eða eitthvað þaðan af verra.

En þessar raddir voru flestar lengst á vinstrikantinum, og ásakanir um fasisma þóttu frekar ósmekklegar, sérstaklega þar sem það hafði ekkert komið fram sem beinlínis réttlætti slík stóryrði. Það er raunverulega ekki nema ár eða svo síðan við fórum að fá öruggar sannanir um ólýðræðislega tendensa Bush og ófyrirgefanlegt virðingarleysi við stjórnarskrána.

Í millitíðinni kom 9/11, og það er ástæðulaust að gera lítið úr áhrifum þess á Bandaríska þjóðarsál og þjóðmálaumræðu. Þú getur rétt ímyndað þér hvaða áhrif það hefði á íslensk stjórnmál og stjórnmálaumræðu ef Pólskir innflytjendur eða bandarískir umhverfisverndarsinnar sprengdu upp sjávarútvegsráðuneytið og seðlabankann og dræpu nokkurhundruð íslendinga? Ég efast um að þjóðfélagsumræðan yrði mjög yfirveguð, og langsamlega líklegast að sitjandi stjórnvöld fengju nokkuð frjálsar hendur með að grípa til "viðeigandi" aðgerða.

Bandaríkjamenn eru síst minna innblásnir þjóðernisást en Íslendingar og til viðbótar er mjög sterk hefð fyrir því að treysta sitjandi forseta, forsetinn er kosinn á 4 ára fresti, og í millitíinni er gert ráð fyrir því að þing og þjóð treysti forsetanum til að reka utanríkisstefnu og stjórna landinu.

Það breytir þó ekki því að það hefði átt að vera öllum ljóst fyrir langa löngu að forsetinn væri ekki starfi sínu vaxinn og að hann hefði litla virðingu fyrir stjórnarskránni og stjórnsýsluhefðum. Þessi gagnrýni og gremja er samt búin að vera að grafa um sig í nokkurn tíma, þó það sé raunverulega nú fyrst sem hún kemur upp á yfirborðið með svona skýrum hætti.

Kosningarnar í nóv 2006 voru sennilega skýrasta merkið um hversu almenn gremjan væri, og síðan þá hafa fjölmiðlamenn verið óhræddari við að sauma að stjórninni.

Ég hef líka grun um að það spili ekki lítinn hlut í þessu að starfsmenn í ráðuneytum og ríkisstofnunum séu tilbúnari til að leka fréttum og upplýsingum í fjölmiðla. Það eru rétt tvö ár eftir af kjörtímabili Bush, og fólk sem kannski veigraði sér við að gagnrýna yfirmenn sína þorir núna að leka í fjölmiðla?

En það er rétt hjá þér, Ólafur, að þessi þögn er skrítin, og sömuleiðis merkilegt hversu ótrúlega almenn gagnrýnin er allt í einu orðin. Það læðist að manni sá grunur að það sé s hægt að skýra eitthvað af þessu með hjarðhugsun.

Bestu kveðjur!

Magnús

FreedomFries, 20.5.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: FreedomFries

Ég var alls ekki að segja að þú værir að gera lítið úr 9/11, né að gagnrýna orðaval þitt! Og vissulega er fáránlegt að maðurinn hafi endað sem sigurvegari kosninganna 2000 og svo náð endurkjöri 2004. Síðan demokratar unnu meirihluta í báðum deildum í kosningunum 2006 hafa þeir byrjað þónokkrar rannsóknir á embættisfærslum stjórnarinnar - en við verðum að sýna þeim sæmilega þolinmæði. Nýja þingið tók ekki við völdum fyrr en í janúar, og það eru rétt fimm mánuðir liðnir síðan þá. Það tekur tíma að skipuleggja þingrannsóknir, og kalla fólk til vitnis, biðja um skjöl osfv. Demokratar þurfa líka að sýna ákveðna hógværð, því ef þeir fara of geyst opna þeir á að repúblíkanar máli rannsóknirnar sem nornaveiðar eða pólítískan skrípaleik.

Það er svo hámark íróníunnar að það eru tilhæfulausar rannsóknir Repúblíkana á einkalífi og kynlífi Clinton sem hafa svert orðstír þingrannsókna!

Þó það sé ólíklegt að öll kurl komist til grafar er ég sæmilega bjartsýnn á að Bush fái réttlátan dóm að lokum og að kjósendur refsi repúblíkönum fyrir stjórnarhætti þeirra undanfarin ár.

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 20.5.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband