Dick Cheney á lista yfir viðskiftavini í Washington DC nuddþjónustu skandalnum?

Cheney á góðri stunduÍ síðustu viku flutti ABC æsifréttir af því að þeir hefðu undir höndum lista yfir tugi, ef ekki hundruðir karlmanna sem hefðu verið viðskiftavinir "the DC madam", en eins og lesendur þessa bloggs kannast við þurfti einn af aðstoðarutanríkisráðherrum Bush, Randall Tobias, að segja af sér eftir að upp komst að hann hafði fengið "píur" til að koma og veita sér "nuddjónustu":

Tobias told ABC News he had several times called the "Pamela Martin and Associates" escort service "to have gals come over to the condo to give me a massage."  

Þáttastjórnendur á kapalsjónvarpsstöðvunum voru að vonum kátir, því það er ekkert skemmtilegra en kynlífsskandalar, og bloggarar voru ekki síður spenntir, því ABC lét í veðri vaka að það væri fullt af allskonar háttsettum skriffinnum og meðlimum ríkisstjórnarinnar á þessum lista.

En svo hvarf þessi frétt einhvernveginn, og þegar "expose" ABC var loks flutt á föstudag var það hreint ekkert sérstaklega merkilegt. Þeir sem höfðu verið að fylgjast með fréttum fannst þetta mjög skrýtið. Hvað hafði gerst? Hvað varð um alla þessa háttsettu hórkarla? Liberal bloggarar voru að vonum fúlir, því það fóru af stað allskonar furðulegar og stórfyndnar tengingar á milli Washington og hóreríislistans.

En maður ætti aldrei að segja aldrei, því nú er farinn af stað einhver mögnuð samsæriskenning/getgáta um hver sé á listanum og af hverju ABC hafi allt í einu misst áhuga á að flytja æsifréttir af kynlífi í Washington DC: Dick Cheney "vara"forseti Bandaríkjanna á að hafa verið meðal viðskiftavina "nuddjónustunnar"!

Samkvæmt fréttum og sögusögnum á minnst einn frægur "fyrrverandi forstjóri" að vera á listanum, og nú telja sumir að sá fyrrverandi forstjóri sé fyrrum forstjóri Haliburton - maður að nafni Richard Bruce Cheney, kallaður "Dick". Lýsingar á þessum fyrrverandi forstjóra, heimili hans osfv. þykja allar benda á Cheney. Cheney á svo að hafa hótað ABC öllu íllu ef þeir hættu ekki við að flytja fréttir af viðskiftavinum nuddþjónustunnar. Skv Wayne Madsen (það þarf að fletta niður á blaðsíðunni, þessi færsla er undir 8. maí:

WMR has confirmed with extremely knowledgeable CIA and Pentagon sources that the former CEO who is on Deborah Jeane Palfrey's list is Vice President Dick Cheney.Cheney was CEO of Halliburton during the time of his liaisons with the Pamela Martin & Associates escort firm. Palfrey's phone invoices extend back to 1996 and include calls to and from Cheney.Ironically, in 2000 Cheney was appointed by Bush to head his Vice President selection committee, a task that enabled Cheney to gather detailed personal files on a number of potential candidates, including Bill Frist, George Pataki, John Danforth, Fred Thompson, Chuck Hagel, John Kasich, Chris Cox, Frank Keating, Tom Ridge, Colin Powell, and Jim Gilmore, before he selected himself as the vice presidential candidate.

The White House saw to it that ABC/Disney killed the DC Madam's storybefore yet another scandal swamped the Bush administration.

Þetta er auðvitað stórskemmtilegur orðrómur! Wonkette, sem sérhæfir sig í stjórnmálaslúðri Washington finnst þó lítið til alls þessa koma:

Do you know why we’re underwhelmed by this rumor? Because even if it’s a fact, which it probably is, there’s no way it would have any impact on Cheney’s “career.” This is a draft-dodging half-human war criminal with a pregnant lesbian daughter who tells senators to fuck themselves and shoots his own friends in the face. Ordering an outcall hooker is positively innocent compared to the well-known things Cheney does every day.

Smá hórerí væri sennilega ómerkilegasti glæpur eða yfirsjón Dick Cheney.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnað komment frá Wonkette. Maðurinn er náttlega að barmi þess að vera Satan sjálfur!

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 02:35

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehehe...tek undir orð Baldvins.  Yndislega orðað hjá Wonkette!

Róbert Björnsson, 10.5.2007 kl. 03:17

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er hægt að greiða fyrir ýmsu ef maður á mikið af peningum.

Ester Sveinbjarnardóttir, 10.5.2007 kl. 21:05

4 Smámynd: FreedomFries

Þessi þjónusta skilst mér að hafi kostað um 300 dollara á tímann, og allar "nudd"-konurnar hafi haft háskólapróf. Ég þekki reyndar ekkert til í þessum iðnaði og veit ekki hvað er dýrt og hvað ódýrt, en mig grunar að konur sem unnu fyrir Palfrey ("the DC Madame") hafi verið betur menntaðar en flestar aðrar konur í þessari atvinnugrein.

Palfrey hefur haldið því fram að konurnar sem unnu fyrir sig hafi ekki stundað kynmök með viðskiftavinum, heldur aðeins tekið þátt í kynferðislegum ímyndunarleikjum eða veitt þeim félagsskap.

Það kæmi mér ekki á óvart að Cheney þyrfti að borga fólki fyrir að vera í nánu samneyti við sig. En ég vona svo sannarlega að það verði framhald á þessari sögu!

FreedomFries, 10.5.2007 kl. 21:33

5 Smámynd: Ár & síð

"The DC Madam" skyldi þó aldrei þýða "The Dick Cheney Madam"?
Matthías 

Ár & síð, 11.5.2007 kl. 16:03

6 Smámynd: FreedomFries

Ég er að krossleggja fingurna! En því miður held ég að þessi frétt - ef hún er sönn - sé of eldfim til að geta komist í fjölmiðla. Sannleikskjarninn í kommenti Wonkette er nefnilega sá að það er nokkurnveginn sama hvað við segjum um varaforsetann, sama hversu "damaging" það ætti að vera, hvort heldur gagnvat "the base" eða "common decency" - það stekkur allt af honum eins og vatn af gæs. Maðurinn virðist geta gert nokkurnveginn það sem honum dettur í hug, sagt það sem honum dettur í hug.

Í öðrum fréttum: mér skilst að það séu kosningar á Íslandi?

FreedomFries, 13.5.2007 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband