Stürmbannführer Bill O'Reilly, Saddam, lýðræði og mannréttindi

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_oreillymad.jpg

Bill O'Reilly heldur áfram að dásama stjórnarhætti Saddam Hussein í útvarpsþætti sínum (The Radio Factor with Bill O'Reilly - í seinustu viku lýsti hann því yfir að ef Bandaríkjaher tæki upp taktík 'the butcher of Baghdad' væri hægt að friða landið á örskotsstundu, og í gær endurtók hann þessar vangaveltur sínar. Og hvaða taktík ætti herinn að beita? "Martial law, torture, murder, kicking in doors. ... Tough terror" En það eru auðvitað alltaf einhverjir vondir commies og pinkoes sem ekki leyfa alvöru karlmönnum að ná árangri - ACLU (American Civil Liberties Union), sem O'Reilly hatar meira en pestina, leyfir bandaríkjaher ekki að sigra.

Full tilvitnun í O'Reilly:

O'REILLY: It just depends on how you want to wage the war. If we wage the war the way Saddam handled Iraq, then we would have already won. That means martial law, torture, murder, kicking in doors. You know, Saddam controlled that country for 25 years. He didn't have any insurrections. He didn't have bombs going off. And half the country wanted to kill him. You know, all the Shia hated him. And how'd he do it? Through terror. So we could do it. But then, you know, as soon as you look at one of these guys cross-eyed, the ACLU's got you sued.

June 27 edition of Westwood One's The Radio Factor with Bill O'Reilly

Það besta er að O'Reilly er ekki nógu mikill karlmaður til að standa við þessar furðulegu fasísku skoðanir sínar! Þann 22 júní neitaði hann því staðfastlega að hafa lofað stjórnarhætti Saddams í viðtali á Fox við blaðamann Chicago Tribune, en The Tribune hafði birt OpEd grein eftir Don Wycliff benti á hverskonar pólitík og stjórnarfar O'Reilly væri í rauninni að boða.

Ég hef alltaf haft dálítinn áhuga á O'Reilly, því hann virðist vera einhverskonar furðulegur tímaferðalangur - það þarf ekki að horfa á hann lengi, eða hlusta, til að átta sig á að hann er á vitlausum stað, og á vitlausum tíma. Þýskaland á fyrri hluta aldarinnar hefði sennilega hæft honum betur...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband