Vísbendingar um hvort The Robert Court muni banna fóstureyðingar

Ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna varðandi kosningalög Vermont, gefur ákveðnar vísbendingar um hvernig hæstiréttur, eftir að Bush og republikanaflokkurinn eru búnir að bæta við tveimur hægrisinnuðum dómurum, muni taka á tilraunum til að gera fóstureyðingar ólöglegar. Þegar tilnefning Roberts var staðfest af þinginu, lofaði Roberts þvi, að vísu frekar loðið, að hann myndi halda uppi eldri dómsniðurstöðum, þ.e. hann myndi ekki leitast eftir því að kollvarpa fyrri niðurstöðum dómsins í viðkvæmum málum.

Í Vermont málinu greiddi Roberts ekki atkvæði með Clarence Thomas og Antonin Scalia, sem báðir vildu að hæstiréttur hafnaði alfarið því að stjórnarskráin leyfið lagasetningu sem setti hámörk á fjárframlög til frambjóðenda - með því setti Roberts sig í andstöðu við tvo hægrisinnuðustu dómarana í réttinum. Þetta gefur vísbendingu um tvennt:

1) Roberts er ekki steyptur í nákvæmlega sama hugmyndafræðilega mót og þeir Scalia eða Thomas.

2) Roberts fer varlega í að hafna eldri dómsniðurstöðum hæstaréttar.

Á næstu vikum mun hæstiréttur taka fyrir mál sem snertir íllræmda endurteikningu kjördæma DeLay í Texas. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig Roberts tekur á því máli.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FreedomFries

Ég held að það breyti sennilega engu um kjærdæmasvindlið í Texas hvort DeLay verði sakfelldur fyrir mútuþægni, það kemur sér bara ílla fyrir Republikanaflokkinn.

Það breytir auðvitað engu fyrir hæstarétt, en það mun breyta umræðunni í samfélaginu, og gera þetta að mun meira spennandi máli. Ég hef ekki lesið neitt enn um hverju menn spá um niðurstöðuna hæstaréttar um kjördæmasvínaríið í Texas - ég efast um að þeir rúlli því til baka - þó að ég voni auðvitað að þeir geri það!

M

FreedomFries, 28.6.2006 kl. 02:37

2 identicon

Já, svo sannarlega ber að vona, að hæstiréttur þar snúist til varnar hinum ófæddu, sbr. greinina Minnsta mannsbarnið eftir prófessor William Liley.

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 23:38

3 Smámynd: FreedomFries

Mikil ósköp! Þar sem stjórnvöld virðast hafa misst alla ábyrgðartilfinningu fyrir komandi kynslóðum þarf einhver að taka af skarið. Núverandi stjórnvöld hafa þverneitað að setja neinar reglur um koltvísýringsmengun, dregið sig út úr Kyoto, og almennt unnið markvisst að því að ófæddir jarðarbúar muni ekki eiga þá möguleika á mannsæmandi lífi og við sem nú búum... Dómurinn mun taka fyrir í næstu viku mál þar sem kveðið verður á um hvort EPA megi setja reglur um koltvísýringsmengun.

FreedomFries, 29.6.2006 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband