Nemendur Virginia Tech allir aumingjar og heybrækur... sérstaklega þeir sem voru myrtir?

Karlmennið og hetjan DerbyshireBandaríkjamenn eru að vonum (flest) allir harmi slegnir yfir atburðum gærdagsins. Allir nema John Derbyshire, sem er dálkahöfundur á National Review Online. Derbyshire hefur áður getið sér frægðar fyrir hómófóbíu og að kalla homma öllum íllum nöfnum, - fyrir að kalla alla andstæðinga innrásarinnar í Írak homma og heybrækur - fyrir að efast um hetjulund og karlmennsku breksu sjóliðanna sem var rænt af Mahmud Ahmadinejad fyrir ströndum Íran, jú, og fyrir að vera einhverskonar mjög alvarlegur pervert með nauðgunarfantasíur og annarlegar hvatir til ungra stulkna... Og nú er Derbyshire stiginn aftur fram á ritvöllinn, til þess benda á hversu miklu, miklu, hetjulegri hann sé en fórnarlömb fjöldamorða gærdagsins, og hversu ömurlegar heybrækur nemendur Virginia Tech séu:

As NRO’s designated chickenhawk, let me be the one to ask: Where was the spirit of self-defense here? Setting aside the ludicrous campus ban on licensed conceals, why didn’t anyone rush the guy? It’s not like this was Rambo, hosing the place down with automatic weapons. He had two handguns for goodness’ sake — one of them reportedly a .22.

Því, eins og allir vita, þurfa vitfirrtir byssumenn og fjöldamorðingjar að vera vopnaðir öflugri vopnum en litlum skambyssum til þess að vera hættulegir? Og svo var þetta einhver asískur rindill en ekki vöðvastæltur sérsveitarmaður! Hah! Derbyshire hefði sko alveg tekið málin í sínar hendur. 

At the very least, count the shots and jump him reloading or changing hands. Better yet, just jump him. Handguns aren’t very accurate, even at close range. I shoot mine all the time at the range, and I still can’t hit squat. I doubt this guy was any better than I am. And even if hit, a .22 needs to find something important to do real damage — your chances aren’t bad.

Þetta hefðu nemendur VT átt að muna: Meira að segja Derbyshire er ömurleg skytta, og þess vegna hefðu þeir getað yfirbugað byssumanninn. "your chances arent bad"... nema manni finnist súrt að vera drepinn?

Yes, yes, I know it’s easy to say these things: but didn’t the heroes of Flight 93 teach us anything? As the cliche goes — and like most cliches. It’s true — none of us knows what he’d do in a dire situation like that. I hope, however, that if I thought I was going to die anyway, I’d at least take a run at the guy.

Svona á maður að enda hugleiðingar um vðaverk og þjáningar annarra: með því að minna á að maður sé sjálfur sko alveg obboðslega hugrakkt karlmenni! Derbyshire er reyndar svo ótrúlega ósmekklegur og vitfirrtur drullusokkur að það mætti halda að hann væri karakter úr einhverju sketsi eftir Sasha Baron Cohen. Ég mæli sérstaklega með analýsu Michael Bérubé á "bókadómi" Derbyshire um Lolitu, eftir Nabokov, og augljósa aðdáun hans á Humbert Humbert. Einn stórfenglegasti partur bókardómsins (sem er einhverskonar stórskuggleg vangavelta Derbyshire um óskildustu hluti) er þegar hann færir fyrir því "rök" að það sé hægt að nota tölur um nauðganir til þess að "sanna" að unglingsstúlkur séu meira aðlaðandi en fullorðnar konur.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Holdgerfingur amerísks siðgæðis.  Þvílíkur andskotans sukkópat.  Hefði verið gaman að sjá hann þarna í þessum kringumstæðum.  Hann sér auðvitað lausnina í því að vopna alla nemendur og setja kennara í sérsveitarátfitt í skjóli þessa fáránlega sjálfsvarnarréttar, sem hefur alfarið verið heimfærður á byssueign. 

Ef þetta er viðhorfið...then they got what's coming to them. 

Mér flökrar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 22:44

2 identicon

Það er vissulega sannleikskorn í þessu sem hann skrifar karlinn. 

Þetta falska öryggi sem vopnabannið á skólalóðinni veitti reyndist banvænt. Það er engin tilviljun að fjöldamorð eins og þetta eiga sér stað á svona ,,vopnlausum svæðum.''

Við eðlilegar kringumstæður í Bandaríkjunum hefði ekki þurft nema einn nemanda til að stöðva þetta morðæði. En þetta voru óeðlilegar aðstæður þar sem búið var að gera sjálfsvarnarréttinn óvirkan og takmarka þannig rétt fólks til lífs.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ja hérna...á hann sér ekki trúbróðir á íslandi! 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 23:15

4 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Jahá! Almennur byssuburður námsmanna? Hvernig væri sá kampusinn klukkan 2 á laugardagsnóttu? Stútfullir skólakrakkar, allir pissfullir og argir. Og vopnaðir. Held ég haldi mig heima. Þetta er þjóðarvandamál, ekki bara í BNA þó þar sé það verst og verður ekki leyst með almennum byssuburði og hvatningu stúdenta til að plaffa þá niður er hegða sér undarlega.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 18.4.2007 kl. 03:17

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Alhyglisverð kenning

Pétur setur fram athyglisverða kenningu, sem ástæðulaust er að hafna án skoðunar. Byssubann er auðsjáanlega ekki lausn á glæpaverkum. Ég setti niður nokkrar setningar um málið hér: http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/179593/#comments

Það er rétt að fjöldamorðingar eru heybrækur, sem notfæra sér varnarleysi fólks. Hins vegar má gæta þessa, að alhæfa ekki út fyrir öll vitræn mörk. Þeir sem hafa verið að drepa fólk í skólum, hafa líklega flestir verið nemendur í sömu skólum. Þeir fremja því morðin á heimaslóðum, en leita ekki í skólana vegna varnarleysis nemenda.

Er ekki málið það, að nemendur eru undir miklu álagi vegna námsins og glíma jafnframt við verki uppvaxtar. Vegna þroskastigs síns, kikna sumir undan álaginu og afleiðingin er tilfinninga-röskun. Unglingarnir lenda í aðstæðum fullorðins fólks, sem það hefur ekki þroska til að glíma við.

Er ekki ástæða fyrir okkur Íslendinga að staldra aðeins við ? Er örugglega rétt að beina öllum unglingum í erfitt framhaldsnám ? Gæti verið farsælt að nemendur fái að finna sinn eigin takt í námi ? Hvers vegna mega unglingar ekki njóta æsku sinnar ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.4.2007 kl. 10:53

6 Smámynd: halkatla

mig langar bæði að og eftir þennan lestur.

halkatla, 18.4.2007 kl. 14:02

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Talandi um að alhæfa útfyrir vitræn mörk.....Þetta er með því langsóttara en mikið af því sem ég hef lesið um málið kæri Loftur.  Ungmenni hafa val um nám...það getur ekki verið affarasælt að geyma þá í bómull....fyrr eða síðar blasir veruleiki lífsins við.  Nám er þáttur í að öðlast sjálfstæði. Umræddur drengur var þunglyndur sósíópat...það væri nær að hafa sterkari sálfræðihjálp í tengslum við skóla.  Það eru alltaf veikir einstaklingar innanum.  Hér á íslandi hefði viðkomandi sennilega brotið rúðu eða kveikit í ruslagám.  Það er vitnisburðurinn um sem frjáls byssueign fær. Það er ótúlegt að hér skuli vera fólk, sem ber blak af þessu.  Er það kannki skortur á skólagöngu?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband