Kerfisbundin lögbrot FBI - innanríkisnjósnir þeirra mun umsvifameiri en áður talið

Inni í þessari skrifstofubyggingu sitja litlir menn í skyrtum og bindi og sanka að sér persóuupplýsingum um óbreytta borgara... og yfir þeim ríkir maður sem ber enga virðingu fyrir persónufrelsi. Og þetta er ekki Austur Berlín, og árið er ekki 1980.Í öllum hasarnum útaf ríkissaksóknarabrottrekstrinum vill gleymast að Alberto Gonzales er viðriðinn þrjú hneykslismál þessa dagana, þ.e. meira að segja þó við teljum öll hneykslismálin sem tengjast saksóknarabrottrekstrinum sem eitt mál. Hin tvö málin tengjast heimildarlausum innanríkis njósnum alríkislögreglunnar.

Í fyrsta lagi er Gonzales borið að sök að hafa ráðlagt forsetanum að stöðva rannsókn þingsins á símhlerunarprógrammi FBI, en ekki fyrr en hann hafði fengið veður af því að sú rannsókn væri í þann veginn að velta upp óþægilegum spurningum um hann sjálfan. (sjá National Journal):

Shortly before Attorney General Alberto Gonzales advised President Bush last year on whether to shut down a Justice Department inquiry regarding the administration's warrantless domestic eavesdropping program, Gonzales learned that his own conduct would likely be a focus of the investigation, according to government records and interviews

Í öðru lagi eru það fréttir af umsvifamiklum lögbrotum FBI þegar kemur að innanríkisnjósnum þeirra. Ég hef áður skrifað um þetta mál - það hefur nokkrum sinnum komið í fréttirnar, en í þeim tilfellum voru talsmenn stjórnarskrárbundinna réttinda almennings að hafa áhyggjur af því að bókstafur laganna væri of rúmur, að FBI hefði samkvæmt lögum of rúmar heimildir til þess að safna persónuupplýsingum um fólk. Núna kemur semsagt í ljós að FBI hafi fundist jafnvel þessi rúmu ákvæði of ströng, því stofnunin hefur viðurkennt að hafa kerfisbundið og í stórum stíl brotið ákvæði laganna!

Salon útskýrir þetta mál:  

In essence, the FBI and our nation's telecommunications companies have secretly created a framework whereby the FBI can obtain -- instantaneously and without limits -- any information it asks for. The Patriot Act already substantially expanded the circumstances under which the FBI can obtain such records without the need for subpoenas or any judicial process, and it left in place only the most minimal limitations and protections. But it is those very minimal safeguards which the FBI continuously violated in order to obtain whatever information its agents desired, about any Americans they targeted, with literally no limits of any kind.

In order to obtain telephone records within this FBI-telecom framework, FBI agents have been simply furnishing letters to the telecom companies -- not even NSLs, just plain letters from an agent -- assuring the telecom companies that (a) the records were needed immediately due to "exigent circumstances" and (b) a subpoena for the records had been submitted to the U.S. Attorneys Office and was in the process of being finalized. Upon receiving that letter, the telecoms provided any records the FBI requested -- instantaneously, via computer.

At times, they would request records for multiple numbers at once, and sometimes for hundreds of numbers.

FBI hefur staðfest að þessi lýsing sé rétt, en heldur því fram að þetta hafi ekki verið kerfisbundið eða að alríkislögreglan hafi vísvitandi verið að njósna um "heiðarlegt" fólk:

In a letter ... released along with the March 9 report, [FBI Director] Robert S. Mueller III acknowledged that the bureau's agents had used unacceptable shortcuts, violated internal policies and made mistakes in their use of exigent circumstance letters.

Mueller also said he had banned the future use of such letters this month, although he defended their value and denied that the agency had intentionally violated the law.

Other FBI officials acknowledged widespread problems but said they involved procedural and documentation failures, not intentional misgathering of Americans' phone records. Mueller ordered a nationwide audit, which began Friday, to determine if the inappropriate use of exigency letters went beyond one headquarters unit.

Þetta prógramm þeirra virðist hafa verið ótrúlega umsvifamikið - vitað er um minnst 739 tilfelli þar sem stofnunin bað um upplýsingar um alls 3.000 manns, óbreytta borgara, án þess að geta rökstutt það með neinum hætti, og að lokum voru starfsmenn stofnunarinnar hættir að geta haldið utan um allar þær upplýsingar sem þeir voru búnir að sanka að sér... svolítið eins og Stasí í Austur þýskalandi sem hljóðritaði hundruð þúsund símtöl, en hafði ekki mannskap í að hlusta á nema lítið brot af þeim:

Fine's report said the bureau's counterterrorism office used the exigency letters at least 739 times between 2003 and 2005 to obtain records related to 3,000 separate phone numbers. ...

The use of such letters was virtually "uncontrolled," said an FBI official who was briefed on the issue in early 2005. By that fall, CAU agents had begun creating spreadsheets to track phone records they had collected for a year or more that were not covered by the appropriate documents, according to FBI e-mails and interviews with officials.

Með öðrum orðum: starfsmenn FBI létu sér nægja að skrifa símafyrirtækjunum og biðja um upplýsingar um símnotendur, án þess að leita eftir neinni heimild neinstaðar, og án þess að rökstyðja af hverju þeir þyrftu þessar upplýsingar! Og það eftir að þingið hafði veitt FBI nánast ótakmarkað vald til þess að njósna um almenning. Þetta sannar að það er ekki hægt að treysta lögregluyfirvöldum til þess að gæta hófs: Ef við opnum á að það sé í lagi að troða aðeins á stjórnarskrárbundnum réttinum okkar er þess skammt að bíða að við missum þau öll.

Það er líka athyglisvert að það símafyrirtækin mótmæltu aldrei að alríkislögreglan væri að biðja um persónuupplýsingar - án nokkurrar lagaheimildar og án rökstuðnings. Það datt engum hjá ATT eða Verizon að láta lögfræðinga sína athuga hvort þetta gæti talist eðlilegt.

Það sem við höfum lært af þessu er 1) Það er ekki hægt að treysta lögregluyfirvöldum til að virða persónufrelsi almennings. Það þurfa að vera skýr lög sem vernda almenning fyrir ástæðulausum og órökstuddum lögreglurannsóknum og njósnum, 2) Það er ekki heldur hægt að treysta einkafyrirtækjum til að vernda persónuupplýsingar sem þau hafa safnað.

Þegar Alberto Gonzales segir af sér verður það því ekki "bara" vegna þess að hann hafi skipulagt pólítískar hreinsanir í dómsmálaráðuneytinu, heldur líka vegna þess að undir hans stjórn hefur alríkislögreglan tekið mjög alvarleg skref frá því sem getur talist eðlilegt í opnu lýðræðisríki.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband