Memorial day II

Í tilefni þess að í Bandaríkjunum er í dag haldið upp á 'memorial day' skrifar Rahm Emanuel, þingmaður Demokrata í Illinois, ágæta grein í LA times um Rumsfeld, og 'the decider', forsetann. Emanuel hefur vissulega á réttu að standa þegar hann bendir á að einhver hljóti að bera ábyrgð á Íraksklúðrinu - og að það sé ekki Rumsfeld sem beri ábyrgðina, heldur Bush, sem hefur svarað kröfum um að Rumsfeld verði látinn fara með þeim spekingslegu orðum "I'm the decider, and I decide what's best".

Ég verð að segja að mér finnst að ef demokratarnir ná þinginu núna í haust eigi þeir að setja mark sitt á Rumsfeld - ekki forsetann - það eru allir (núorðið meira að segja kjósendur) sammála um að forsetinn sé ómögulegur - og honum verður ekki velt úr stóli fyrr en eftir tvö og hálft ár hvort sem er - en í millitíðinni væri hægt að hreinsa út menn eins og Rumsfeld og Cheney - og slíkir sigrar væru meira en symbolískir.

Reyndar eru búnar að vera nokkrar umræður um að Rumsfeld þurfi að fjúka - þó fréttir af þeim berist seint og ílla hingað til Íslands.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband