Af hverju er Hayden vandamál, og af hverju er öllum sama?

Ég skrifaði í morgun stuttan póst um nýjan yfirmann CIA, Michael Hayden. Heyden varð frægur fyrir að hafa verið yfirmaður NSA meðan sú stofnun stóð fyrir umsvifamestu persónnjósnum í nýlegri sögu bandaríkjanna. Hayden var maðurinn á bak við bæði símahleranir stj´prnarinnar, og svo símtala-gagnagrunninn. Þegar þetta varð upplýst voru margir fljótir til að spá því að staðfesting Hayden yrði mikið bitbein, og að Demokratar myndu berjast hatrammlega gegn honum.

En svo varð ekki - aðeins 15 öldungardeildarmenn greiddu atkvæði gegn honum. Þetta getur virst frekar  íllskiljanlegt, sérstaklega þar sem búið var að lofa okkur að það yrði einhverskonar 'showdown' í öldungardeildinni, milli þingmanna annarsvegar og svo Bushco. Ég hef ekki getað séð fullnægjandi skýringu á því af hverju þessi átök urðu ekki - skýring margra vinstrimanna er auðvitað að demokratarnir séu aumingjar sem láti republikanana vaða yfir sig. Og kannski er eitthvað til í því? En það verður að hafa í huga, held ég, að baráttan gegn Hayden er nokkurnveginn töpuð fyrirfram. Forsetinn hefði komið honum í gegn hvað sem nokkur demokrati hefði látið hátt - og ef demokratarnir hefðu gert Hayden að einhverju meiriháttar máli, keyrt í hart og búið til í kringum staðfestinguna pólitískan hasar, hefði það samt endað með því að Hayden hefði verið staðfestur sem yfirmaður CIA. Og það sem verra er fyrir demokratana er að umræðan í kringum staðfestinguna hefði snúist um 'þjóðaröryggi' - og republikanarnir, sem hafa orðið allt að vinna - hefðu getað presenterað sjálfa sig sem varðmenn þjóðaröryggisins, menn sem svífast einskis til þess að vernda bandaríkin gegn utanaðkomandi ógnum. Kannanir sýna að bandaríkjamenn eru alls ekki einhuga um að njósnir og hleranir NSA séu slæmar, og þá er orðið of óvíst að demokrötunum hefði tekist að snúa þessu máli öllu sér í hag.

Það sem Republikanana vantar er að ná 'momentum' fyrir kosningarnar - þeir þurfa að finna eitthvað málefni, einhverja pólitíska stund, sem þeir geta náð að fanga athygli almennings á jákvæðan máta - og demokratarnir þurfa að meina þeim að finna eða fanga þessa stund. Það er eina skýringin sem ég hef getað fundið á þessari einkennilegu þróun mála.

Hitt er svo annað mál að Hayden er skuggalegur maður - eins og The Online Beat, blogg The Nation bendir á þá er "his unapologetic rejection of the rule of law and his limited acquaintance with the Constitution" ástæða fyrir okkur til að hafa áhyggjur. Það er líka annað: Hayden er fjögurra stjörnu herforingi - og CIA á að vera 'hlutlaust' - Herinn, og NSA, hlýða framkvæmdavaldinu, en CIA á að vera hlutlausara, þess hlutverk á að vera að finna upplýsingar sem geta hjálpað framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu að móta skynsamlega og rétta stefnu - það á ekki að vera hlutverk þess að 'framleiða' gögn sem styðja stefnu stjórnvalda - meðan herinn hefur það hlutverk eitt að framfylgja stefnu stjórnvalda. Örstuttu eftir að 'njósnamála-nefnd' öldungadeildarinnar (Senate Intelligence Committee) samþykkti tilnefningu Hayden ákvað hermálanefndin að framlengja Hayden í embætti fjögurrastjörnu herforingja. Með því tók þingið ákvörðun, ekki aðeins um að hleypa í gegn manni sem hefur átt hlutdeild í mjög vafasömum aðgerðum framkvæmdavaldsins - heldur kaus þingið að styrkja enn frekar tök framkvæmdavaldsins yfir njósnamaskínu ríkisins.

Þó ég skilji, og geti kannski jafnvel samþykkt, pólitískt útspil demokrata, getur maður ekki af prinsipp ástæðum látið sér í léttu rúmi liggja.

M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband