Helvítis Hayden

Ekki að ég hefði haft nokkrar efasemdir um að Hayden yrði samþykktur sem yfirmaður CIA. Vinstrisinnair demokratar eru allir í hnút yfir að öldungadeildin hafi samþykkt hann, og að þeirra menn hafi ekki allir sem einn snúið staðfestingarumræðunum upp í allsherjar pólitískan sirkús. Aðeins 15 öldungardeildarþingmenn greiddu atkvæði gegn honum - og afgangurinn lét hann sigla nokkurnvegin átakalaust í gegn. Og af hverju? Nú vegna þess að repúblíkanarnir í öldungadeildinni eru nokkuð auðmjúkir þjónar stjórnarinnar, og demokratarnir fatta að það þjónar engum tilgangi að vera með uppistand í kringum Hayden - athygli þeirra er á Bush núna.

Sumir á blogospherinu hafa kvartað undan því að Hayden sé algerlega ómögulegur sem yfirmaður CIA - en hann er ekki verri en Bolton, og fjandinn hafi það, hann er ekki verri en Alito eða Gonzales... Sem yfirmaður NSA sýndi Hayden allavegana framsýni og framtakssemi sem afkastamikill og samviskulaus þjónn ríkisvaldsins. Er það ekki þannig maður sem menn vilja sem yfirmann CIA? Einhvernveginn finnst mér eins og starfslýsingin og Hayden passi saman - ég hafði, og hef enn, miklar efasemdir um Alito, og Alito er æviráðinn, meðan Hayden er það ekki...

Annars fer að styttast í að þessari djöfulsins vitleysu ljúki og við taki sæmilega vitibornir menn. Hvort sem það verður Clinton/Gore (eða Clinton/Obama, sem væri flottara) eða McCain/Giuiliani skiptir minna máli. Það hlýtur allt að vera betra en veruleikafyrring og alræðisstjórn Bushco.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband