Endurkoma Ku Klux Klan

KKK manUndanfarnar vikur hefur töluvert verið talað um endurvakninug Ku Klux Klan. AP flutti frétt í byrjun febrúar um að Klanið hefði vaxið og bætt við sig nýjum meðlimum sökum vaxandi ótta við innflytjendur og samkynhneigð. Að baki þessarar fréttar var skýrsla "The Anti Defamation League". Samkvæmt talsmanni ADL:

Klan groups have witnessed a surprising and troubling resurgence by exploiting fears of an immigration explosion, and the debate over immigration has, in turn, helped to fuel an increase in Klan activity, with new groups sprouting in parts of the country that have not seen much activity

Og eins og eðlilegt má teljast er sæmilega skynsamt fólk mjög æst yfir þessu. Nokkurnveginn allir liberal bloggarar hafa skrifað eitthvað um þessa frétt. Það er mjög skiljanlegt að við óttumst endurvakningu Ku Klux Klan - því af öllum "socially conservative" hópum í Bandaríkjunum er Klanið sennilega hættulegast. Afstaða Klansmanna til "félagslegra vandamála" er yfirleitt sú sama og margra talsmanna repúblíkana, eini munurinn er auðvitað sá að Klansmönnum finnst allt í lagi að þetta fólk allt sem talsmenn repúblíkana telja "félagsleg vandamál", sé drepið. Sumir bandarískir vinstrimenn geta því auðveldlega ímyndað sér einhverskonar martraðar-scenario þar sem Repúblíkanaflokkurinn, hefur hrifsað til sín öll völd, með hjálp NRA, evangelista og Ku Klux Klan.

Það er hins vegar full ástæða til að efast um að þessi martröð muni rætast. Um daginn skrifaði sagnfræðingurinn David Garrow, sem kennir við Cambridge, grein í LA Times þar sem hann heldur því fram að þessi ótti við endurkomu Ku Klux Klan sé órökréttur og, jafnvel hættulegur.

So is it time to be worried? Is the ADL correct in warning of a dangerous resurgence of the dreaded and widely hated organization that committed so many acts of terror against African Americans during Reconstruction and the civil rights era? ...

There's no doubt that what Klan members there are scattered across the U.S. do manifest a hateful hostility toward Latino immigrants. I have no illusions about how dangerous these people can be, and I have no doubt that leaders of the various Klan organizations would like to use the growing hostility as a way to resuscitate their discredited ideology and rebuild their weakened, fragmented structure.

Garrow bendir á að það sé nánast ómugulegt að finna neinar haldbærar sannanir fyrir vexti Klansins - allir þeir Klanhópar sem ADL bendi á sem "í vexti" virðist dauðir: forsprakkar þeirra í fangelsi eða á leiðinni í fangelsi. Fundir í "stærstu" Klanhópunum séu frekar sorglegar samkomur. The Empire Knights, sem ADL heldur t.d. fram að séu í hröðum vexti og séu alvarleg ógn við lýðræði og frelsi, hafi haldið vel auglýstan "fjöldafund" með 20 meðlimum. Garrow kemst enda að þeirri niðurstöðu að þessi vöxtur Klansins sé mjög orðum aukinn:

But it's difficult to find public evidence of many violent or terrorist acts committed by the allegedly swelling ranks of Klan members. (A cross-burning on the lawn of a Salvadoran family in Kentucky, like an assault on a Latino teenager in Houston by assailants who screamed "white power," appear to top the list for 2006, but the actual perpetrators remain unidentified.)

It can be dangerous and counterproductive to hype the threat of racist hate groups. Anti-immigrant sentiment is an undeniable feature of today's world, and immigration issues no doubt merit more media coverage. But based on present evidence, the efforts of both KKKers and their opponents to publicize the Klan's supposed importance should be debunked rather than embraced.

Tilfellið er að með því að vera að tala um vitfirringa eins og KKK erum við að veita þeim ákveðna viðurkenningu - að þeir séu einhverskonar "legitimate" rödd, eða sjónarhorn, í umræðunni um innflytjendamál. Það sama gildir um evangelista sem afneita þróunarkenningunni og vilja láta kenna sköpunarsögu biblíunnar. Með því að tala við það fólk, eða fjalla um það í fjölmiðlum, erum við að gefa þeim ókeypis auglýsingu og láta eins og þau hafi einhverskonar sjónarhorn sem sé þess virði að tala um. Getur ekki verið að sköpunarsögutrúin myndi deyja út ef bandarískir fjölmiðlar hættu allir sem einn að tala um hana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mælið manna&kvenna heilust!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.3.2007 kl. 21:06

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Einmitt góður punktur, hvað myndi gerast ef fjölmiðlar hættu að fjalla um þessa öfgvahópa.

Ester Sveinbjarnardóttir, 5.3.2007 kl. 00:39

3 Smámynd: Þarfagreinir

Ég held að alla vega í tilfelli sköpunarsögunnar séu miklu sterkari öfl og hvatir að baki en svo, að fjölmiðlaumræða hafi þar afgerandi áhrif. Bandaríkin þessa dagana virðast vera einstaklega skrýtið samfélag, þar sem rökhyggja og skynsemi eru á miklu undanhaldi. Kirkjur sem boða bókstaflega túlkun á Biblíunni eru á mikilli uppleið og virðast laða fólk að í hrönnum. Það er fyrst og fremst í þeim sem and-þróunarkenningarumræðan fer fram.

En varðandi KKK þá er ég alveg sammála því að það er algjör óþarfi að fjalla um ömurlegan boðskap þeirra og skoðanabræðra þeirra í fjölmiðlum.

Og já, ég myndi reyndar ekki kvarta þó að fjölmiðlar hættu að tala um sköpunarsöguna og aðra slíka vitleysu heldur - tel bara að það hefði því miður lítil áhrif.

Þarfagreinir, 5.3.2007 kl. 12:05

4 identicon

Og hverjir eiga að ákveða hvaða umfjöllun eigi heima í fjölmiðlum og hvað ekki? Kannski evangelistarnir sem skrifað er um í síðasta pistli? Bara að sleppa því að tala um gróðurhúsaáhrifin svo fólk veiti þeim ekki eftirtekt...

Guðjón Torfi Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband