Michelle Bachmann (R-Coocooland): Bandaríkjastjórn ætlar að gefa Íran hálft Írak, stofna þar "a terrorist safe haven zone"

Bachmann - Crazy for JeesusÞegar Michelle Bachmann náði kjöri á Bandaríkjaþing fyrir norðurúthverfi Minneapolis og St Paul glöddust fréttaskýrendur og áhugamenn um undarleg stjórnmál - því Bachmann er merkileg kona. Ekki nóg með að hún sé "class A Jeesus Freak" heldur er hún uppátækjasöm og aktíf í meiralagi. Konan rekur barnabúgarð og á þrjátíu og eitthvað börn, og svo þegar hún kom til Washington lét hún það verða eitt fyrsta verk sitt að áreita forsetann kynferðislega.

Og Bachmann hefur ekki svikið okkur! Nýjasta skets hennar í því leikhúsi fáránleikans sem Bandaríkjaþing er, er yfirlýsing um að hún hafi séð "leyniplön" sem "þeir" eigi að hafa samið - og ganga út á að gefa Íran helminginn af Írak, svo það sé hægt að stofna þar "a terrorist safe haven zone". Samkvæmt Star Tribune, sem er aðaldagblað Minnesota:

U.S. Rep. Michele Bachmann claims to know of a plan, already worked out with a line drawn on the map, for the partition of Iraq in which Iran will control half of the country and set it up as a “a terrorist safe haven zone” and a staging area for attacks around the Middle East and on the United States.

Bachmann lét þessi ummæli falla í viðtali við blaðamann St Cloud Times - sem er frekar ómerkilegt dreifbýlisdagblað. (Þeir kalla heimasíðuna sína "Central Minnesota's Home on the Web") Blaðamaður Star Tribune skemmtir sér augljóslega yfir vitleysunni í Bachmann;

There are other interesting and provocative statements in the interview. But the most amazing is at the end, when the discussion turned to Iran and Iraq, Bachmann’s reasons for sticking with the stay-until-victory camp, and her beliefs, stated as established fact, that Iran has reached an agreement to divide Iraq and set up a free-terrorism zone.

Og hvað segir Bachmann? Jú - það eru einhverjir "þeir" sem eru búnir að ákveða að stofna terroristaríki í Írak, og það á að heita "The Iraq State of Islam... Something like that"!

“Iran is the trouble maker, trying to tip over apple carts all over Baghdad right now because they want America to pull out. And do you know why? It’s because they’ve already decided that they’re going to partition Iraq.

And half of Iraq, the western, northern portion of Iraq, is going to be called…. the Iraq State of Islam, something like that. And I’m sorry, I don’t have the official name, but it’s meant to be the training ground for the terrorists. There’s already an agreement made.

They are going to get half of Iraq and that is going  to be a terrorist safe haven zone where they can go ahead and bring  about more terrorist attacks in  the Middle East region and then to come against  the United States because we are their avowed enemy.”

Við fáum hins vegar ekkert að vita hvar Bachmann sá þessi leynilegu leyniskjöl, né hverjir þessir dularfullu "þeir" eru... Pelosi? Cheney? Nú brennum við öll í skinninu! Bachmann er augljóslega nógu galin til að bæta upp fyrir bæði Kitty Harris OG Rick Santorum!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Hvaða hvaða...óskaplega talarðu illa um bæjarblaðið mitt St. Cloud Times!    Það stendur Sunnlennska fréttablaðinu sko alveg jafnfætis...er meira að segja með ágætar myndasögur og horoscope!  Ómerkilegt dreifbýlisblað?  Ekki nema það þó!  Meira stórborgarsnobbið í þér! 

Svo er nú óþarfi að gera svona grín að þingkonunni minni hérna í 6th district sem nær by the way alla leið upp í Sherburne, Benton og Stearns sýslur, þ.m.t. allt St. Cloud svæðið.  http://projects.washingtonpost.com/elections/keyraces/87/ 

Michele Bachman er jú bara sárasaklaus "evangelical lutheran" (sama og Íslenska Þjóðkirkjan).   En hvernig hún fór að því að sigra Patty Wetterling í síðustu kosningum er fyrir ofan minn skilning...og þó...Bush vann Kerry hérna með 57% gegn 42% árið 2004...þrátt fyrir atkvæði nokkurra róttækra ólöglegra útlendinga.

Róbert Björnsson, 23.2.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Hressandi skrif, takk fyrir ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.2.2007 kl. 15:50

3 Smámynd: FreedomFries

Ester, Takk!

Róbert: ég man ekki betur en þú hafir kallað Bachmann "skessu" þegar þú kommentaðir á fyrri færslu mína um hana? Og jújú, ég viðurkenni alveg að ég er hrifnari af stórborgum en smáþorpum eins og St Cloud... En þú getur þá kannski fengið að sjá hana á fundi? Fyrst hún er ingkonan þín?

FreedomFries, 26.2.2007 kl. 03:29

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Jú skessa er hún svo sannarlega.  Það var síður en svo ætlunin að verja kerlinguna...þetta átti að túlkast sem smá kaldhæðni en ég sé að ég hef kannski ekki orðað þetta nógu vel.   Hún er þingkonan "mín" á sama hátt og Bush er forsetinn "minn".   Svona tæknilega séð.

Ég vona líka að enginn hafi miskilið þau orð að hún sé "sárasaklaus evangelical lutheran" sem svo að ég telji ekki að hún sé sú trúarofstækismanneskja sem hún er...bara að benda á að það er fyndið að hún er Lútherstrúar, en Þjóðkirkjan er einmitt í sambandi við bandarísku "Evangelical Lutherans" samtökin.

Ég hefði ekki mikinn áhuga á að sjá Michele á fundi hérna í sveitinni (by the way ég er nú líka hrifnari af stærri þéttbýlisstöðum)...en um daginn var ég á gangi í skólanum og óð beint í flasið á Mark Kennedy.  Hann var þá á samkomu hjá College Republicans en þeir halda því miður sína fundi í minni deildarbyggingu.  Höfuðpaur College Republicans hér í SCSU er reyndar fyrrum prófessorinn minn hann Jeff Johnson.  Hann bauð sig fram til State Senate en tapaði nú í nóvember og er því aftur byrjaður að kenna hérna því miður.   http://www.johnson4senate.com/

Róbert Björnsson, 26.2.2007 kl. 16:50

5 Smámynd: FreedomFries

Ég vissi alveg hvað þú varst að meina - því allir sem þekkja eitthvað til Bachmann sjá íróníuna í orðum þínum! Hún er alls ekkert saklaus... nema vegna þess að hún virðist vera hálfgerður sakleysingi. Ég fæ allavegana ekki sömu óþægilegu víbana frá henni og frá mörgum öðrum evangelískum stjórnmálamönnum. Ég held að hún sé nefnilega alvöru trúmanneskja, hún trúi því sem hún segi, ólíkt skítseiðum eins og Tom DeLay sem spilar stöðugt út Jesú til að dreifa athygli frá því að hann er siðspilltur skúrkur. Svo er þessi ást hennar á forsetanum næstum cute - ég held að aðdáun hennar á honum sé nefnilega sprottin af sömu rótum og sumar konur elska Brad Pitt, og sumum mönnum finnst Angelina vera æði... Bachmann er ekki skessa, heldur ofvaxin smástelpa í stjórnmálaleik! Og hún og Bush eiga vel saman, því hann er ofvaxinn smástrákur með athyglisbrest, því hann virðist ekki geta ákveðið hvort hann sé í kúreka eða forsetaleik...

Og helvítis Mark Kennedy! Hann er einhver aulalegasti aulabárður sem Minnesotabúar hafa nokkurntímann kosið á þing! Fyrir seinustu (eða þarseinustu?) kosningar var eitt af slagorðunum að hann stæði við loforð sín - og sem sönnun var spiluð upptaka af dætrum hans að segja "Daddy always keeps his promises, when he says hes going to get us ice cream, he always gets us ice cream"... Ég þekki fólk sem eru ágætis foreldrar og góðir við börnin sín, en ég er ekki endilega viss um að allt það fólk eigi erindi í stjórnmál!

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 26.2.2007 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband