Færsluflokkur: ímyndunarveiki

Meira af veruleikafirringu Dr. Holsinger, sem Bush hefur tilnefnt sem landlækni Bandaríkjanna

Holsinger lítur út eins og jólasveinn, sem er við hæfiUm daginn skrifaði ég færslu um James Holsinger, sem George Bush hefur tilnefnt sem næsta landlækni Bandaríkjanna. Holsinger er víst læknir og hefur m.a. stýrt heilbrigðiskerfi Kentucky og kennt læknisfræði í læknaskólum. Svo er hann líka með afalegt grátt skegg og greindarlegt augnatillit. Akkúrat eins og bandarískir landlæknar eiga að líta út. En Holsinger er ekki bara læknir, því hann hefur líka brennandi áhuga á samkynhneigð.

Holsinger rekur líka kirkju sem boðar fagnaðarerindi afhommunar og hefur beitt sér fyrir því að kynvillingum sé ekki hleypt í Meþodistakirkjuna. Og það er svosem ekkert um það að segja annað en að við getum varla verið að amast við því að menn séu að boða hómófóbískt þvaður í sínum prívatkirkjum. Vandamálið er hins vegar að sem landlæknir mun Holsinger vera í aðstöðu til að þröngva forneskjulegum hugmyndum sínum upp á alla þjóðina.

Þetta er enn mikilvægara í ljósi þess að Holsinger virðist hafa mjög sérkennilegar hugmyndir um mannslíkamann og kynlíf. Fyrir einum og hálfum áratug síðan skrifaði Holsinger nefnilega einhverskonar rannsókn um samkynhneigð fyrir Meþodistakirkjuna. Rök Holsinger eru hreinasta snilld... Skv. ABC news:

Holsinger’s paper argued that male and female genitalia are complementary — so much so “that it has entered our vocabulary in the form of naming pipe fittings either the male fitting or the female fitting depending upon which one interlocks within the other.” Body parts used for gay sex are not complementary, he wrote. “When the complementarity [sic] of the sexes is breached, injuries and diseases may occur.”

Holsinger wrote that “[a]natomically the vagina is designed to receive the peniswhile the anus and rectum — which “contain no natural lubricating function” — are not. “The rectum is incapable of mechanical protection against abrasion and severe damage … can result if objects that are large, sharp or pointed are inserted into the rectum,” Holsinger wrote.

Nú jæja. Þetta skrifar virtur læknir í skýrslu og finnst hann aldeilis hafa sannað mál sitt. Niðurstaða hans er að "anal eroticism," leiði til slysa og jafnvel dauða. Sérstaklega ef "stórir og beittir" hlutir eru með í spilunum? Svo heldur hann áfram, og reynir fyrir sér í skatólógíu sem er fyrir neðan virðingu flestra sem hafa útskrifast með barnaskólapróf:

The surgeon general nominee wrote that "even primitive cultures understand the nature of waste elimination, sexual intercourse and the birth of children. Indeed our own children appear to 'intuitively' understand these facts."

Whada? Rökin eru semsagt: 1) Kynfæri karlmanna passa ekki saman, og 2) Afturendinn er til þess að losa úrgang en ekki til "erótískra athafna"? Ég á erfitt með að skilja hvernig menntaður fullorðinn maður getur látið sér detta í hug að þetta séu einhverskonar "rök". En Holsinger og talsmenn heilbrigðisráðuneytisins eru hreint ekki sömu skoðunar. Holly Babin, talsmaður ráðuneytisins heldur því fram að þessi merkilega skýrsla Holsinger sé merkileg vísindaleg grein:

"That paper was a survey of scientific peer-reviewed studies that he was asked to compile by the United Methodist Church, it's not that he was saying 'this is what I believe,'" Babin said. "It's a reflection of the available scientific data from the 1980s."

Ég held að það sé nær að segja að þessar skoðanir samræmist níunda áratug nítjándu aldar en níunda áratug þeirrar tuttugustu. Alvöru læknar sem hafa litið á "skýrslu" Holsinger hafa enda varla átt orð til að lýsa undrun sinni.

Professor Eli Coleman, Director of the Program in Human Sexuality at the University of Minnesota Medical School said that the paper seems to have a pre-1970s view of human sexuality. "I an't imagine that any scientific journal would be able to publish this material because of its very narrow views of homosexuality," he said.

In fact, if one of his students handed the paper in, Coleman would give it a failing grade, he said. ... "It's a totally faulty paper. The man doesn't know anything about human sexuality," said June M. Reinisch, Ph.D., director emeritus of the Kinsey Institute for Research in Sex, Gender & Reproduction. "There's clearly a political agenda in this paper. This is not a scientific paper."

Paragraph by paragraph, Reinisch said Holsinger presents faulty arguments. Many homosexuals do not engage in the sexual act he criticizes; 40 percent of heterosexuals do"... Reinisch, who was director of the Kinsey Institute when Holsinger wrote this paper, said that if Holsinger "is going to come up with this position in 2007 I think I can clearly say that he is not qualified to be surgeon general."

Vandamálið er að ef menn geta kallað sig "dr" geta þeir ljáð greinum eins og þessari "vísindalegt" yfirbragð, og það er alltaf nóg af einfeldningum sem nægir ekki að dylja fordóma sína í trúarrugli, heldur þurfa líka að fela þá á bak við "vísindi".

M

Update: Það lítur fyrir að Holsinger sé eina fréttin í blogospherinu hér í Ameríku, því ég get ekki betur séð en allir liberal bloggarar séu búnir að skrifa um hann í dag. Sem er svosem ekkert skrýtið því undanfarnir dagar eru búnir að vera frekar lítið spennandi. FBI er ennþá að rannsaka Ted "Bridge to nowhere" Stevens, frambjóðendur repúblíkana áttust við í kappræðum og kepptust um að lýsa frati í Bush, jú, og svo mallar saksóknarahreinsunarskandallin (sem héðan í frá heitir "Gonzalesgate") áfram. Ekkert af þessu neitt sérstaklega krassandi. Á stundum eins og þessari vantar okkur einhvern eins og Rick Santorum, einhvern sem við getum treyst á að gefi út jólasveinalegar yfirlýsingar minnst vikulega!


Ímyndaðir og raunverulegir hryðjuverkamenn

Terror! Terror! Terror! Terror! Ad infinitumSamkvæmt tölum Fósturjarðarvarnarráðuneytisins eru semsagt rétt 0.0015% málshöfðana þeirra á hendur hryðjuverkamönnum, sem er mun minna en 0.01%... Að vísu lögsækir þetta Fósturjarðarráðuneyti fólk fyrir fleira en hryðjuverk:

The report found "national security" charges also made up a miniscule number of those brought by DHS. Only 114 -- or 0.014 percent -- of charges carried that designation.

0.0155% mála ráðuneytisins geta því talist tengjast öryggi og vörnum fósturjarðarinnar. Það er svo skemmtilegt að benda á að þegar Bush kynnti stofnun Department of Homeland Security 2002 notaði hann orðið "hryðjuverk" alls 19 sinnum, þ.e. oftar en ráðuneytið hefur getað fundið grunaða hryðjuverkamenn:

When he announced the creation of a new Department of Homeland Security in 2002, President Bush invoked the fight against "terror" or "terrorists" 19 times in a single speech. That's more mentions than there have been terrorism charges brought by the department in the last three years, according to an independent analysis of DHS records.

85% mála ráðuneytisins snúa að mun ómerkilegri glæpum: 

More than 85 percent of the charges brought by the department created in the wake of 9/11 to protect the country from terrorists involved common immigration violations such as overstaying a student visa or entering the United States without inspection.

En það er víst fleira sem ráðuneytið gerir: Til dæmis sjá sérfræðingar á vegum þess um að viðhalda stórskemmtilegu "color coded terror alert system", sem hefur verið fast á "orange" síðan ég fór að fyljgast með því. Og kannski er það rétt að þessi ljósaskilti og önnur starfsemi DHS hafi fælt hryðjuverkamenn í burtu. Í millitíðinni hafa framtakssamir ríkisstarfsmenn í Alabama ákveðið að hafa uppi á hryðjuverkamönnum sem DHS hefur ekki tekist að hremma: (Skv. LA Times):

The Alabama Department of Homeland Security has taken down a website it operated that included gay-rights and antiwar organizations in a list of groups that could include terrorists.

The website identified different types of terrorists and included a list of groups it suggested could spawn terrorists. The list also included environmentalists, animal rights advocates and abortion opponents.

The director of the department, Jim Walker, said his agency received calls and e-mails from people who said they felt the site unfairly targeted certain people because of their beliefs. He said he planned to reinstate the website but would no longer identify specific types of groups.

Samkvæmt þessum snillingum eru umhverfisverndarsinnar og fólk sem berst fyrir réttindum samkynhneigðra "Single issue extremists". Friðarsinnar eru auðvitað líka "Single issue extremists". Heimasíðan útskýrði þetta hugtak þannig:

Single-issue extremists often focus on issues that are important to all of us. However, they have no problem crossing the line between legal protest and … illegal acts, to include even murder, to succeed in their goals...

Þessar fréttir birtust báðar núna um helgina og ættu að minna okkur á hversu hættulegt það getur verið að heyja stríð gegn óskilgreindum óvin, og veita ríkisvaldinu nærri ótakmarkað vald til þess að heyja það stríð eins og því sýnist. Það gildir einu hvað okkur finnst um andstæðinga fóstureyðinga eða umhverfisverndarsinna: við hljótum öll að geta verið sammála um að það fólk á ekki heima í sama flokki og Al-Qaeda. Auðvitað eru til vitfirringar í röðum umhverfisverndarsinna og andstæðinga fóstureyðinga - fólk sem gæti í snappað og farið að drepa samborgara sína.  En það sama má segja um enskudeildir háskóla, menntaskólanema sem sækja keiluhallir eða trúrækin ungmenni í kristilegum háskólum.

M


mbl.is Innan við 0,01% málshöfðana DHS tengjast hryðjuverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálaslúður kvöldsins: Gonzales ætli að segja af sér í kvöld?

Gonzo og BushUndanfarna daga hef ég á bloggrúntum mínum nokkrum sinnum rekist á vangaveltur um að Gonzales væri rétt í þann veginn að segja af sér, en þessar vangaveltur virðast stöðugt verða háværari. Seinasta spekúlasjónin er á Americablog, sem getur ekki setið á sér að rifja upp að Bush ætlaði að tilnefna Gonzales sem hæstaréttardómara...

DC buzzing with rumors that Gonzales is quitting tonight  

And to think Bush considered putting this bozo on the Supreme Court. That's how dangerous a president Bush is. And something to keep in mind the next election, that's how important winning the presidency is. No more Harriets, no more Albertos. And no more Brownies and Cheneys and Condis and Rummys and Wolfies...

Hugsið ykkur hversu stórfenglegt það hefði verið ef bæði Alberto Gonzales og Harriet Meiers hefðu verið gerð að hæstaréttardómurum? Og svo hefði mátt gera "heck of a job" Brownie að dómsmálaráðherra og Wolfowitz að varnarmálaráðherra (því Wolfowitz sóttist eftir þeirri stöðu áður en han fór í Alþjóðabankan)...

En ég hef enga trú á því að Gonzales segi af sér alveg strax, því þegar Gonzales er farinn munu demokratar snúa sér að því að þjarma að Karl Rove, og forsetinn hefur ekki efni á að missa of marga úr innsta hringnum. Það eru fáir aðrir eftir!

M


Dick Cheney á lista yfir viðskiftavini í Washington DC nuddþjónustu skandalnum?

Cheney á góðri stunduÍ síðustu viku flutti ABC æsifréttir af því að þeir hefðu undir höndum lista yfir tugi, ef ekki hundruðir karlmanna sem hefðu verið viðskiftavinir "the DC madam", en eins og lesendur þessa bloggs kannast við þurfti einn af aðstoðarutanríkisráðherrum Bush, Randall Tobias, að segja af sér eftir að upp komst að hann hafði fengið "píur" til að koma og veita sér "nuddjónustu":

Tobias told ABC News he had several times called the "Pamela Martin and Associates" escort service "to have gals come over to the condo to give me a massage."  

Þáttastjórnendur á kapalsjónvarpsstöðvunum voru að vonum kátir, því það er ekkert skemmtilegra en kynlífsskandalar, og bloggarar voru ekki síður spenntir, því ABC lét í veðri vaka að það væri fullt af allskonar háttsettum skriffinnum og meðlimum ríkisstjórnarinnar á þessum lista.

En svo hvarf þessi frétt einhvernveginn, og þegar "expose" ABC var loks flutt á föstudag var það hreint ekkert sérstaklega merkilegt. Þeir sem höfðu verið að fylgjast með fréttum fannst þetta mjög skrýtið. Hvað hafði gerst? Hvað varð um alla þessa háttsettu hórkarla? Liberal bloggarar voru að vonum fúlir, því það fóru af stað allskonar furðulegar og stórfyndnar tengingar á milli Washington og hóreríislistans.

En maður ætti aldrei að segja aldrei, því nú er farinn af stað einhver mögnuð samsæriskenning/getgáta um hver sé á listanum og af hverju ABC hafi allt í einu misst áhuga á að flytja æsifréttir af kynlífi í Washington DC: Dick Cheney "vara"forseti Bandaríkjanna á að hafa verið meðal viðskiftavina "nuddjónustunnar"!

Samkvæmt fréttum og sögusögnum á minnst einn frægur "fyrrverandi forstjóri" að vera á listanum, og nú telja sumir að sá fyrrverandi forstjóri sé fyrrum forstjóri Haliburton - maður að nafni Richard Bruce Cheney, kallaður "Dick". Lýsingar á þessum fyrrverandi forstjóra, heimili hans osfv. þykja allar benda á Cheney. Cheney á svo að hafa hótað ABC öllu íllu ef þeir hættu ekki við að flytja fréttir af viðskiftavinum nuddþjónustunnar. Skv Wayne Madsen (það þarf að fletta niður á blaðsíðunni, þessi færsla er undir 8. maí:

WMR has confirmed with extremely knowledgeable CIA and Pentagon sources that the former CEO who is on Deborah Jeane Palfrey's list is Vice President Dick Cheney.Cheney was CEO of Halliburton during the time of his liaisons with the Pamela Martin & Associates escort firm. Palfrey's phone invoices extend back to 1996 and include calls to and from Cheney.Ironically, in 2000 Cheney was appointed by Bush to head his Vice President selection committee, a task that enabled Cheney to gather detailed personal files on a number of potential candidates, including Bill Frist, George Pataki, John Danforth, Fred Thompson, Chuck Hagel, John Kasich, Chris Cox, Frank Keating, Tom Ridge, Colin Powell, and Jim Gilmore, before he selected himself as the vice presidential candidate.

The White House saw to it that ABC/Disney killed the DC Madam's storybefore yet another scandal swamped the Bush administration.

Þetta er auðvitað stórskemmtilegur orðrómur! Wonkette, sem sérhæfir sig í stjórnmálaslúðri Washington finnst þó lítið til alls þessa koma:

Do you know why we’re underwhelmed by this rumor? Because even if it’s a fact, which it probably is, there’s no way it would have any impact on Cheney’s “career.” This is a draft-dodging half-human war criminal with a pregnant lesbian daughter who tells senators to fuck themselves and shoots his own friends in the face. Ordering an outcall hooker is positively innocent compared to the well-known things Cheney does every day.

Smá hórerí væri sennilega ómerkilegasti glæpur eða yfirsjón Dick Cheney.

M


Heimskulegasta hryðjuverkaplotti síðari tíma afstýrt

Fort DixAlríkislögreglan hefur upplýst að hún hafi komið í veg fyrir fyrirætlanir sex manna um að leggja undir sig Fort Dix í New Jersey

The plan, reported this morning by New York's WNBC television and confirmed to The Washington Post by officials from the FBI and the New Jersey U.S. Attorney's Office, involved storming the base with automatic weapons and attempting to kill as many soldiers and other personnel as possible. The World War I-era base is approximately 17 miles from Trenton in central New Jersey and is used now as a training and mobilization site for U.S. Army reservists.

Yfirvöld hafa enn ekki gefið upp neitt um þessa vesalinga, annað en að þeir minnst þrír þeirra séu ólöglegir innflytjendur og einn bandarískur ríkisborgari:

An FBI official said that at this point the men did not appear to have connections with any overseas terrorist groups other than "an ideology."

Fyrirætlanir "The Dix Six" voru ekki klókari en svo, að þeir ætluðu að kaupa sér sjálfvirka riffla, af ríkinu hvorki meira né minna, og gera svo áhlaup á herstöð.  

AP reported that the men were arrested attempting to buy automatic weapons from federal authorities.

Nú ætla ég ekki að gera lítið úr hryðjuverkum þegar þau eru framin af alvöru hryðjuverkamönnum - en það er full ástæða til að benda á að einu hryðjuverkaarásirnar sem hafa heppnast í Bandaríkjunum hafa verið framdar af heimaræktuðum vitfirringum sem eru í stríði við fóstureyðingalækna eða alríkisstjórnina, möo vitfirringum lengst á hægrivæng stjórnmálanna. Allir Jihadistarnir sem eiga að vera í stríði við Bandaríkin virðast einhverskonar aular eins og þessir "Dix Six". Enda minnir Washington Post á þessa gagnrýni:

Others have raised questions about FBI tactics, particularly the arrest of several Miami men accused of plotting attacks, including the bombing of the Sears Tower in Chicago, as part of a "jihad" against the United States. The men's contacts were with undercover FBI agents posing as al-Qaeda operatives, and paid FBI informants had suggested targets to the men.

Það "Jihad" var ekki merkilegra en svo að hryðjuverkamennirnir áttu ekkert sprengiefni, né höfðu þeir neinn aðgang að sprengiefni, vopnum eða öðru sem gæti gert þeim kleift að hrinda áætlun sinni í framkvæmd. Engu að síður hefur stjórnin reynt að sannfæra borgarana um að þeir þurfi að gefa eftir stjórnarskrárvarin réttindi sín, leyfa alrikislögreglunni að lesa póstinn, fara i gegn um tölvupóstinn, skoða vísareikningana og hlera símann hjá venjulegu fólki.

Ef það væri einhverskonar alvöru hryðjuverkaógn í Bandaríkjunum gæti ég skilið tilraunir Cheney-Bush stjórnarinnar til að koma upp lögregluríki í Norður Ameríku.

M


Youtube er "vinstrisinnað"? Ekki QubeTV sem er "conservative alternative to Youtube"!

Öll þúrör internetsins flytja bara vinstriáróðurYoutube er víst einhverskonar "vefsíða" þar sem hver sem er getur hlaðið inn vídeómyndskeiðum af nokkurnveginn hverju sem er, og er í eigu "the, Google.com". Ég hef reyndar ekki orðið var við einhverskonar "vinstri slagsíðu" á Youtube - enda hef ég aðallega notað hana/það (hvers kyns er "youtube"? og eigum viðað tala um það eða þau rörin? Þúrörið?) til að horfa á tónlistarmyndbönd. En það hefur ekki stöðvað hægrisinnaða athafnamenn í að stofna nýtt "hægrisinnað" Youtube!

Republican White House veterans Charlie Gerow and Jeff Lord have created a new conservative video Web site called QubeTV, which they describe as an alternative to YouTube, a popular clearinghouse for sharing video files.

Both Mr. Gerow and Mr. Lord, who served as aides during the Reagan administration, say QubeTV is necessary because of what they view as an anti-conservative bias by the administrators of YouTube.

"We saw a need for a social-networking site for the center-right," Mr. Gerow said of the site, at www.Qubetv.tv. "They want something that isn't controlled by our good friends at Google."

Er Youtube nú orðin "social networking site" sem hefur "anti-conservative bias"? Ég skal viðurkenna að þessir skriffinnar sem störfuðu í ríkisstjórn Reagan (sem var við völd fyrir umþaðbil hálfri öld síðan, eða svo) þekkja kannski betur til veraldarröranna allra en ég, svo það má vel vera að Youtube sé hluti af einhverju marxísku samsæri, stjórnað af milljarðamæringunum í Google...

Washington Times útskýrir reyndar þetta fáránlega upphlaup í annarri málsgrein fréttarinnar:

YouTube rose to prominence in political circles last year when former Sen. George Allen, Virginia Republican, had his infamous "macaca" moment posted on the site, which many believe led to his defeat by Democrat James H. Webb Jr.

Þessir vefsnillingar telja semsagt að það sé hægt að sporna einhvernveginn við heimskulegum "macaca" kommentum rasískra frambjóðenda repúblíkanaflokksins með því að setja upp "vefsíðu"?

Þetta virðist reyndar vera einhverskonar trend hjá bandarískum hægrimönnum - fyrir nokkrum mánuðum síðan skrifaði ég um Conservapedia, sem er "conservative alternative to Wikipedia" - því Wikipedia er víst líka "vinstrisinnað". Ég held að lausnin sé ekki að setja upp nýjar hægrisinnaðar vefsíður: Er ekki allt internetið með vinstrislagsíðu? Þarf ekki að setja upp nýtt hægrisinnað internet til að stemma stigu við öllum marxismanum sem grasserar á "the world-wide intertubes"?  

M


Karl Rove og Richard Nixon

Undanfarnar vikur hafa fréttaskýrendur og bloggarar verið duglegir við að nefna nöfn Nixon og Bush í sömu andrá. Aumingja Bush, sem hélt að hann væri einhverskonar endurholdgerfingur Ronald Reagan virðist hins vegar ætla að verða minnst í sömu andrá og Richard Nixon. Það er því kannski ekki skýtið að við heyrum fréttir af því að hann æði um gólf í Hvíta Húsin, í veruleikafirrtri vænisýki, tuðandi um leynileg samsæri og að allir séu á móti sér, enginn skilji sig...

En í þessu, eins og öllu öðru, virðist sem þræðirnir leiði inn á skrifstofu Karl Rove, því áður en Rove varð "the brain" á bak við það ævintýralega fíaskó sem ríkisstjórn George Bush hefur verið, var hann ungur luralegur piltur og eyddi dögum sínum í kjallaranum á kosningaskrifstofu Richard Nixon. Eftirfarandi myndskeið sýnir Dan Rather segja fréttir af kosningabaráttu Nixon 1972. Rove birtist þegar ca 4 mínútur eru búnar:

  

Það er ekkert merkilegt við þetta myndband, annað en að Rove var jafn hallærislegur og allir ungir menn í upphafi áttunda áratugarins, með sítt hár og barta. En það meikar samt einhvernveginn fullkominn sens að Rove hafi fengið pólítískt uppeldi sitt í kjallaranum hjá Nixon.

David Greenberg skrifar um Nixon-Rove tengslin í NYT í dag:

In my own research on Nixon, I discovered that during Watergate itself, Rove used a phony grassroots organization to try to rally Americans to the president’s defense against what he called “the lynch-mob atmosphere created” by “the Nixon-hating media.” And according to Nixon’s former counsel John Dean, the Watergate prosecutor’s office took an interest in Rove’s underhanded activities before deciding “they had bigger fish to fry.”

 

En smáseiðin vaxa síðan upp og verða sjálf að stórum fiskum.

M


Nemendur Virginia Tech allir aumingjar og heybrækur... sérstaklega þeir sem voru myrtir?

Karlmennið og hetjan DerbyshireBandaríkjamenn eru að vonum (flest) allir harmi slegnir yfir atburðum gærdagsins. Allir nema John Derbyshire, sem er dálkahöfundur á National Review Online. Derbyshire hefur áður getið sér frægðar fyrir hómófóbíu og að kalla homma öllum íllum nöfnum, - fyrir að kalla alla andstæðinga innrásarinnar í Írak homma og heybrækur - fyrir að efast um hetjulund og karlmennsku breksu sjóliðanna sem var rænt af Mahmud Ahmadinejad fyrir ströndum Íran, jú, og fyrir að vera einhverskonar mjög alvarlegur pervert með nauðgunarfantasíur og annarlegar hvatir til ungra stulkna... Og nú er Derbyshire stiginn aftur fram á ritvöllinn, til þess benda á hversu miklu, miklu, hetjulegri hann sé en fórnarlömb fjöldamorða gærdagsins, og hversu ömurlegar heybrækur nemendur Virginia Tech séu:

As NRO’s designated chickenhawk, let me be the one to ask: Where was the spirit of self-defense here? Setting aside the ludicrous campus ban on licensed conceals, why didn’t anyone rush the guy? It’s not like this was Rambo, hosing the place down with automatic weapons. He had two handguns for goodness’ sake — one of them reportedly a .22.

Því, eins og allir vita, þurfa vitfirrtir byssumenn og fjöldamorðingjar að vera vopnaðir öflugri vopnum en litlum skambyssum til þess að vera hættulegir? Og svo var þetta einhver asískur rindill en ekki vöðvastæltur sérsveitarmaður! Hah! Derbyshire hefði sko alveg tekið málin í sínar hendur. 

At the very least, count the shots and jump him reloading or changing hands. Better yet, just jump him. Handguns aren’t very accurate, even at close range. I shoot mine all the time at the range, and I still can’t hit squat. I doubt this guy was any better than I am. And even if hit, a .22 needs to find something important to do real damage — your chances aren’t bad.

Þetta hefðu nemendur VT átt að muna: Meira að segja Derbyshire er ömurleg skytta, og þess vegna hefðu þeir getað yfirbugað byssumanninn. "your chances arent bad"... nema manni finnist súrt að vera drepinn?

Yes, yes, I know it’s easy to say these things: but didn’t the heroes of Flight 93 teach us anything? As the cliche goes — and like most cliches. It’s true — none of us knows what he’d do in a dire situation like that. I hope, however, that if I thought I was going to die anyway, I’d at least take a run at the guy.

Svona á maður að enda hugleiðingar um vðaverk og þjáningar annarra: með því að minna á að maður sé sjálfur sko alveg obboðslega hugrakkt karlmenni! Derbyshire er reyndar svo ótrúlega ósmekklegur og vitfirrtur drullusokkur að það mætti halda að hann væri karakter úr einhverju sketsi eftir Sasha Baron Cohen. Ég mæli sérstaklega með analýsu Michael Bérubé á "bókadómi" Derbyshire um Lolitu, eftir Nabokov, og augljósa aðdáun hans á Humbert Humbert. Einn stórfenglegasti partur bókardómsins (sem er einhverskonar stórskuggleg vangavelta Derbyshire um óskildustu hluti) er þegar hann færir fyrir því "rök" að það sé hægt að nota tölur um nauðganir til þess að "sanna" að unglingsstúlkur séu meira aðlaðandi en fullorðnar konur.

M


Landssamtök bandarískra evangelista telja umhverfisvernd "a moral issue"

Dobson: í þessari bók er bara talað um einn hlut, Homma, homma, homma...Um daginn skrifaði ég færslu um tilraunir James Dobson, formanns "Focus on the Family" og nokkurra annarra leiðtoga afturhaldsmanna til að fá landssamtök evangelista til að hætta að tala um önnur samfélagsmál en samkynhneigð og fóstureyðingar. Ástæðan, skv. Dobson, var sú að gróðurhúsaáhrifin, fátækt, eða pyntingar, væru allt "vinstrimál" sem sannkristnir Bandaríkjamenn ættu ekki að hafa áhyggjur af.

Sérstaklega höfðu þeir áhyggjur af því að Landssamtök Evangelista væru að úttala sig um umhverfisvernd, og ásökuðu sr. Richard Cizik, policy director samtakanna um að nota

the global warming controversy to shift the emphasis away from the great moral issues of our time

Stjórn samtakanna hélt fund hér í Minnesota í seinustu viku, og ákvað að sýna afturhaldssömum "kristnum" skoffínum á borð við Dobson að kristin trú snérist um annað en homma og fóstur:

Board members say that the notion of censoring Mr. Cizik never arose last week at their meeting in Minnesota, and that he had delivered the keynote address at their banquet.

In addition, the board voted 38 to 1 to endorse a declaration, which Mr. Cizik helped to write, that denounces the American government’s treatment of detainees in the fight against terrorism.

Ástæðan er sú að margir evangelistar hafa þungar áhyggjur af því að Repúblíkanaflokkurinn sé að reyna að "ræna" kristinni trú - bæði vegna þess að fólk þarf ekki að vera íhaldsmenn til að vera kristið, og vegna þess að repúblíkanaflokkurinn undir stjórn Bush hefur rekið pólítík sem er allt annað en kristileg!

The board also voted unanimously to reaffirm the platform adopted three years ago, which enumerates seven policy priorities, including the environment, human rights and poverty. In doing so, board members said they intended to convey that the evangelical movement had a broader agenda than the one pushed by Christian conservatives and segments of the Republican Party.

... “We’re talking about at least 60 million people,” Mr. Sheler said, “and they don’t all march in lockstep to the religious right.”

Samtökin bættu við að það væri vissulega bara einn guð - en það væru fleiri en eitt mikilvægt þjóðfélagsmál á dagskrá. Auk samkynhneigðar væri fátækt, umhverfisvernd og virðing fyrir mannlegri virðingu og rétttlæti "moral issues".

Jeffery L. Sheler, author of “Believers: A Journey Into Evangelical America,” said the underlying cause of the conflict over Mr. Cizik was not only about global warming, but also about “who gets to speak to and for evangelicals.”

Afstaða Dobson og annarra "trúarleiðtoga" til umhverfisverndar er einnig mjög á skjön við bandarískt almenningsálit. Þó það mætti oft halda af umfjöllun fjölmiðla og blaðrinu í sumum þingmönnum repúblíkana að umhverfisvernd og áhyggjur af gróðurhúsaáhrifunum væru einhverskonar "fringe" mál - að enginn annar en Al Gore og fáeinir granóla étandi hippar í San Fransisco hefðu áhyggjur af gróðurhúsaáhrifinum. Þvert á móti. Meira að segja Pentagon viðurkennir að gróðurhúsaáhrifin séu raunveruleg og alvarlegt vandamál.

Þeir einu sem neita að viðurkenna þetta eru Hvíta Húsið og menn á borð við Dobson.


Bandaríkjastjórn bannar vísindamönnum að tala um gróðurhúsaáhrifin

Ísbirnir eru nefnilega eldfimt umræðuefni!New York Times skýrir frá því að Fiski- og náttúrlífsstofnun Bandaríkjanna (The Fish and Wildlife Service) bannar vísindamönnum sem ferðast á vegum stofnunarinnar að tala um gróðurhúsaáhrifin. Þetta mál komst í hámæli á fimmtudaginn þegar upp komst að vísindamenn sem voru á leið á ráðstefnur í Noregi og Rússlandi á vegum stofnunarinnar fengu fyrirmæli um að tala ekki um 1) gróðurhúsaáhrifin, 2) ísbirni, 3) hafís...

The stipulations that the employees “will not be speaking on or responding to” questions about climate change, polar bears and sea ice are “consistent with staying with our commitment to the other countries to talk about only what’s on the agenda,” said the director of the agency, H. Dale Hall.

Innanríkisráðuneytið hefur útskýrt þessi fyrirmæli nánar, en í viðtali við New York Times segir talsmaður Innanríkisráðuneytisins að vísindamenn megi tala um gróðurhúsaáhrifin, en bara þegar þeir eru í glasi!

Tina Kreisher, a spokeswoman for the Interior Department, parent of the wildlife service, said the memorandum did not prohibit Ms. Hohn from talking about climate change “over a beer” but indicated that climate was “not the subject of the agenda.”

Það sem er kannski fyndnast við þetta er að annar vísindamannanna sem fékk fyrirmælin er sérfræðingur í ísbjörnum, en hinn var á leiðinni á fund til að ræða hvernig vernda mætti lífríki norðurskautsins... Þetta er samt alls ekki í fyrsta skiptið sem Bush stjórnin reynir að segja vísindamönnum fyrir verkum:

Top-down control of government scientists’ discussions of climate change heated up as an issue last year, after appointees at the National Aeronautics and Space Administration kept journalists from interviewing climate scientists and discouraged news releases on global warming.

The NASA administrator, Michael D. Griffin, ordered a review of policies, culminating in a decision that scientists could speak on science and policy as long as they did not say they spoke for the agency.

Því þessir fjárans vísindamenn með allar sínar leiðinlegu "staðreyndir" og "rannsóknir" sem stangast á við bjargfasta sannfæringu okkar að allt sé í besta lagi. Þeir ljúga líka að okkur um "þróunarkenninguna" og segja að guð hafi ekki skapað jörðina á sjö dögum fyrir nokkur þúsund árum eða svo, eins og biblían segir. Það er þó heppilegt að það fara saman, hagsmunir olíufyritækja og ranghugmyndir kristinna bókstafstrúarmanna!

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband