Færsluflokkur: Senílir pólítíkusar

Conrad Burns ætlar ekki að kjafta frá "leyniplani" Bush til að vinna stríðið í Írak...

Burns á góðri stundu.jpg

Conrad Burns, sem er lesendum Freedom Fries að góðu kunnur fyrir uppljóstranir um ægilega andlitslausa Al-Qaeda morðhunda sem þykjast vera saklausir leigubílstjórar á daginn, ljóstraði því upp í fyrradag að hann og Bush væru með topp secret leynilega áætlun til að vinna stríðið í Írak. Og ekki nóg með það, hann og Bush ætluðu sko ekki að segja neinum hvaða frábæra plan þeir væru með, því að Demokratarnir eru allir óttalegar kjaftaskjóður, og myndi hlaupa beint til terroristanna og blaðra öllu!

Burns fór á kostum í kappræðum gegn frambjóðanda demokrata, Jon Tester. Burns reyndi að mála andstæðing sinn sem heigul sem vildi flýja af hólmi í Írak:

"We can’t lose in Iraq ... The consequences of losing is too great. ... I said we’ve got to win ... He wants us to pull out. He wants everyone to know our plan. That’s not smart."

"He says our president don’t have a plan. I think he’s got one. He’s not going to tell everyone in the world."

Þegar hér var komið sögu voru áhorfendur farnir að hlæja! Það er hægt að horfa á vídeóupptöku af hluta viðureignarinnar hjá Think Progress. Það lítur reyndar út fyrir að Burns hafi haldið að áhorfendur væru að hlæja með sér, en ekki að sér, og því ákvað hann að halda áfram:

“We’re not going to tell you what our plan is, Jon, because you’re just going to go out and blow it.”

Eftir kappræðurnar bentu starfsmenn Jon Tester á að "leyniplan" Burns minnti óneitanlega á "leyniplan" Nixon til að enda Víetnamstríðið, en það leyniplan fólst aðallega í að hafa ekkert plan, láta hernum blæða aðeins meira út, og gefast svo upp með skömm... Starfsmenn Burns reyndu hins vegar að bjarga því sem bjargað yrði:

The Burns campaign spokesman Jason Klindt, however, said there is no secret plan. President Bush has said from the start that he wants to empower Iraqis to govern their own country.

Samkvæmt nýjustu könnunum er Burns nokkurnveginn öruggur um að tapa, en ástæðan er ekki sú að það vanti augljóslega nokkrar blaðsíður í Burns. Burns hefur nefnilega verið ásakaður um að hafa haft náin tengsl við Jack Abramoff.

M


10 vitlausustu meðlimir Bandaríkjaþings, skv Radar

congress.jpg

Netritið Radar hefur tekið saman stórskemmtilegan lista yfir vitlausustu þingmenn Bandaríkjanna. Lesendur Freedomfries kannast auðvitað við Conrad Burns (R-MT) og Katherine Harris (R-FL). Harris kemst verðskuldað í fyrsta sæti á lista Radar, en það eru nokkrir aðrir þingmenn sem áhugamenn um heimskuleg stjórnmál þurfa alveg nauðsynlega að kynna sér. Ég mæli sérstaklega með "Mean" Jean Schmidt (R-OH), en hún hefur vakið athygli fyrir að kalla John Murtha (decorated marine corps veteran) heybrók, og fyrir að birta undir eigin nafni "op-ed" blaðagreinar sem hún stal orð fyrir orð, í heilu lagi, frá öðrum repúblíkönum. Svo er það Jim Bunning (R-KY), sem hefur ítrekað talað um hryðjuverkaárásirnar 11 nóvember 2001: Bunning hefur oft þótt hegða sér svo einkennilega, að fyrir kosningarnar 2004 neyddist hann til þess að sýna læknisvottorð um að hann þjáðist ekki af alzheimer...

Listi Radar:

  1. Representative Katherine Harris (R-FL)
  2. Representative Donald Young (R-AK)
  3. Senator James Inhofe (R-OK)
  4. Representative J.D. Hayworth (R-AZ)
  5. Senator Barbara Boxer (D-CA)
  6. Representative Jean Schmidt (R-OH)
  7. Representative Cynthia McKinney (D-GA)
  8. Senator Conrad Burns (R-MT)
  9. Representative Patrick Kennedy (D-RI)
  10. Senator Jim Bunning (R-KY)


Hastert og Republíkanaflokkurinn með annan fótinn í kirkjugarðinum

hastert.jpg

Það er svo ílla komið fyrir Repúblíkanafloknnum að Dennis Hastert er farinn að halda blaðamannafundi í kirkjugörðum! Þegar bloggarar og stjórnmálaskýrendur fóru að tala um að dagar Hastert í pólítík væru sennilega taldir, og að hann væri á leiðinni í "the political graveyard" hélt ég að þeir væru að nota einhverskonar myndmál, en samkvæmt þessari skjámynd af CNN virðist "the political graveyard" vera til í alvörunni, og Hastert virðist hafa tjaldað þar... Kannski er þetta kirkjugarðurinn þar sem satanísku messurnar hans Patrick McHenry eru haldnar (samanber þessa færslu)?

M


Haestert sagt að hafa sig hægan - hætta samsæriskenningarruglinu

gang_of_three_foley_brownie_bushie.jpg

Í viðtali við Chicago Tribune gerði Dennis Haestert tilraun til að snúa sig útúr Foleyskandalnum með því að spinna upp kenningar um umsvifamikið samsæri skuggalegra demorkata, Bill Clinton og George Soros. Þessi kenning hljómaði mjög spennandi. Og auðvitað voru fréttamenn æstir í að fá frekari útskýringar. En þegar fréttamenn fóru að spyrja Haestert útí þessar kenningar dró hann í land - á blaðamannafundi í gær neitaði hann því að hafa neinar upplýsingar um að Clinton eða demokrataflokkurinn væri viðriðinn Foleyhneykslið. Þetta þótti fólki auðvitað skrýtið. Samkvæmt Chicago Tribune er ástæðan sú að flokkurinn hafi beðið hann vinsamlegast að hætta að delera: 

Comments that Hastert made in a Tribune interview suggesting the scandal had been orchestrated by ABC News, Democratic political operatives aligned with the Clinton White House and liberal activist George Soros were considered a serious misstep in national Republican circles, an official said. Senior Republican officials contacted Hastert's office before his news conference Thursday to urge that he not repeat the charges, and he backed away from them in his news conference.

"The Chicago Tribune interview last night--the George Soros defense--was viewed as incredibly inept," a national Republican official said. "It could have been written by [comedian] Jon Stewart."

Democrats ridiculed assertions that party operatives arranged the scandal.

Democratic National Committee Chairman Howard Dean called the allegations "a Republican lie. It's a disgrace. They are blaming everyone but themselves for what happened."

Þessar furðulegu kenningar Haesterts hljóma mjög vel á AM talk radio - og eru ekkert vitlausari en flest það sem kemur út úr Bill O'Reilly eða öðrum í blaðurmaskínu flokksins. Og það er heilmikið af fólki sem gleypir við svona rugl sögum. Vandamál Haestert, og margra republikana, er hins vegar að þeir virðast hafa gleymt því að þeir bera ábyrgð gagnvart allri þjóðinni, og þurfa, allavegana stundum, að tala við alla þjóðina. Ekki bara hörðustu stuðningsmenn sína. Viðbrögð Haestert, að spinna upp einhverja furðulega sögu um leynisamsæri cool-aid-demokrata, jesú-hatara, Cindy Sheehan og "blame America first" landráðamanna, er í sjálfu sér ekkert frábrugðin þeirri línu sem Hvíta Húsið hefur notað á alla sem hafa leyft sér að gagnrýna utanríkisstefnu forsetans. Það er búið að spila þessa línu stöðugt undanfarin fimm eða sex ár: Öll gagnrýni á republikanaflokkinn sé lýgi, lýgi, lýgi - og sprottin af einhverju sinister samsæri. En allt í einu virkar þessi lína ekki lengur.

(Á myndinni eru þeir félagar - "you are doing a heck of a job Brownie", "Maf54" og forsetinn) 

M


Haestert snýr vörn í "sókn"

bush_og_hastert.jpg

Þ.e. ef "sókn" þýðir að hlaupast undan ábyrgð og spinna upp samsæriskenningar. Dennis Haestert á víst í mestu erfiðleikum með að ákveða hvort hann hafi nokkurntímann heyrt minnst á Mark Foley - Í Washington Post kemur það t.d. fram að Haestert hafi bara einu sinni talað við Foley. Sem er stórmerkilegt, því Foley var deputy whip, og í forystuliði flokksins. En Haestert er gamall karl - svona af þeirri tegund sem girðir buxurnar upp fyrir nafla. Það er ekki hægt að ætlast til þess að svoleiðis seníl gamalmenni muni allt sem þau segi eða geri. (Á myndinni má sjá Haestert og forsetann Bush) Í millitíðinn reynir Haestert að kenna George Soros og demokrötum sem Soros fjármagnar um Foley skandalinn. Í viðtali við Chicago Tribune lét Haestert líka í veðri vaka að Bill Clinton væri potturinn og pannan í "samsærinu"!

When asked about a groundswell of discontent among the GOP's conservative base over his handling of the issue, Hastert said: "I think the base has to realize after awhile, who knew about it? Who knew what, when? When the base finds out who's feeding this monster, they're not going to be happy. The people who want to see this thing blow up are ABC News and a lot of Democratic operatives, people funded by George Soros." ...

"All I know is what I hear and what I see," the speaker said. "I saw Bill Clinton's adviser, Richard Morris, was saying these guys knew about this all along. If somebody had this info, when they had it, we could have dealt with it then."

Í morgun hlustaði ég á Lauru Ingraham á the Patriot - en hún fékk Haestert í viðtal. Haestert lýsti því vígreifur yfir að hann myndi kannski segja af sér ef hagur flokksins krefðist - en bara kannski, því hann hefði ekkert gert af sér. Ingraham hljómaði ekki eins sannfærð. Eftir að hafa talað um hversu slæmt það væri að Haestert hefði þurft að aflýsa öllum fjáröflunarfundum næstu viku sagði Ingraham: "Maybe we can turn this around. Maybe."

Viðbrögð fjölmiðlamaskínu republikana hafa verið sú "go on the offensive" - það er aldrei gott að vera í vörn, sérstaklega ekki þegar maður hefur mjög vondan málstað að verja! Skv CNN:

We understand that there was actually a meeting here on Capitol Hill just a short while ago with Republican press secretaries where the Speaker’s staff told the Republican press secretaries that they’re going to try very hard to change the mood, change the atmosphere, go on the offense.

Og sóknin hefur fyrst og fremst falist í því að reyna að dreifa athyglinni - hætta að tala um Foley, og hvort flokksforystan ætli að taka ábyrgð á því að hafa ekki gert neitt til þess að stoppa hann af - heldur velta sér frekar upp úr samsæriskenningum um hvort demokrataflokkurinn hafi verið á bak við uppljóstrunina. Nú, eða reyna að halda því fram að Foley sé Demokrati, sbr. textavélar FoxNews.

M


Andlitslausir leigubílstjórar sem keyra á daginn en drepa á næturnar

c_documents_and_settings_initial_user_desktop_untitled.jpg

Samkvæmt Sen. Conrad Burns (R-Montana), sem er tvímælalaust senílasti öldungardeildarþingmaður Bandaríkjanna, eiga Bandaríkin í stríði við "andlitslausan óvin" - hryðjuverkamenn sem "keyra leigubíla á daginn en drepa á næturnar" (a "faceless enemy" of terrorists "drive taxi cabs in the daytime and kill at night.") Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á því hvað maðurinn væri að segja, og hvað þetta með leigubílstjórana þýddi eiginlega. Að vísu eru nánast allir leigubílstjórar í Bandaríkjunum innflytjendur, hér í Minnesota eru þeir Sómalskir, og því allir múslimar. Það meikar ákveðinn sens... múslimar=terroristar. Ég tek reyndar aldrei leigubíl á daginn, svo ég veit ekki nema Sómalirnir leysi hryðjuverkabílstjórana af á meðan hinir síðarnefndu sækja sellufundi hjá Al-Qaeda. En hvað veit ég. (YouTube upptaka af Burns að tala um leigubílstjóra - og upptaka af CNN að fjalla um Burns mál)

Með þessu þóttist Burns hafa ætlað að leggja á það áherslu að hryðjuverkamenn gætu leynst hvar sem er... og það er vissulega rétt, sem auðvitað gerir þetta 'stríð' gegn hryðjuverkum fullkomlega merkingarlaust. En eins og svo oft áður voru vinstrimenn og íllgjarnir bloggarar fljótir að gera veður úr þessum yfirlýsingim. Wonkette fylgdi Burns hvert fótmál, og á YouTube birtust myndskeið af Burns að lýsa þessu og álíka rugli yfir. (Frekar en að fara að biðja stétt atvinnubílstjóra afsökunar ákvað Burns að gera þessa leigubílstjórakenningu að framlagi sínu til "the war on terror".)

Reyndar er það svo að Burns hefur ítrekað sagt skrýtna hluti. Fyrr í ár móðgaði hann slökkviliðsmenn í Montana sem honum fannst að hefðu ekki gengið nógu hraustlega fram í að slökkva gresjuelda, svo grínaðist hann með það að garðyrkjumaðurinn hans væri "a nice little Guatemalan man, didnt want to show his green card..." (YouTube upptaka af ræðunni hér, WaPo grein um sömu komment hér), orðrómar hafa gengið um internetin af því að hann væri drukkinn á fundum öldungadeildarinnar, nú, og svo er hann auðvitað viðskiptafélagi Jack Abramoff!

Þetta væri allt mun minna fyndið ef Burns væri ekki með svona stóran hatt. Þetta held ég að sé sennilega alvöru "ten gallon hat". Þá finnst mér Macaca-Allen gera betra fashion statement með kúrekastígvélunum.

En öllu gríni um klæðaburð og heimskulegar yfirlýsingar slepptu eru þessi Burns mál mjög merkileg. Burns hefur verið að tapa fylgi nokkuð stöðugt síðan upp komst um tengsl hans og Abramoff. Demokratinn Jon Tester er samkvæmt nýjustu könnun Rasmussen með 52% fylgi, en Burns aðeins 43%. Fyrir rétt ári síðan var Burns nánast öruggur um að vinna kosningarnar í haust. Það væri auðvelt að útskýra óvinsældir Burns (54% kjósenda segjast hafa neikvæða eða mjög neikvæða ímynd af honum) með tengslum hans við Abramoff, Bush og stríðið í Írak. Auðvitað er það rétt.

Óvinsældir Burns, líkt og Macaca-Allen, má nefnilega að miklu leyti þakka vafasömum yfirlýsingum þeirra - og bloggurum sem hafa séð til þess að þessar yfirlýsingar gleymdust ekki. En það er ekki nýtt að bloggarar séu að blanda sér í bandarísk stjórnmál. Það sem er alveg nýtt í þessu máli er hlutur YouTube. (Fyrir þá sem ekki þekkja til er YouTube vefsíða þar sem fólk getur póstað vídeóklippum, og þar er allt fullt af heimagerðum smámyndum, tónlistarmyndböndum, sjónvarpsupptökum.) Upptökur af Allen og Burns var dreift á YouTube.

M


Lieberman á X-B hummernum

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_lieberman_a_xb_hummernum.jpg

Það er greinilega ekki bara framsókn sem ber ekki virðingu fyrir bílastæðum fatlaðra! Á bloggi Ned Lamont, sem sigraði Joe Lieberman í prófkjöri demokrata í Connecticut um daginn, er að finna þessar myndir af glæsikerru Lieberman, snyrtilega lagt í bílastæði sem er mjög greinilega merkt fötluðum.

Og brandararnir eru þeir sömu: 'I don't think being morally handicapped entitles you to one of those spaces, does it?' En aumingja Lieberman getur nú varla talist 'morally handicapped' - vissulega skortir hann hæfileikann til að viðurkenna að hann hafi á röngu að standa, og svo hæfilekann að vinna kosningar og játa sig sigraðan.

M
 


MSNBC skjátlast um Rumsfeld - hann er ekki fasisti, bara senílt gamalmenni

Í framhaldi af yfirlýsingum Rumsfeld um að allir sem séu ósammála veruleikafirringu hans séu einhverskonar nasistavinir skrifar LA times ágætis leiðara, þar sem tekinn er sá vínkill að hann sé skapvont og senílt gamalmenni. Reynsla mín er reyndar sú að senílir og skapvondir gamalir karlar séu yfirleitt mjög nálægt því að hafa fasískar hugmyndir um lýðræði og pólítíska umræðu.

TWO REPUBLICAN ADMINISTRATIONS ago, the mantra of conservatives was "Let Reagan be Reagan." Apparently President Bush has decided to let Rumsfeld be Rumsfeld — even when Bush himself is no longer the Bush who taunted Iraqi insurgents with "Bring 'em on!" and posed in front of a banner proclaiming "Mission Accomplished."

One effect of Rumsfeld's outburst was to serve as a reminder that he is still in office. Once the public face of the war in Iraq, he lately has been AWOL from the administration's public advocacy, ceding the spotlight to Secretary of State Condoleezza Rice. The assumption was that, although Rumsfeld remained fireproof, his cocksure contempt for criticism was out of favor now that Bush has acknowledged that the prolonged U.S. presence in Iraq is "straining the psyche of our country."

Maybe Rumsfeld never got the memo, or, if he did, he crumpled it up. His speech was vintage Rumsfeld. It was also unfair and, in places, inane.

Þetta virðist reyndar vera sú lína sem Bush og nánustu samstarfsmenn hans ætla sér að keyra á fram að kosningum - öll gagnrýni sé uppgjöf og öll andstaða við þeirra stefnu í utanríkismálum jafnist á við landráð. Það verður hins vegar stöðugt erfiðara að halda svoleiðis lógík úti þegar vaxandi fjöldi frambjóðenda republikanaflokksins hefur snúið bakinu við "stay the course" stefnu forsetans.

M

 


Hvað verður nú um demokrataflokkinn?

Síðan ljóst var að Joe Lieberman myndi tapa fyrir Ned Lamont hafa hægrimenn keppst við að lýsa því yfir að demokratar væri svo gott sem dauðadæmdir ef þeir kæmu Senator Loserman ekki aftur á þing. Hægriblogg, alvöru stjórnmálaskýrendur og sömuleiðis starfsmenn Fox-news, virðast sammála um að þetta hafi ekki bara verið pólítískur afleikur hjá demokrötum, heldur hafi þeir einhvernveginn svikið bandarísku þjóðina - flokkurinn hafi með þessu fjarlægst 'the heartland' - og alemmenning.

Ég verð að viðurkenna að ég skil þessa röksemdafærslu bara alls ekki. Reyndar á ég mjög erfitt með að skilja alla þessa umræðu.

Í fyrsta lagi skil ég ekki að Fox news, hægriblogg og republikanar hafi haldið að stuðningur þeirra myndi hjálpa Lieberman að vinna kosningar gegn Lamont. Það eitt bendir til mjög djúpstæðrar veruleikafirringar! Ætli það hefði hjálpað McCain í forkosningunum fyrir seinustu forsetakosningar að MoveOn.org eða Howard Dean hefðu lýst yfir stuðningi við McCain? Af hverju ætti það þá að vera endorsement fyrir Lieberman að fá stuðning frá hægribloggurum eins og The Captains Quarters? Sennilega ekki. Það hjálpaði sennilega fátt Lamont meira en að republikanar skyldu hafa komið Lieberman til hjálpar.

Í öðru lagi skil ég ekki hvernig hægribloggurum yfirsést að það voru demokatar sem voru að kjósa um frambjóðanda demokrataflokksins. Og þá finnst mér mjög eðlilegt að demokratar vilji kjósa frambjóðanda sem endurspeglar vilja meirihluta demokrata - og setji spurningarmerki við frambjóðendur sem hafa gert það að pólítík sinni að fylgja stefnu annars stjórmálaflokks - sérstaklega þegar kemur að mikilvægum prinsipp málum, málum sem flest ef ekki allt, fólk hefur skoðanir á, eins og stríðið í Írak! Auðvitað var Lieberman ekki eini demokratinn sem studdi stríðið, og auðvitað hefur hann ekki verið eini demokratinn sem hefur stutt Bush-stjórnina í mörgum controversial málum. Lieberman hefur hins vegar fengið meiri athygli en flest allir aðrir 'aisle-crossing' demokratar - og hann hefur, þrátt fyrir að kjósendur í hans eigin heimafylki séu honum ósammála - neitað að skipta um skoðun.

Og þetta er eiginlega punktur þrjú: Lieberman gefur sig út fyrir að vera prinsippmaður, svona eins og forsetinn, maður sem skiptir ekki um skoðun eftir að hann hefur tekið hana, alveg sama hversu augljóslega vond þessi skoðun er! Og ég held að það sé enginn með fullu viti sem reyni lengur að halda því fram að stríðið í Írak hafi verið hið besta mál. Meira að segja forsetinn hefur viðurkennt að 'mistök hafi verið gerð'. Það er allt í lagi að hafa prinsipp og að vera þrjóskur - en þegar kemur að því að velja menn til að stjórna löndum, ég tala nú ekki um heimsveldum, skiptir miklu máli að velja menn sem eru tilbúnir til að viðurkenna mistök sín, horfast í augu við að þeir hafi haft á röngu að standa, séu tilbúnir til að segja það við kjósendur sína og breyta svo um stefnu. Republikanar hafa reynt að halda því fram að svoleiðis pólítík heiti 'flip-flopping'. Það segir sennilega meira en flest annað um núverandi leiðtogalið flokksins að þeim finnist heiðarleiki og hæfileikinn til að viðurkenna eigin mistök vera alvarlegir karakterbrestir.

En það sem er eiginlega fáránlegast við röksemdafærslu hægrimanna er að með því að losa sig við Lieberman hafi demokratar í Connecticut einhvernveginn keyrt hættulega langt til vinstri, og geti nú alls ekki fengið atkvæði 'venjulegra bandaríkjamanna'. Þessi rök byggjast á þeirri undarlegu hugmynd að stuðningur Lieberman við stríðið endurspegli vilja bandarísku þjóðarinnar en yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna eru andsnúnir stríðinu! Það var Lieberman sem var 'out of touch' í óbifandi stuðningi sínum við þetta vonlausa stríð.

Demokratar í bandaríkjunum eru búnir að vera að segja svipaða hluti undanfarna daga og vikur. Þeir einu sem ekki virðast fatta að sigur Lamont er ekki einhverskonar forboði þess að demokratar tapi kosningunum í haust og svo aftur eftir tvö ár eru Republikanar - og af hverju? Vegna þess að þeir virðast enn trúa því að sú tækni sem þeir beittu á bandaríska kjósendur árið 2000, 2002 og 2004 muni virka áfram. Þessvegna eru þeir sannfærðir um að eina leiðin fyrir demokrata til að vinna kosningar sé að taka upp pólítík republikanaflokksins...

Og það er eiginlega þetta sem mér finnst sérkennilegast: Republikanar trúa því í alvörunni að til þess að vinna kosningar þurfi demokratarnir að verða republikanar. Að einu demokratarnir sem eigi séns í að vinna kosningar séu menn eins og Joe Lieberman. Litlausir miðjumenn sem engin leið er að segja hvort þeir eru republikanar eða demokratar!

Þegar kjósendur koma að kjörborðum vilja þeir fá valkosti - þeir vilja geta valið á milli ólíkra frambjóðenda, manna eða kvenna, sem hafa ólíkar skoðanir, ólíkar hugmyndir og ólíkar lausnir á vandamálum líðandi stundar. Það er engin ástæða til að mæta á kjörstað ef það sem þér er boðið upp á er að velja á milli tveggja manna sem eru nákvæmlega eins, fyrir utan að annar er með rautt bindi, og hinn blátt. Þannig hafa bandarísk stjórnmál of oft verið - og það er líka ein ástæðan fyrir því að bandaríkjamenn mæta ekki á kjörstað. Þetta er enn mikilvægara þegar kosningar ber upp á 'off year', þ.e. ár þegar ekki er verið að kjósa um forseta. Ein besta leiðin til að fá fólk til að mæta á kjörstað er að höfða til 'the base' - og 'the democratic base' er ekkert sérstaklega upprifið yfir stríðinu í Írak! Og það er ekki bara 'the democratic base' - því 'the democratic base' er, í þessu máli, mun nær skoðunum 'the heartland' en republikanar vilja viðurkenna...

Það gladdi mig því mjög þegar ég las stuttan pistil sem Joe Scarborough skrifaði á Huffingtonpost. Scarborough er einn af háværari, og hægrisinnaðari stjórnmálaskýrendum republikana - hann var þingmaður fyrir Florida á tíunda áratugnum, var í framvarðasveit 'the republican revoloution of 1994'. Scarborough er líka með greindari stjórnmálaskýrendum republikana - því einhverra hluta vegna virðast republikanar og Fox news vera sérstaklega hrifnir af reginhálfvitum á borð við Rush Limbaugh. Scarborough minnist þess að eftir að Bush eldri tapaði fyrir Clinton haustið 1992 hafi republikanar í örvæntingu sinni komist að þeirri niðurstöðu að þeir ættu að stýra hart til miðju -

They feared that Bush had been beaten like a drum because radical conservatives like Pat Buchanan, Phyllis Schlafly and Pat Robertson had hijacked the GOP Convention. So while Bill Clinton spent the next two years moving left, the Republican National Committee desperately sought moderate candidates that would talk, walk and vote like, say, Joe Lieberman. The goal was to blur all differences between Republicans and Democrats.

...

Fast forward twelve years and now we find many making the same misguided arguments, except this time they are giving their stupid advice to Democrats generally and Connecticut voters specifically.

Ef Scarborough getur skilið hversu mikil fásinna það er að ráðleggja demokrötum að tilnefna republikana sem frambjóðendur skil ég ekki af hverju afgangurinn af republikanaflokknum gerir það ekki.

Niðurstaða kosninganna í haust og 2008 mun velta á því 1) hversu vel demokrötum gengur að fá 'the base' til að mæta á kjörstað, og 2) hversu vel þeim tekst að búa til 'a message' sem er bæði ólíkt söng republikanaflokksins og um leið sannfærandi. Það finna þeir ekki með því að blaða í stefnuskrám republikana!

M


Lieberman tapar, og biblíufasistinn Walberg vinnur með stuðningi the Minutemen...

Walberg and his biker buddies

Prófkjör gærdagsins voru nokkuð athyglisverð - niðurstöður forkosninganna í Connecticut og Georgíu komu ekki mjög á óvart. Lieberman tapaði fyrir Lamont - sem verður að túlka sem sigur fyrir vinstriarm Demokrataflokksins.

En ef demokratar hafa ákveðið að þoka sér frá miðjunni virðast republikanar í Michigan sömuleiðis hafa ákveðið að það væri ekkert vit í að flokkurinn væri að bjóða fram annað en alvöru harðlínumenn. Joe Swartz, hógvær republikani sem hefur stutt réttindi samkynhneigðra, rétt kvenna til að ráða líkama sínum sjálfar, og neitað að styðja þá republikana sem vilja banna allar fóstureyðingar, tapaði fyrir Tim Walberg sem er fyrrum prestur og fjármagnaður af 'The Minutemen PAC'. Fyrir þá sem ekki þekkja The Minutemen, er það flokkur vopnaðra hvítra karlmanna á pikkupptrukkum í suðurríkjunum, sem hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að "verja landamæri Bandarikjanna". Í kosningabaráttu Walberg, sem var fjármögnuð af The Minutemen, var Swartz úthrópaður fyrir að vera 'liberal' og 'out of touch' við kjósendur í Michigan. Það bjargaði Swartz ekki að forsetinn hefði lýst yfir stuðningi við hann og sömuleiðis McCain - Meira að sega NRA studdi Swartz - en það var ekki nóg! Þegar frambjóðandi republikana sem NRA styður er ekki 'nógu íhaldssamur' fyrir kjósendur erum við í vondum málum. Ef ég fæ einhverntímann að velja á milli tveggja frambjóðenda - eins sem er studdur af The NRA og annars sem er studdur af The Minutmen held ég að ég velji NRA.

Niðurstaða prófkjörsins í Michigan er sigur fyrir hægrivæng Republikanaflokksins - fólk sem er sannfært um að alvarlegustu vandamálin sem Bandaríkin standi frammi fyrir séu fóstureyðingar, samkynhneigð og innflytjendur... Republikanar í Michigan halda með öðrum orðum að leiðin til að vinna kosningarnar í haust sé að keyra hart til hægri.

Það skemmtilegasta er að mótframbjóðandi demokrata í kjördæminu er Sharon Renier - organískur bóndi! Er hægt að hugsa sér eitthvað skemmtilegra! Hippar vs The Minutmen! Jú, og Walberg er dyggur stuðningsmaður mótorhjólamanna í Michigan, og er tengdur mótorhjólaklúbbnum "Region 15 Wrecking Crew" - og félagsskapnum ABATE, sem stendur fyrir A Brotherhood Against Totalitarian Enactments. Það er Walberg sem er lengst til vinstri á myndinni að ofan - ásamt öðrum félögum í klúbbnum, "Bad Seed", "Slo", "Sue", "Don Don" og "Bugs"... Ég held ekki að ég myndi vilja hitta Bugs og Bad Seed í myrku húsasundi!

Sjá fréttir hér og hér af Swartz og Walberg.

Ps. Ég skora á Friðjón að sýna mér fram á að ég hafi á röngu að standa með Walberg!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband